Ljósberinn


Ljósberinn - 19.12.1931, Qupperneq 4

Ljósberinn - 19.12.1931, Qupperneq 4
374 LJ ÖSBERINN hann. Því að það var hálf-ægilegt, að verá svona hátt uppi. Hér var allt öðru- visi, en niðri á jafnsléttu. Og svo þessi sterki klukknahljómur, sem ætlaði alveg að gera út af við hann. En það leið ekki á löngu að hann vendist þessu. Jú, það var gaman þarna uppi — miklu meira gaman en allt annað, sem hann þekkti. Iíann gægðist út um turngluggann. Og þá gat hann ekki að sér gert að hlæja. því að þarna niðri var allt svo undar- lega smátt. Húsin sýndust — ja, næst- um eins og eldspýtustokkar, svo lítil urðu þau. Og þegar hann sá mömmu sína vera að gefa hænsnunum við for- skyggnið, þá sýndist hún eins og lítil teípa — þarna ofan frá. Þarna lengst niðjur við pósthúsið sá Júlli ofurlítinn dökkleitan depíl, sem færiðst nær. Það var presturinn. Júlli litli sneri sér að Rasmus og hló. — Nú er það bara þú og eg, sem erum stórir, sagði hann. Hin- ir, þarna niðri, eru allir svo nauðalitlir. .Jafnvel presturinn, hann er bara eins og ofurlítill hnoðri. — Rasmus og Júlli voru tryggðavinir. Þegar Rasmus var að taka gröf og mok- aði upp moldinni jafnt og þétt, þá sat Júlli oftast á leiði þar hjá og horfði á. Og svo masaði hann við Rasmus og spurði )um alla skapaða hluti. — Þú ert gamall, Rasmus, og þú ferð víst bráðum að deyja. En þá skal eg gera gröfína þína, því að nú veit eg hvernig að því á að fara. Já, eg skal hringja líka — hringja fallega með stóru klukkunni. Þannig hjalaði Júlli litli .við gamla rnanninn. Og Rasmus brosti, þakklátur og ánægður. Iíann fann, að drengurinn sagði þetta af góðum hug, litli snáðinn, sem ekki var nema 8 ára. Það var enginn sem skeytti því neitt, þó að litli drengurinn í bláu burunni sæti þarna á leiðinu og horfði á Rasmus gamla, meðan hann var að búa um hina íramliðnu í skauti jarðar, þar sem þeir eiga að hýrast til hins mikla upprisu- morguns. Þó lá við að mamma hans and- varpaði, þegar hún kom út á hlaðið og sá drenginn sitja þarna í garðinum. Það var eins og henni stæði einhver beygur af því. Skyldi það ekki vita áeitthvað illt, ao barnið vill helzt vera þarna, en ekki með hinum drengjunum? Júlla litla gekk vel í skólanum; hann var námfús og hlýðinn. En í frístundun- ,um var hann alltaf einn síns liðs. Hann gaf sig ekkert að þvi, er hinir dreng- irnir voru að leika sér, — sagði fátt, en dró sig bara í hlé.------ Það voru óvenju köld jól að þessu sánni. Ár og lækir, mýrar og tjarnir — allt stálfrosið. I vikunni fyrir jólin var jaðarför; og þá varð Rasmus að fá mann með sér, til að taka gröfina, svo mikill klaki var kominn í jörðina. Júlli stóð hjá ,um stund og horfði á; en svo varð honum kalt, svo að hann fór heim. Það var líka ekkert gaman úti í garðinum hjá Rasmusi, þegar ókunnugur maður var með honum. Þeir voru alltaf að tala saman, og Júlli skildi minst af því, sem þeir sögðu. En svo kom aðfangadagskvöldið. — Rasmus hafði dregið eyrnaskjólin vel niður, þegar hann fór út í kirkjuna í rökkrinu til að hringja jólin í garð. Júlli kom þangað líka hlaupandi það var sem sé afmælið hans í dag; nú var hann 9 ára. Hann hafði fengið vetlinga og húfu með vangahlífium í afmælisgjöf hjá pabba og mömmu og var nú með bvorttveggja. Vinur hans varð að fá að sjá það. Rasmus kveikti á ljóskerinu, sem hékk í turnbitanum. Síðan fór hanri að hringja. Júlli settist á kassann. Honum fanst turninn riða, eins og hann svifi á öldum fram og aftur eftir hljóð-

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.