Ljósberinn - 19.12.1931, Page 5
LJÖSBERINN
375
fallinu og' ofurmagni klukknahljómsins,
sem gjörfyllti turninn og- þrýsti út öllu
lofti. Rasmius tók ekki eftir því, að
drengurinn skalf af kulda. Honum var
sjálfum nógu heitt af erfiðinu.
— Hringingunni var lokið: hátíðin
vígð með klukknahljómi frá húsi G,uðs.
Ömurinn hafði flutt heilagan frið inn
á hvert heimil'i í fannhvíta dalnum und-
ir stjörnuhvelfingunni mikfu.
Rasm,us lætur Júlla litla fara á und-
an sér niður stigann og lýsir honum var-
lega. Sjálfur kemur hann á eftir í
myrkrinu; hann þekkir svo vel hverja
rim. Hann læsir útihurðinni, sem ýlir
á hjörum, og stingur lyklin,um í vasa
sinn. Svo halda þeir af stað og leiðast.
Pað er eins og klukknahljómurinn liggi
enn í loftinu — sem þungur ómur í fjar-
lægð. Dreng.urinn hlustar. Það er
bergmál fjallanna, sem þú heyrir, seg'ir
Rasmus; hér er svo hljótt í kvöld. Ljós-
in blika í gluggum um endilangan dal-
inn. Jú, nú eru jól!
Við vegamótin skilja þeir. Rasmus fer
heim á prestssetrið — af gömlum vana.
Þar er venjulega jólabögg.ull handa hon-
um. Og Júlli fer heim til sín. Honum er
kalt. - - Þú ert svo fölur, seg'ir mamma
hans, þegar hann kemur inn í bjarta og
hlýja baðstofuna. Já, mér er hálf-
kalt, svaraði drengurinn.
Jólanóttín er komin! — ljós á borðum,
jólatré og gjafir, gleðskap.ur og söng-
ur. Glaðværðin er þó minni en vant er,
því að Júlli verður að fara snemma í
rúmið. Hann er með hroll og hósta, og
svo finnur hann til undir síðunni, þeg-
ar hann dregur andann.
Á jóladagsmorgun varð að hringja til
læknis. Hann átti heima all-langt í
burtu, en kom um kvöldið. Það var eíns
og þau grunaði: Drengurinn var með
lungnabólgu. Læknirinn gaf meðul og
hughreysti foreldrana. Þessi veiki væri
ekki svo hættuleg fyrir börn; þau væru
vön að standast hana.
En svo komu þessi löngu dægur, er
vandamenn Júlla voru milli vonar og
ótta — ag það um sjálf jólin. Pabbi og
mamma vöktu til skSftis yfir veika
drengnum sínum, sem lá í svitabaði, en
þó rólegur. Hóstinn var þur og andar-
drátturinn snöggur — og stingur undir
síð,unni. En aldrei kvartaði hann. For-
eldrarnir dirfðust varla að biðja Guð
um að gefa drengnum heilsuna aftur.
Það er bezt að hann ákveði það, eftir
velþóknun vilja síns! Og í ra.un og veru
hafði þau alltaf grunað, frá því er
drengurinn varð veikur, að þau mundu
missa hann.
En á gamlaárskvöld var hann hress-
ari, svo að vonirnar vöknuðu á ný. Ef
til vill væri það versta um garð gengið,
og þá líkur til þess, að drengurinn yrði
frískur aftur. — -—
Júlli bað urn að fá að tala við Rasmus.
Hann kom um kvöldið, þegar hann var
búinn að hringja nýja áríð í garð. Hon-
um hafði fundist svo einmanalegt uppi
í turninum í kvöld, af því að Júlli var
þar ekki hjá honum. Nú var hann
frammi að orna sér við eldavélina, áður
en hann færi inn til di’engsins. Honum
brá, gamla manninum, er hann sá litla
vininn sinn, svo fölan og nábleikan; aug-
un svo óvenju stór, blá og glampandi,
og yfirbragðið eitthvað svo annarlegt
og órótt.
— Rasmus, þú ert svo góður. En þeg-
ar þú býr til gröfina mína, þá láttu hana
ekki vera mjög djúpa. Það er svo leiðin-
legt að hugsa um hana, ef hún er f jarska
djúp. Heyrirðu, það, Rasmus?
Gamli maðurinn grét.
Frh: á síðu 396.