Ljósberinn


Ljósberinn - 19.12.1931, Qupperneq 12

Ljósberinn - 19.12.1931, Qupperneq 12
382 LJÖSBERINN Honum varð af hendingu litið fram á byggðarveg'inn. Sér hann sér þá til mik- lilar undrunar, að ung og fríð kona stendur þar og lítur til hans. Og svo var að sjá, sem hún hefði staðið þar stund- arkorn og horft á hann. Hann furðaði eigi alllítið á þessu; en ekki kannaðist hann við þess háttar fólk; sneri hann þá við og ætlaði að ganga heim til bæjar aftur. Þá heyrði hann að stúlkan hrópaði til hans skyndi- lega: »Jón, þú bíður þó víst dálitla stund við«. Hann sneri sér við alveg forviða. Hon- um fanst hann kannast við málróminn. En svo laust það niður í hann eins og elding: »Það er Ingiríður komin heim aftur! Hann skundaði niður á götuna til henn- ar. Ö, hve hún var nú orðin fögur og fín. Það var þess vegna ekkert undar- legt, þó að hann kannaðist við hana aftur. Þau heilsuðust — bæði einkarhátíð- lega, en bæði sáu þau gleðina skína af yfirbragði þeirra. Jón var svo himinglaður, að hann vissi varla, hvað hann ætti að segja. En eftir litla stund var hann kominn til sjálfs sín aftur. IJann bað hana að koma inn með sér, fékk stúlkuna til að bera beztu vistirnar á borðið og svo var hjal- að og hjalað. Allt var það um það, hvað fram við þau hefði komið á liðnum sjö arum. Ingiríður sá brátt, að Jón hafði búið við bágan hag, enda þótt hann kvartaði ekkert sérstaklega yfir því. —■ Nei, eg gleymi nú alveg sjálfum mér, sagði hann allt í einu, og varð að stökkva út til að gá að hestinum, það tekur ekki langan tíma. Hann spratt á fætur, en um leið datt bréf upp úr bakvasa hans, og hann var kominn út úr dyrum, en Ingiríður gæti vakið athygli hans á því. Hún tók bréfið upp, en þá vaknaði hjá henni ónotaleg löngun til að lesa bréfið og vita hvað í því stæði, að hún rakti það sundur. Það var bréfið frá bankaPum, þar sem Jóni var hótað nauðungaruppboði á jörðinni innan skamms tíma. Svona stóðu þá sakirnar. Ingiríði lá við að vökna um augu. I þessu basli hafði Jón þá átt öll þessi ár, átti engan trúnaðarmann og engan heldur til að leita til í nauðum. En nú skyldi annað verða ofan á, því hét hún með sjálfri sér. Hún vissi eigi víst, hvernig hún ætti að fara að því, en það fól hún Guði á hendur. I þeim sömu svifum kom Jón inn aft- ur. — Hann sá bréfið á borðinu og greip það í snatri óg roðnaði um leið og varð svo hörmulegur á svipinn. — Þú mistir bréfið, þegar þú hljópst og þá tók eg það og las það, sagði Ingi- ríður með ró. — Last þú það? Það var næstum því reiðisvipur á honum. Hún svaraði engu, lauk bara upp veskinu sínu og tók upp marga stóra seðla og lagði þá á borðið. — Heldurðu að þetta nægi ekki til þess að við komumst fram úr því? spurði hún ástúðlega. En Jón stóð sem agndofa. — Við, sagði hann. Hvað átti hún við? Við, segir þú, en það er bara eg, en ekki þú, sem skulda bankanum, sagði hann síðan dræmt. Eg get ekki þegið hjálp af------ — Af stúlku, mundir þú vilja sagt hafa, sagði hún brosandi. — Ö, hve pilt- ar eru heimskir! Og nú brá hún hend- inni fyrir andlit sér, næstum eins og hún væri að gráta.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.