Ljósberinn


Ljósberinn - 19.12.1931, Side 24

Ljósberinn - 19.12.1931, Side 24
394 LJÓSBERINN að leita þeirra? Hér eru engir bæir né hús á leiðinni, sem þau hafi getað leit- að til«. »Já, hvað eigum við að gera?« sagði Andrés. »Þau hafa sjálfsagt farið af- leiðis, fyrst enginn okkar hefir séð neitt til þeirra, og til hvorrar handar eigum við að ganga?« Þeir stóðu nú allir þegjandi. Þá sagði Andrés hóglega: »Við skul- um biðja!« Og þrír af þeim hneigðu höfuð sín og spenntu greipar og báðu af heitu hjarta um, að Drottinn léti þeim takast, að koma gömlu hjónunum til hjálpar. »Og þetta var næstum eins og kirkju- ganga«, sagði annar þeirra eftir, sem báðu með Andrési, »maður varð næst- um alveg viss um, að það mundi takast«. Augnabliki síðar lyftu þeir aftur höfð- unum. Þeim kom nú saman um, að Andrés og menn hans skyldu fara yfir merkurnar til hægri handar, Georg og Jens til vinstri handar, og svo skyldu þeir hrópa »Halló!« með stuttu millibili. Svona gengu þeir hvor í sína áttina. »Ætli þau hafi ekki borist niður að ekrunni litlu, áem liggur við Hulvad«, sagði Kristinn verkstjóri. »Vér skulum hrópa«, sagði Andrés og allir hrópuðu, eins og þeir gátu. »Mér heyrðist eg heyra hljóð beint fram undan okkur«, hann, »en það heyrðist ekki aftur«. Þeir gengu nú fáein skref áfram og þeir heyrðu svo glöggt hrópin í Jens og Georg. Þeir hrópuðu nú aftur sjálfir og nú heyrðu þeir veikt, en greinilegt »Já« fram undan sér. »Mamma og pabbi, hvar eruð þið?« hrópaði Andrés, því að hann var ekki í neinum vafa um, að það voru þau. »Kallaðu á hina«, sagði hann við Jör- gen, hinn vinnumanninn, og hljóp sjálf- um fram og Kristinn. Hann datt endi- langur um garðinn, þar sem foreldrar hans voru á bak við. Segið, hvar þið séuð!« »Hérna, hérna!« hrópuðu þau þá bæði rétt hjá þeim. »Ö, Guði séu þakkir, að við fundum ykkur. Og Andrés var svo himinlifandi glaður. »Já, Guð heyrði bæn okkar«, sagði Hans gamli hóglega. »Hann lét okkur blygðast okkar; við efuðumst víst um hjálp hans«. »Eruð þið ekki alveg stirðfrosin? Get- ið þið gengið heim. Annars geta Jörgen og Kristinn farið heim á undan og sótt hest og vagn. En þið hafið víst gott at' að ganga, svo að ykkur hlýni«. »Já, en pabbi þinn hefir víst meitt sig í fæti, Andrés, hann missteig sig«. »Svo — já, þá getur þú ekki gengið, en, mamma, komið þið nú og látið okk- ur ganga sinn undir hvora hönd, þið megið ekki sitja þarna og- láta ykkur kala«. Þeir hjálpuðu henni á fætur. Fætur hennar voru stirðir orðnir, svo að hún gat næstum því ekki staðið, svo að þeir urðu að hálfu leyti að bera hana, en gangurinn greiddist þó bráðlega. Þau stóðu þar öll í hóp. »Heyrðu, Georg, eigum við ’ekki að reyna að bera pabba á gullstóli; hann er - nú ekki svo voða-þungur og við erum sæmilega handstyrkir; við getum skifst á við þá Jens og Kristinn; svo getur Jörgen hjálpað mömmu; það gengur fijótara en ef hann ætti að sitja hér og bíða eftir vagninum«. Að þessu ráði hurfu allir, og Hans gamla var lyft upp og settur á gullstól og nú barst hann hratt yfir ekruna upp að veginum; Kristín gamla og Jörgen

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.