Ljósberinn


Ljósberinn - 19.12.1931, Qupperneq 26

Ljósberinn - 19.12.1931, Qupperneq 26
396 LJOSBERINN »Sko, hann liggur þarna, og nú viíj- um við svo gjarna hafa ykkur hjá okk- ur upp frá þessu. Viltu það ekki? Pu mátt ekki vera mér gröm, kæra tengda- móðir; eg hefi alls ekki verið góð við þig; það hefir opnast fyrir mér í kvölcl. Eigum við nú ekki að vera góðir vinir, og viltu nú ekki gleyma öllu því ljóta, sem eg hefi sagt, og vera svo hjá ökk- ur. Pá getum við haldið gleðileg jól sam- an?« Hún tók í hönd ömmu ástúðlega. »Já, en viljið þið þá líka hafa mig?« Hún leit spyrjandi á þau bæði. »Pað hefi eg alls ekki verðskuldað; eg vildi ekki fara yfir til ykkar, þegar þú baðst mig' um það, Andrés, og eg hefi veríð svo vond og- nöpur. »Við skulum nú ekki minnast á það framar, mamma, nú skulum við búa saman í ást og eindrægni. Guð hefir sýnt okkur það í kvöid, að hann getur miðlað málum með okkur; nú skulum við þakka honum hjartanlega fyrir það í okkar daglega lífi, og höldum saman, eins og- Katrín segir, gleðileg jól.« Hann leit fagnandi á konu sína og hún gat séð það á honum, að honum var það hjartanleg gieði, að hún tók foreldra hans aftur áheimili þeirra, og það var henni umhunin mesta og bezta fyrir fyrir það. Anna var afklædd og Katrín hjálpaði henni í rúmið og hún hagræddi um þau, eins og þau hefðu getað verið börnin hennar. Georg og Jensen drukku nú kaffli í snatri; síðan hröðuðu þeir sér heim til að friða önnu. Loks kom alt heimilisfólkið saman í svefnherberginu, og allir drukku kaffi. »Pið getið víst þarfnast þess eftir ferðiníw« sagði Katrín. Síðan þakkaði Andrés Guði fyrir þá náð, sem hann hefði auðsýnt þeim, bæði fyrir það, að hann hefði sent son sinn til jarðar og fyrir það, að hann hefði á þessu jóla- kvöldi snúið öil;u til góðs þeim til handa. Og svo sungu þau: »Heiðra skulum vér herrann Krist.« Páll litli vaknaði meðan verið var að svngja. Hann settist upp í rúminu og horfði undrandi í kringium sig. Og er söngn- um var lokið, þá leit hann yfir til afa í rúminu við hliðina á sér og sagði: »Eruð þið nú komin, afi?« »Já, nú erum við komin, drengurinn minn, og nú verðum við hérna áfram,« svaraði þá amma í hinu rúminu, »Ert þú hérna líka, amma, það þykir mér vænt um,« og svo stakk hann sér aftur undfr hlýju sængina, en gægðist upp við og við, til að vita, hvort afi og amma væru ekki ennþá. Allir voru brosandi. Pví að afi og amma voru það, sem nú voru komin heim úr langri og strangri för og fengu nú að njóta allra heimilisþæg'inda. Þegar alt er reynt, þá er heima bezt. --------------- Júlli litli. Frh. af síðu 375. Og eg' skal segja þér nokkuð, Rasmus. Eg hefi svo oft lesið kvöldbænirnar mín- ar tvisvar sinnum. Og þá hefi eg sagt við Jesú: í fyrra skiftið les eg þær fyrir sjálfan mig', en seinna skiftið fyrir Rasmus. Hann er orðinn svo gamall og þreyttur, og þess vegna er hætt við, að hann gleymi að lesa áður en hann sofn- ar á kvöldin. Og heyrðu, Rasmus: það verður ekki eríitt fyrir þig og mig að komast upp

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.