Ljósberinn - 19.12.1931, Page 32
402
LJÓSBERINN
maðurinn leiðar sinnar. Kalli og Dísa
vor.u, eins og á glóðum, þau gátu varla
gefið sér tóm til að borða miðclegisverð-
inn sinn og um sjö leytið læddust þau
í'ram í forstofuganginn.
Þau sátu í myrkrinu og htustuðu. -
»Hefir hann rauða núfu?« spurði Dísa.
»Já, það hefir hann víst«, sagði ] alli,
og í sama biii kom einhver að dyrun-
,um, sem þreif í hurðarhúninn. Þau Kalli
og Dísa fóru óðara fram að ctyrum og
opnuðu hurðina hljóðlega. Þá sáu þau
einhverja veru með rauða húfu og stórt
sítt skegg úti fyrir. »Gott kvöld«, sagði
jólasveinninn og snaraði af sér fullum
poka. »Eg legg jólagjafirnar inn í borð-
stofuna, en þið megið ekki gægjast inn
til mín«.
»Nei, herra jólasveinn«, sögðu Kalli
og Dísa, »við skulum víst vera kyr hér«.
»Og ef þið heyrið einhvern koma, þá
kallið þið óðara til mín«. »Já, það skul-
um við víst gera, herra jólasveinn«. —
Jólasveinninn tók fulla pokann sinn, og
Kalli sýndi honum hvar borðstofan
væri. »Þá legg eg gjafirnar hingað inn«,
sagði jólasveinninn, gekk inn og lokaði
hurðinni á eftir sér. Svo liðu meira en
tíu mínútur; þá kom jólasveinninn aftur
út með pokann sinn og var’ nú miklu
fyrirferðarminni. »Verið þíð sæl og
gleðileg jól!« sagði hann.
Þegar jólasveinninn kom út á dyra-
þrepið, þreil' einhver óþyrmilega í herð-
arnar á honum. »Kveikið þið ljós!«
sagði einhver í skipunarróm, og Kalli
flýtti sér að kveikja. Hann starði ótta-
sleginn á jólasveininn, sem þá var bú-
inn að missa stóra fóðuru'llar skeggið.
Þetta var sami maðurinn, sem talaði við
þau í garðinum. Og maðurinn, sem hélt
honum föstum, var pabbi hans Jens
litla. Hann sneri botninum upp á pok-
anum, og' út úr honurn valt heilmikið
af skínandi silfurborðbúnaði.
Þegar foreldrar Kalla og Dísu komu
heim, þá fengu þau að heyra alla sög-
una. Það var Jens, sem sagði hana.'
Ilann hafði heyrt viðtalið við Kalla og
Dísui og skildi óðara, að brögð mundu
vera í tafli. Hann hafði fengið föður
sinn til að halda vörð, og svo handsam-
aði hann jólasveininn. Jens og pabbi
hans fengu stórfé að launum; en með
þjófinn var farið á lögreglustöðina, og
hann hafði gott af því, því að menn
eiga ekki að misnota heiðursnnafn jóla-
sveinsins.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar.