Ljósberinn


Ljósberinn - 19.12.1931, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 19.12.1931, Blaðsíða 16
386 LJÖSBERINN beinlínis, en eg veit að hún býst við, að þið komið«. Móðir hans svaraði engu en andlits- drættirnir urðu aftur dálítið stríðir. »Hvað segir þú, pabbi, þú ert þó fús að koma til okkar?« »Já, eg hefi ekkert á móti því, en móðir þín getur víst ekki fellt sig reglu- lega vel við það, svo að við verðum þá heldur að hætta við það; við höfum lika lofað að koma til önnu og Geörgs og vera með þeim jólakvöldið. Nú er komin uppstytta, og þangað er ekki svo langt; við skulum fara ofan í bæinn í þetta sinn, en geymum okkur hitt til næsta árs, og þá getum við máske glaðst af því að halda jólakvöldið með ykkur, ef við þá lifum svo lengi.-----Konan þín hefir nú líka verið dálítið slæm við mömmu«, bætti hann við hóglátlega. Það skein alvara úr svip þeirra þriggja. Drengurinn horfði undrandi á þau á víxl. Af hverju voru þau ekki glöð? Það voru þó jól og í því orði felst ekki nema fögnuður handa barnshjarta. Andrés rauf hina þungu þögn og sagði: »Já, það er nú sjaldan, að það sé svo gott, þegar ungir og gamlir eiga að vera háðir hverjir öðrum. Katrín er nú góð kona og umhyggjusöm móðir börnum sínum; finnst mér því, að þið gætuð látið ykkur það lynda. Hún er komin frá stórbýli, og hún hefir sjálf nógan dugn- ao í sér til að stjórna heimili sínu; og fyrst það gat ekki gengið með góðu, þá var það bezt, að við hefðum hvert sínu heimili að ráða; en henni er ekki illa við ykkur, það er eg viss um«. Hann þagnaði og leit á móður sína. Tárin runnu hægt niður eftir kinn- um hennar. »Já, það er ágætt að ykkur kemur vel saman; en þú skellir allri skuldinni á mig. Katrín hefir sært mig verulega mikið; beindi hún því ekki að mér, að »Kæra, góða rnamma, við skulum nú ekki sökkva okkur niður í allt þetta gamla aftur«, sagði Andrés og leit á Pál litla. »Við búumst við ykkur til mál- tíðar klukkan fimm og svo höldum við jól og gleymum öllu hinu gamla, er ekki svo?« »Eg kem að minnsta kosti ekki«. »Það var hörkulegur rómurinn í gömlu konunni. »Ö, mamma, þér snýst víst hugur; komdu Páil litli, við skulum fara heim. því að margt er eftir ógert«. Páll litli tók í hönd föður síns. Hann hafði ekkert gert að gamni sínu við afa og ömmu. Iivers vegna skyldu þau vera svona leið af því að þeim var boðið og hvers vegna skyldu þau búa í þessu iitla húsi. Það var honum óskiljaniegt. En Páll gleymdi brátt 'öllu öðru við hugsunina um jólakvöldið, sem fór í hönd. Það varð líka hijótt hjá afa og ömmu, þegar þeir voru farnir. Hvort þeirra hafði sínar hugsanir fyrir sig. »Nú verður þú líka að hugsa út í það, mamma, hve Andrés er góður við okkur. Kom hann ekki til okkar og kveikti upp i ofninum á hverjum degi í f jórtán daga, áður en við fluttum hingað, til þess að þurka veggina, og hann birgir okkur sem bezt að eldivið, ketmat og ávöxtum og hvað helzt annað, og hann er alltaf nærgætinn og ástúðlegur við okkur«. »Já, Andrés er góður við okkur, það er hann, en hún — var það fallegt af henni, að bregða mér um, að eg hefði komið hingað blásnauð; það er vissulega hægðarleikur fyrir hana, að koma með þær þúsundir, sem hún erfði; sjálf hef-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.