Ljósberinn


Ljósberinn - 19.12.1931, Síða 17

Ljósberinn - 19.12.1931, Síða 17
LJÓSBERINN 387 ir hún ekki snert fingri við að afla þeirra peninga; eða fötin fínu og hús- búnaðurinn, sem hún er svo hrifin af; en þessháttar fólki er svo gjarnt til að líta niður á þá, sem ekkert eiga; og þykj- ast ,yfir þeim af því. Komi einhver stúlka til búgarðs félaus, þá er því hampað alla hennar daga, hversu dug- leg sem hún svo kann að vera, og þó að vel búnist; þá getur það samt aldrei gleymst, að hún hafi verið fátæk«. »Já, kæra mamma, það var líka rangt gagnvart þér — það var það nú; en mér þykir þó vænt um þig, það hefir mér alltaf þótt og börnunum líka, og svo sættir þú þig þá við það fyrst um sinn. En nú skulum við hafa fataskifti; við hljótum að geta gengið til bæjarins, nú er komið bezta veður, sjáðu hversu sól- in skín á mjöllina og svo eru jól. Þótt eg sé kominn yfir yfir sjötugt, þá finnst mér það samt vera svo mikil blessun, að nú eru jól. Við skulum nú reglulega láta fyllast af friði og fögnuði jólanna«. »Friður á jörðu, fögnuður á jörðu«, raulaði hann fyrir munni sér. Kristín andvarpaði. »Já, hér sit eg og hreyti úr mér ónot- um; það er eins og það svifti mig öllum krafti einmitt í dag. »Já, það er sá vondi, sem er að leita eftir, hvort hann geti ekki eyðilagt fyrir þér jólagleðina«. Kristín fór að taka til fötin þeirra, og meðan hún var að því, þá gekk hún um og leit með ánægjusvip á litla notalega og hlýja heimilið sitt. En hve þau áttu nú gott, þrátt fyrir allt; þau höfðu gnægð matar og fata og þau voru heilsu- hraust. Jú, hún varð að kannast við, að fjöldi manna bjó við miklu þrengri kjör. Þau áttu óendanlega mikið að þakka. Maðurinn hennar hafði alltaf verið mild- ur og góður við hana; þau höfðu ekki haft annað en gleði af börnum sínum. Já, hún átti góða daga —• það var bara hún Katrín — en hún vildi nú ekki hugsa um það meira. Ferðin til stöðvarbæjarins reyndist talsvert erfið í byrjuninni; snjórinn var laus, en því lengra sem þau bárust áleið- is, því greiðara varð fyrir fæti. Og fag- urt var að sjá, hvítan sólglitrandi snjó- inn; hann glóði eins og silfur og kristall- ar; landið var í hátíðabúningi jólanna. Þau gengu og- töluðu hlýlega saman um ástkæru börnin sín. En hve það var gott, að önnu og Georg gekk vel með kaupsýslu sína. Þau höfðu verið hálf kvíðafull í fyrstu, því að þau höfðu lagt alla sína peninga í verzlun- ina til þess að eignast hana að fullu, og þau voru óvön öllu slíku. Þau Anna og Georg höfðu kynnst inni í kaupstaðn- um, þar sem hún var á vist hjá kaup- manni e.inum. Georg var verzlunarþjónn og gegndi trúnaðarstarfi, en hann var félaus, svo að gömlu hjónin höfðu orðið að koma þeim á rekspölinn. Það gekk nú örðugt í fyrstu; en nú var allt komið vel á veg. Georg var duglegur og skyn- samur, og hann kunni að meta það, sem tengdaforeldrarnir höfðu gert fyrir hann og önnu, og henni var það gleði, er hún sá, að Georg og foreldrar hennar höfðu hvert annað í hávegum. Það voru því glöð gamalmenni, sem bar að húsi kaupmannsins. Og þeim var vel fagnað. Jólagleðin hvíldi nú yfir öllu, eins og hugboð. Það varð starf Kristín- ar gömlu að annast barnið í vöggunni. En Hans gekk hringinn í kring og gladdist af því góða skipulági, sem þar var á öllu heimilinu og í verzluninni, masaði við síðustu viðskiftavinina og talaði hlýlega til allra. Afgreiðslumenn- irnir áttu annríkt óg allstaðar voru menn í góðu skapi.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.