Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Blaðsíða 8
í innlendri eftirspurn, þannig að ekki dragi verulega
úr atvinnu. Þegar hin mikla umframeftirspurn eftir
erlendum gjaldeyri er höfð í huga verður að telja
þessi viðbörgð að mörgu leyti eðlileg. Þar sem vand-
inn, sem við er að glíma, er svo mikill sem raun ber
vilni, er liins vegar ólíklegt, að nokkrum viðhlítandi
árangri verði náð til lausnar honum, nema talsverð
minnkun verði á þeirri etfirspurn, sem verið hefur.
Afleiðingarnar hljóta því að verða talsverð minnk-
un umsvifa í iðnaðinum. Enda varð aukning iðnað-
arframleiðslu á árinu 1974 minni en verið hefur um
langt árabil, þrátt fyrir að langt sé í land með að
vandinn liafi verið leyslur. Þó má segja að hingað
til hafi ekki borið á verkefnaskorti hjá iðnfyrirtækj-
unum, en langt er síðan útlitið hefur verið eins mik-
illi óvissu háð og nú.
Á síðustu tveimur árum dró verulega úr þeim
vexti, sem verið hefur í byggingaiðnaðinum um ára-
bil. Á árinu 1973 varð að vísu nokkur aukning í
iðnaðinum miðað við árið áður, en nú var aukn-
ingin miklu hægari en verið hafði.
Þrátt fyrir að í upphafi ársins 1975 væru fleiri
íbúðir í smíðum en nokkru sinni áður, bendir margt
til þess að vöxturinn í byggingariðnaðinum verði
minni á þessu ári en í fyrra. Segja má að hingað til
hafi verið nægileg verkefni í byggingariðnaðinum,
en hins vegar hefur hin mikla spenna, sem verið
hefur á vinnumarkaðinum minnkað að mun, þótt
ekki hafi enn komið til atvinnuleysis. Útlitið hefur
sjaldan verað meiri óvissu liáð en nú, og bendir
margt til að iðnaðurinn stefni inn í öldudal, ekki
ósvipaðan og á erfiðleikaárunum 1966—1968. Þetta
er háskaleg þróun, ekki síst þar sem ekki hafði tek-
ist að brúa það bil, sem myndast hafði milli fram-
boðs og eftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði, og er
hætta á að það breikki nú enn meir en verið hefur.
Þannig hefur byggingariðnaðurinn orðið fyrir
mjög miklum sveiflum. Það er raunar ekkert nýtt,
að hann verði fyrir áhrifum frá ytri skilyrðum cfna-
liagslílsins og má reyndar segja að allar hagsveiflur
endurspeglist í honum, j)ó með einhverjum tíma-
drætti. Þessar sveiflur eru ekki aðeins skaðlegar eða
óheppilegar fyrir þjóðfélagið, vegna þeirra verð-
hækkana sem þær valda, heldur eru þær gífurlegur
vandi fyrir byggingariðnaðinn sjálfan. Litlir mögu-
leikar verða til að áætla og skipuleggja til langs tíma
og sífellt ei verið að leysa skammtímavandamál. Það
er mjög mikilvægt að gerðar séu ráðstafanir til að
draga úr þessum sveiflum í byggingarstarfseminni.
Það er eftirtektarvert, að þetta verður best gert nreð
almennum sveiflujöfnunaraðgerðum í efnahags- og
atvinnulífi þjóðarinnar, þótt auðvitað sé hægt að
koma í veg fyrir þær með öðrum ráðum. Landssam-
bandið mun á næstunni reyna að einbeita sé að því
að sýna fram á þýðingu byggingariðnaðarins fyrir
alnrenna iðnþróun og benda á mikilvægi þess fyrir
þjóðarbúið að fyrirtækjum í byggingariðnaði séu
sköpuð þau skilyrði, sem nauðsynleg eru hverri at-
vinnugrein, til að hún geti náð þeirri rekstrarhag-
kvæmni, sem af henni er krafist.
Að undanförnu hafa átt sér stað nokkrar umræður
um byggingariðnaðinn og hefur m. a. verið gerð
sérstök úttekt á honum á vegunr Rannsóknaráðs
ríkisins. Ekki er nema gott eitt að segja um allar
umræður og tillögur sem gætu orðið til þess að gera
raunhæfar og skynsamlegar úrbætur, sem vissulega
er þörf á að gera á byggingariðnaðinunr og ytri skil-
yrðum hans.
Þrátt fyrir að ýnrislegt gagnlegt hafi komið fram
í jressu sambandi hafa sumir fjölmiðlar einfaldað
hlutina býsna mikið og skellt skuldinni að verulegu
leyti á iðnaðarmennina. Það er alltaf hætta á að svo
fari þegar iðnaðarmennirnir sjálfir hafa ekki fengið
tækifæri lil að taka neinn þátt í tillögum og ábend-
ingttm, sem fram eru settar. Það má búast við að
lítið verði hlustað á varnaðarorð þeirra, ef þeir
korna ckki með sína eigin stefnu og tillögur um
lausn ákveðinna vandamála byggingariðnaðarins og
bera þær hiklaust fram fyrir almenning og stjórn-
völd. Landssambandið mun beita sér fyrir slíkri
stefnumótun í sem fleslum iðngreinum.
Eftir mikið vaxtarskeið, sem verið hefur í málm-
iðnaðinum allt frá 1968, hafa mikil umskipti átt sér
stað. Þjóðhagsstofnun telur, eftir að liafa lagt til
grundvallar niðurstöður Hagsveifluvogar iðnaðar-
ins, að framleiðslan hafi minnkað um 1% á árinu
1974, ef miðað er við árið áður. Hins vegar varð
magnaukning á árinu 1973, sem talin er hafa numið
um 16.5%.
Ástæðuna fyrir hinni minnkandi lramleiðslu í
þessari grein má einkurn rekja til hinnar þröngu
stöðu þjóðarbúsins og þá sérstaklega erfiðleika sjáv-
arútvegsins. Þannig verður þessi grein einnig fyrir
barðinu á sveiflunum í efnahagslífinu. Afkorna
málmiðnaðarins hefur versnað rnikið að undan-
förnu vegna óraunhæfra verðslagákvæða. Við það
bælist gífurlegt vandamál vegna erfiðrar innheimtu
söluandvirðis. Samband málm- og skipasmiðja gerði
könnun á því hvað mikið væri útistandandi hjá fé-
lagsmönnum, og kom í Ijós að um síðustu áramót
áttu þeir um 1100 millj. kr. hjá viðskiptavinum
sínum. Þess ber þó að geta að hér er ekki cingöngu
um að ræða fyrirtæki, senr stunda málmsmíði og
vélaviðgerðir eingöngu, heldur einnig skipasmiðjur
og dráttarbrautir. Geta allir séð hve alvarlegt þetta
ástand er og hvaða dilk þetta dregur á eftir sér fyrir
fyrirtækin. Þetta skapar ekki aðeins fjárhagsörðug-
lcika, heldur er hér einnig unr að ræða mikla skerð-
ingu á afkomu, vegna þess nrikla vaxtakostnaðar,
sem þetta Irefur í för með sér.
8