Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Page 19
Starfsfólh Landssambancis-
ins við upphaf 36. Iðn-
þingsins. Fremri röð frá
vinstri: Oddný Ólafsdóttir,
ritari, Þórleifur Jönsson,
framkv.stj. Hulda G. Mog-
ensen, gjaldkeri. Aftari röð
frá vinstri; Arsæll Guð-
m un dsson, viðsk ip tafræð i-
nemi, Hólmfriður Gunn-
arsdóttir, ritari og Sxteinn
Hannesson, viðskiptafræð-
ingur.
prentaðri til iðnþingsfulltrúa og fylgir hún sér-
prentuð með þessu blaði Tímarits iðnaðarmanna.
Reikningar Landssambands iðnaðarmanna
fyrir árin 1973 og 1974
Þórleifur Jónsson las reikningana, skýrði þá og
svaraði fyrirspurnum, en síðan voru þeir samþykktir
samhljóða.
Fjárhagáætlun Landssambands iðnaðarnianna
1976 og 1977
Þórleifur Jónsson kerðigrein fyrir helstu liðum
fjárhagsáætlunarinnar. Var í henni gen ráð fyrir
þremur kostum, sem hver um sig byggðist á ákveðn-
um forsendum um umfang starfseminnar, starfs-
mannahaid o. fl. Fjárhagsáætlun var vísað til Fjár-
málanefndar.
Þróun verkmennta á framhaldsskólastigi
Ólafur Pálsson hafði framsögu um þetta mál og
fjallaði um þá tillögu, sem fyrir lá í formi frum-
varps til laga um þróun verkmenntunar á frarn-
haldsskólastigi. Málinu var vísað lil fræðslunefndar.
Verk- og tœknimenntun
Framsögumaður, Steinar Steinsson, fjallaði ýtar-
lega um ýmsa þætti verk- og tæknimenntunar og um
þjóðhagslegt mikilvægi endurbóta á þessu sviði.
Málinu var vísað til fræðslunefndar.
Útgáfumál Landssambands iðnaðarmanna
Framsögumaður, Sigurður Kristinsson, gerði grein
fyrir erindi útgáfunefndar til Iðnþings og rakti
ástæðurnar fyrir því, að Tímarit iðnaðarmanna
hefði ekki kornið út undanfarið. Málinu var vísað
tii allsherjarnefndar.
Erindi Stálvikur um löggildingu stálskipasmíði
sem iðngreinar
Sigurður Kristinsson hafði framsögn í þessu máli.
Urðu nokkrar umræður um málið, en því var síðan
vísað til löggjafarnefndar.
Skattamál, virðisaukaskattur, lánamál og
fjárveitingar til iðnaðar, verðlagsmál og tollamál
Framsögumaður um þessi mál var Gunnar S.
Björnsson. Ræddi hann einstaka liði á viðkomandi
þingskjölum og undirstrikaði einstök atriði þessara
mikilvægu málaflokka. Málunum var öllurn vísað til
fjármálanefndar.
Iðnminjasafn
Framsögumaður urn þetta mál var Ingólfur Finn-
bogason. Rakti hann nokktið sögu þessa safns og gat
sérstaklega um þátt Sveinbjörns Jónssonar og Iðn-
aðarmannafélagsins í Reykjavík. Málinn var vísað
til allsherjarnefndar.
Var síðan gert matarhlé. Að því loknu var fundi
fram haldið og var þá fjallað um eftirfarandi mál:
19