Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Qupperneq 31
Finnur Ó. Thorlacius lézt hinn 26. desember
1974, 91 árs að aldri, hann var fæddur að Saurbæ á
Rauðasandi 16. nóvember 1883. Foreldrar hans voru
Ólafur Ó. Thorlacius og kona hans Halldóra Ara-
dóttir er þar bjuggu.
Strax á unglingsárunum kom hagleikur Finns í
Ijós, 18 ára gamall fór hann til Patreksfjarðar í
smíðanám. Áiið 1903 fluttist liann svo til Reykja-
víkur og réðist til iðnnáms í trésmíði hjá Einari |.
Pálssyni, sem hafði mjög gott orð á sér fyrir vand-
virkni og áreiðanlegheit. Einar stóð lyrir byggingu
Iðnó skömmu fyrir aldamótin, á námsárum Finns
byggði svo Einar Iðnskólann við Vonarstræti. llæði
þessi hús lét Iðnaðarmannaíelagið í Reykjavík
byggja af miklum myndarskap og stórhug. Jafnframt
smíðanáminu gekk Finnur í Iðnskólann, sem hóf
starfsemi sína árið 1904, sem fastmótaður iðnskóli
og lauk ])rófi frá honum eftir tveggja vetra nám.
Sveinsprófi lauk 'hann 1906 sem ,,snikkari“. Ári síðar
fór Finnur svo til Danmerkur til frekara náms.
Hann aflaði sér haldgóðrar menntunar í teikningu
og bóklegum fiigum á Tekniska skólanum í Kaup-
mannahöfn, smíðaði þar síðan sveinsstykki öðru
sinni sem húsasmiður árið 1908. Að námi loknu
ferðaðist Finnur svo um tveggja ára skeið urn Dan-
mörk, Þýzkaland og Sviss, sem farandsveinn að forn-
um sið iðnaðarmanna. Frá þessu segir hann á
skemmtilegan háttt í endurminningum sínum:
Smiður í fjórum löndum, sem út kom árið 1960. Á
þessum árum kynntist hann vel atvinnuháttum og
menningu í Evrópu. Eftir heimkomuna miðlaði
hann þessari þekkingu sinni meðal iðnaðarmanna,
hann réðist sem kennari við Iðnskólann í Reykjavík
árið 1911 og kenndi þar í rúmlega 45 ár fagteikn-
ingu húsasmiða. Þá starfaði liann ennfremur við
húsabyggingar og húsateikningar. Námsför til Sviss
fór hann árið 1921.
Milli stríðsáranna voru erfiðir tímar. „Þá var svo
að segja bitisi um hvern bita, sem tiltækur var og
allt boðið niður,“ segir Finnur í endurminningum
sfnum. Á þessum árum stóð Finnur fyrir byggingu
ýmsar stórra bygginga, stundum einn eða í sam-
vinnu við aðra. Stærst þessara verkefna var fyrsti
hluti Landsspítalans. Þegar að smíði þaksins kom
beitti Finnur nýrri aðferð, sem hann hafði lært í
Þýzkalandi og hafði ekki sést liér áður. Það var að
allar sperrur voru sagaðar að lengd niður á jörðu
cftir teikningum, sem hann gerði í sannri stærð, allt
passaði þetta og þurfti ekki að saga af neinni sperru
þegar þakið var reist. Þessi aðíerð var síðan notuð
við valmaþök og er að henni mikill vinnusparnaður.
Finnur var eltirsóttur smiður, hann var því ol't til
kallaður þegar hraða þurfti verki, hann hafði
ánægju af að miðla öðrum af þekkingu sinni. Jafn-
framt því að læra hjá honum fagteikningu í húsa-
MINNING
FINNUR ÓIHORLACIUS
BYGGINGAMEISTARI
smíði í Iðnskólanum, vann ég með honum á náms-
árum mínum. Enda þótt aldursmunur hafi verið
nokkur fann maður lítið fyrir því, það finnst mér
einmitt benda til þess hvað hann hafi verið langt
á undan sinni samtíð.
Finnur var einn þeirra manna sem lét lítið yfir
sér, tranaði sér ekki fram en vann störf sín með
alúð og rósemi. Fljótlega eftir heimkomuna frá Ev-
rópulöndum gerðist Finnur félagi í Trésmiðafélagi
Reykjavíkur og Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík.
Bæði þesi félög gerðu hann að heiðursfélaga sínum,
fyrir mikil og óeigingjörn störf. Meðal annarra trún-
aðarstarfa, sem han gegndi fyrir þessi félög og stétt
sína var hann í skólanefnd Iðnskólans og húsnefnd
um skeið, vararitari í Iðnaðarmannafélaginu 1918—
32, endurskoðandi Styrktarsjóðs iðnaðarmanna. Þá
var hann formaður prófnefndar við sveinspróf húsa-
smiða í 10 ár. Kennarafélag Iðnskólans gerði hann
ennfremur að heiðursfélaga sínum.
Enda þótt Finnur hafi aldrei orðið ríkur af ver-
aldlegum auðæfum, þá var hann þó hinn mikli veit-
andi, þekkingin var hans mikli auður, hann miðlaði
al' þekkingu sinni til nemenda í húsasmíði í hartnær
hálfa öld. Nemendurnir kunna líka vel að meta
kennslu Finns, það var því ávallt nokkur tilhlökkun
jiegar tímar áttu að vera hjá lionum. Finnur stofn-
aði verðlaunasjóð, sem veita á verðlaun úr þeim
nemendum í húsasmíði, er skara fram úr. Við sem
urðum þess aðnjótandi að hafa Finn fyrir kennara
og leiðbeinanda stöndum í mikilli þakkarskuld fyrir
það og vottum aðstandendum og ættmennum hans
samúð og virðingu.
Megi minningin um góðan dreng, líf hans og störf
lengi lifa. Gissur Símonarson
31