Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Síða 38

Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Síða 38
milli eiginkvenna málara og það ágæta samstarf, sem ailtai' hefur verið við málarameistara. Þeir hafa alltaf verið boðnir og búnir til samstarfs við okkur. Nú hafa fleiri konur innan Meistarasambandsins stofnað með sér félagsskap og má þar nefna Kynn- ingarklúbbinn Björk, sem konur trésmíðameistara liafa stofnað. Við þessi tvenn samtök kvenna gátum við haft samstarf í sumar í tilefni Iðnþings, sem haldið var í Reykjavik, og vonandi vcrður áfram- hald á slíku samstarfi svo gott, sem það er. Einnig liafa eiginkonur málarasveina stofnað með sér sam- tiik. Til gamans mætti kannski geta þess, að það eru aðeins ein kvennasamtök meðal eiginkvenna mál- arameistara á Norðurlöndum, sem við vitum um, og er það Dameforeningen i Oslo, sem er reyndar búin að halda upp á 60 ára félagsstarf. Við höfum skipst á kveðjum við þær og fengið dálitla innsýn i þeirra störf. Hér hefur verið skýrt í stórum dráttum frá starli okkar. Okkar heitasta ósk er sú að þetta félagsstarf eiginkvenna málarameistara megi halda áfram á sömu braut, og eins þeirra annarra kvenna, sem hafa stuðlað að slíkum félagsskap. Mörg eru verk- efnin, sem væri hægt að vinna að, en þessi árafjöldi í okkar félagsstarfi er ekki hár, en við erum bjart- sýnar með áhugasömum konum. Sá háttur er hafður á í félagi okkar að kjósa i stjórn á tveggja ára íresti. Þessar konur eru í félags- ■stjórn nú: formaður Svava Ólafsdóttir, gjaldkeri Birna Benjamínsdóttir, ritari Jóhanna Guðmunds- dóttir, meðstjórnendur Alda Sveinsdóttir og Sigríð- ur Ingólfsdóttir og endurskoðandi Arnfríður ísaks- dóttir. Svava Ólafsdóttir. Kvenfélagið Hrund Kvenfélagið Hrund í Hafnarfirði var stofnað 6. marz 1964 og voru stofnendur eiginkonur hafn- firskra iðnaðarmanna. Forsögu þessa máls má rekja til 23. Iðnþings ís- lendinga, en þar var mættur erindreki sænsku Iðn- samtakanna Knut Öfström og flutti mjög athyglis- vert erindi um starfsemi sænsku kvennaklúbbanna og samstarf þeirra við heildarsamtökin. Forustumenn Iðnaðarmannafélagsins í Hafnar- lirði hafa eflaust l'engið þarna nokkra kveikiu að því er síðar varð, en um þessar mundir stóðu þeir í stórræðum, höfðu keypt stóra hæð og voru að inn- rétta þar félagsheimili sitt í sjálfboðavinnu. Þrátt f'yrir þessi umsvif, og e. t. v. vegna þeirra, hvarflaði oft að þeirn það er Öfström liafði sagt í ræðu sinni, og svo fór að í desembermánuði 1963 skrilaði stjórn Iðnaðarmannafélagsins í Hafnarfirði konum allra félagsmanna og boðaði þær á fund til að ræða hugmynd að stofnun félags, eða fá vissu um vilja þeirra og áhuga til þess. Fundur þessi varð ekki fjölmennur. Ellefu konur mættu svo og stjórn Iðnaðarmannafélagsins og var þarna gerð grein fyrir hugmynd stjórnarmanna, að- stöðu þeirri er skapaðist í Félagsheimilinu svo og á hvern hátt sænsku konurnar styddu menn sína í starfi. Undirtektir voru góðar og ákveðið að láta ganga undirskriftarlista á næstu árshátíð og er ekki að orð- lengja að félagið var stofnað í marsmánuði eins og fyrr segir. Félagið hefur síðan starf'að af miklum þrótti og látið margt til sín taka og gott af sér leiða. Fyrstu Fyrsta stjórn Klúbbs eigin- kvenna málarameistara. Fremri röð frá vinstri: Sigriður Þórðardóttir, Svava Ólafsdóttir, Sigriður Páls- dóttir. Aftari röð frá vinstri: Fjóla Finnboga- dóttir, Arnfriður fsaksdótt- ir, fíirna fíenjamínsdóttir. 38

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.