Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Síða 39

Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Síða 39
Stjórn Kvenfélagsins Hrundar. Fremri röö frá vinstri: Ásta Lárusdóttir, ritari, Anna Danielsdóttir, formaður og RagnheiÖur Kristinsdóttir, gjaldkeri. Aftari röð frá vinstri: Krist- in I’ orva rða rd óttir, fjár- málaritari og Sigrún Stef- ánsdóttir, varaformaður. eldskírn sína hlaut íélagið er félagskonum var íalið að fæða þingheim er lðnþing var haldið í Hafnar- firði 1965 og tókst þetta með miklum ágætum. Samvinna félaganna hefur alla tíð verið mikil og ánægjuleg, og hefur Iðnaðarmannafélaginu verið mikill styrkur að starfi kvenfélagsins. í byrjun starl's í Félagsheimilinu voru konum afhentir 15 kassar af öli og var það framlag Iðnaðarmannafélagsins til þeirra og jafnframt var þeim falið að reka veitinga- starfsemi sem fram færi í húsinu. Þetta hefur tekist l'yrir dugnað margra þeirra, sem lagt liala hönd á plóginn og eiga þær nú allt sem til þarf í eldhús auk þess sem þær hafa séð um að salurinn væri ávallt til sóma og í góðu standi. Þá hafa þær lagt Félagsheim- ilinu til píanó og margt fleira mætti upp telja. Þátttaka þeirra í nefndum á vegum Iðnaðar- mannafélagsins í Hafnarfirði hefur og verið mikil og má nefna fræðslu- og skemmtinefnd, ferðanelnd og jólatrésnefnd. Þá störfuðu þær og mikið með æskulýðsklúbbnum, sem félögin stofnuðu 1965 og starfaði um nokkurra ára skeið. Hrund hefur einnig á ýmsan hátt haldið uppi fjölbreytilegu starfi innan síns félags, verið með skcmmtiatriði, þær hafa einnig skipst á stökum líkt og bestu skáklfákar iðnþinga og má hér á eftir sjá nokkur sýnishorn. Þakkarkveðjur frá Hrund lil Meistarasambands byggingarmanna að loknu Iðnþingi 1973. Karlmannslausar kúrðum við, en þurftum ei að kvarta, því meistarafélags meðalið yljaði manni um hjarta. Heiður ykkar herramennsku, hana meta kunnum við. Ei mun þetta falla í gleymsku, ástarkveðjur meðtakið. Og að loknu námskeiði, kveðja til Unnar As- grímsdóttur. Vankunnandi vorum við, það núna best við fundum. En úr því bætti allt jtitt lið í góðum kennslustundum. Flestar konur ættu scnn í fótspor okkar feta. Þá myndu þeirra eiginmenn J>ær betur kunna að meta. Ástarþakkir við j>ér færum fyrir þína tilsögn alla. Allt }>að sem við hjá J>ér lærðum ei má nú í gleymsku falla. Hrundarkonur hafa og haldið fjölmörg námskeið, árlegan sumarfagnað og jólafund og um nokkur ár séð um dagskrá á opnu húsi fyrir Styrktarfélag aklr- aðra í Hafnaríirði. Félagskonur eru nú 87 og er félagið aðili að Bandalagi kvenna í Hafnarfirði. Fyrsti formaður félagsins var frú Sigríður Jónsdóttir, en nú er for- maður Anna Daníelsdóttir og aðrar í stjórn eru Ásta Lárusdóttir ritari, Ragnheiður Kristinsdóttir gjald- keri, Sigrún Stefánsdóttir varaformaður og Kristín Þorvarðardóttir fj ármálaritari. 39

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.