Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Side 46

Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Side 46
gerðar. Gagnstætt því sem er hér á landi, þar senr skortur á upplýsingum er lielsta vandamálið í þess- um efnum, telja svíar nú vera of langt gengið í gagnasöfnun og þurfi því að velja meira úr það sem máli skiptir, en sleppa öðru. Vakin var athygli á því, hve mikla vinnu fyrirtækin þurfa að leggja á sig til að fylla út alls konar eyðublöð og veita upplýsingar vegna skattainnheimtunnar. Er í þvi sambandi sérstaklega bent á hve hart þetta komi niður á smáiðnfyrirtækjum og iðnmeisturum, sem oft þurfi að leysa þessi störf af hendi á kvöldin og í öðrum frítímum sínum. Er þetta talið ósann- gjarnt og ekki talið óeðlilegt að greiðsla komi fyr- ir. Þá var bent á, að hið opinbera heimtar alls konar upplýsingar í öllum mögulegunr tilgangi og er talið að upplýsingasöfnunin sé farin að ganga allmikið út í öfgar. í umræðum á þinginu var undirstrikað, að oft á tíðum tekur langan tínra að fylla út hin ýmsu eyðublöð, sérstaklega vegna þess, að bókhald fyrirtækjanna er ekki aðlagað hagtöflu- þörfinni. Þannig væru upplýsingarnar, sem urn er spurt ekki á takteinum og því oft erfitt og tafsamt að finna þær. I umræðunum var einnig undirstrik- að og lögð mikil áhersla á, hve þýðingarmikið sé að ákveðnar upplýsingar séu til um atvinnulífið og þeim safnað reglulega á einn stað, til þess að fyrirtækin, samtökin og hið opinbera gætu byggt ákvarðanir sínar á traustum grunni. Hins vegar samþykkti þingið að fela stjórninni að vinna að því að fá hið opinbera til að einfalda upplýsinga- söfnunina í samræmi við þær hugmyndir, sem fram komu í ályktunum þingsins. í tveimur ályktunum er rætt urn launatengdan kostnað og vakin athygli á því, að sífellt færist í vöxt að launþegar og stjórnmálamenn í Svíþjóð vilji leysa fjármögnunarvandamál með launatengd- um gjöldum. Bent var á að hér væri hættuleg þró- un á ferðinni af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi hefðu launþegar enga hugmynd um hvað þeir í raun og veru kosta fyrirtækin. Var samþykkt að stjórn Sænska iðnsambandsins beitti sér fyrir gerð eyðublaðs með sundurliðun launakostnaðar og launatcngdra gjalda, sem fyrirtækin gætu notað sem launaujrpgjör fyrir starfsmenn sína. Þá var í öðru lagi bent á, að hin háu launatengdu gjöld ýta verulega undir stofnun svartamarkaðsfyrirtækja og skapa þannig veruleg vandamál. Þegar launatengd- ur kostnaður er orðinn hár, skapast skilyrði fyrir þá, sem vilja stunda ólöglega starfsemi og selja mönnum vinnu og þjónustu án þess að upp sé gef- ið til skatts og er launatengdu gjöldunum þá oftast sleppt. Vakin var athygli á því hvernig launþegar nota sér þetta, og vinna sjálfstætt utan reglulegs vinnutíma. Eins og fram kemur hér að framan, var einnig rætt um þetta á Norræna iðnþinginu 1974 og hafa samtökin á öllum Norðurlöndunum vax- andi áhyggjur af þróuninni í þessum efnum. í tillögu að ályktun frá framleiðendum í stein- steyjruiðnaði var vakin athygli á þeim margvíslegu málaflokkum, senr eru sameiginlegir hjá Sænska iðnsambandinu og iðnrekendafélaginu. Segir þar, að jrótt ekki séu rnjög rnörg fyrirtæki í báðum samtökunum, þá sé það þó til og hafi það liaft í för með sér nokkur vandamál. Lagði félagið til, að gert væri stóraukið átak í því að auka sam- vinnu milli sanrtakanna og jafnvel yrði hugað að samruna þeirra. í greinargerð stjórnar Sænska iðn- sambandsins varðandi þetta mál er á það bent, að margt hafi verið gert til að auka samvinnu þessara samtaka á undanförnum árum. Hins vegar taldi stjórnin rétt að ekki væri nóg að gert og lagði því til, að tillagan væri samþykkt. Stjórnin lagði þó áherslu á í umsögn sinni, að ávallt væri um einhvern áherslumun að ræða í baráttu félags- samtaka í einstökum málefnum. Þannig einbeitti Sænska iðnsambandið sér fyrst og fremst að því að gæta hagsmuna lítilla og meðalstórra fyrirtækja, og hefði að þessu leyti sérstöðu. Væri þetta sérstaklega mikilvægt þegar rætt væri um samruna samtakanna og væri Ijóst, að Sænska iðnsambandið myndi halda last við að gæta hagsmuna þessara fyrirtækja, jafn- vel þótt um aukna samvinnu við önnur samtök yrði að ræða. Þingið samþykkti að fela stjórninni að vinna enn frekar en gert hefur verið að því að auka samvinnu samtakanna, bæði að Jrví er varðar dagllegt samstarf Og sameiginlega stefnu- mótun í þeiin málaflokkum, sem samciginlegir eru. í einni ályktuninni, sem fjallar um rétt til að stofna og reka fyrirtæki og um löggildingu, er því haldið fram, að Jrað frjálsræði, sem ríkir í Sví- þjóð um rétt allra til að stofnsetja fyrirtæki, beri að taka til endurskoðunar. Telur félagið, sem þessa ályktun bar fram, að Jjað sé ekki óeðlileg krafa, að sá sem vill setja á stofn fyrirtæki, ætti að hafa áður hlotið viðurkennda menntun í þeirri grein atvinnurekstrar, sem hann hyggst reka fyr- irtækið í. Þannig Jjyrfti viðkomandi að geta sann- að tæknilega, faglega og viðskiptalega Jrekkingu lil að öðlast rétt til að stoína fyrirtæki. í ályktuninnl segir, að til Jress að tryggja sem liæfasta atvinnu rekendur Jrurfi Jrví að setja um þetta löggjöf. Er ! þessu sambandi bent á vandann, er stafar ai: svartamarkaðsfyrirtækjunum. Stjórn Sænska iðnsambandsins fjallar ítarlega um Jjessa ályktun. Segir Jrar, að stjórnin hafi all víða átt tækifæri til að ræða þett.a mál með áhrifaaðilum innan Svíþjóðar, og eru nefnd nokkur dæmi slíks. Kemur og fram í umsögninni, að nokkur áhugi hefur verið á að gera kröfur um hæfni viðkomandi atvinnurekenda, þótt ekki hafi ennþá tekist að íá 46

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.