Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Page 50

Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Page 50
sinna vébanda 10—12% at' heild- armannaflanum í landinu. Verður að telja fyllilega tímabært að óska þess íyrir hönd byggingariðnaðar- ins, að opinberir aðilar, sem sjá um hagskýrslugerð í landinu láti ekki lengi enn hjá líða að fjalla að nokkru marki um svo veigamikinn þátt atvinnulífsins. Það skal einnig undirstrikað, að ekki er nóg að fjalla nánar um byggingariðnað- inn í heild, þó þar væri strax um að ræða framför frá núverandi ástandi. Undirgreinar í byggingar- iðnaði eiga í mörgum tilfellum ekki frekar samleið en greinar svo- nefnds „almenns iðnaðar" eða verslunar, en fyrir þessar greinar eru gerð sundurliðuð rekstrar- og efnahagsyfirlit. Um síðustn áramót var af hálfu Framkvænulastofnunar ríkisins og Landssambands iðnaðarmanna á- kveðið að gera tilraun til að afla ýmissa þeirra upplýsinga um bygg- ingariðnaðinn í landinu, sem ekki eru fyrir hendi, en verða að teljast ómissandi við raunhæla athugun á málefnum atvinnugreinarinnar. Má í aðalatriðum skipta spurn- ingunum í eftirfarandi þætti: A. Verksvið B. Vinnuafl C. Framleiðsla D. Rekstrarhættir E. Eignir (heildartölur) F. Vélaeign G. Nýting afkastagetu H. Aðrar upplýsingar Könnun þessi nær til um 220 íyrirtækja og einstaklinga í liin- um ýmsu greinum byggingariðn- aðar og er úrtakið valið á grund- velli sérstakrar tölvuútskriftar yfir slysatryggðar vinnuvikur einstakra fyrirtækja 1974, sem Landssam- band iðnaðarmanna lét gera s.l. haust og nær til alls iðnaðar (allra iðngreina). Upplýsingarnar, sem fram koma í tölvuútskriftinni samsvara í einni heild bæði Slysatryggingaskrá Hag- stofunnar og Atvinnugreinaskrá Þjóðhagsstofnunar, en liggja fyrir sem bráðabirgðatölur um i/2 ári áður en áðurnefndar opinberar skrár. Ætlunin er að láta vinna slíkar skrár árlega framvegis og ættu þá upplýsingarnar að liggja fyrir síðla sumars ár hvert. Þótt mun minna sé til af upp- lýsingum um byggingariðnaðinn en æskilegt væri, liggja þó fyrir um hann nokkrar upplýsingar eins og áður er sagt. Hér á eftir fara nokkrar hugleiðingar um þróun þessarar atvinnugreinar að undan- förnu og líkleg framtíðarviðhorf eins og gera má ráð fyrir að þau séu, ef dæma má af fyrri reynslu. Mynd 1. Á þessari mynd, sem sýnir þró- un nokkurra helstu þjóðhags- stærða frá 1965 sést greinilega hversu gífurlegar sveiflur verða í fjárfestingunni, sem endurspeglar margfalt sérhvert frávik í þróun þjóðarframleiðslu. Miklu minni sveiflur verða aftur á móti í einka- neyslunni, með hugsanlegri und- antekningu milli áranna 1974— 1975, en um það liggja ekki fyrir endanlegar tölur. Samneyslan virðist á hinn bóg- inn nánast úr tengslum við efna- hagsástandið í þjóðfélaginu, og hefur vaxið um nálægt 5—6% á ári allt tlmabilið 1965—1974. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að dregið hafi úr þessari aukningu 1975 og gert er ráð fyrir að sam- neyslan verði óbreytt 1976 frá 1975, en 1975 var einnig ætlunin að halda samneyslunni óbreyttri, en tókst ekki þá. Eins og fram hefur komið í spá Þjóðhagsstofnunar fyrir árið 1975 og „fyrstu hugmyndum" 1976, er gert ráð fyrir verulegum sam- drætti í fjárfestingu bæði árin. Er talið að fjármunamyndun í heild hafi dregist saman um nálega 3% 1975 miðað við 1974. Þá segir í 5. hefti Þjóðarbúskapsins, október 1975: „í ár (þ. e. 1975) er talið, að umsvif við byggingu íbúðarhúsa dragist saman í heild um 5%. Er þetta c. t. v. heldur minni sam- dráttur en reikna mætti með við ríkjandi efnahagsástand, en þess ber að gæta að íbúðir í smíðum í ársbyrjun (1975) hafa aldrei verið fleiri.“ Eins og áður sagði er nú gert ráð fyrir frekari samdrætti í heildarfjárfestingu á þessu ári og hefur talan 9.4% verið setl fram, sem líkleg í því sambandi. Skal tekið fram, að jiá er gert ráð fyrir, að þjóðarframleiðsla sé nánast óbreytt, (4% aukning eða óbreytt útflutningsframleiðsla sjávaraf- urða). Ef leitá:á svars við spurningunni um jjað, livað muni gerast í bygg- 50

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.