Fréttablaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 4
4 13. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
KOMIN TIL AÐ VERA, NÓTTIN EFTIR INGUNNI SNÆDAL
METSÖLULJÓÐSKÁLDIÐ
AF JÖKULDAL!
Tilnefnd til
Íslensku bókmennta-
verðlaunanna
2006
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
í dag sendir Ingunn Snædal frá
sér nýja ljóðabók. Hún er um
ástina. Eða skort á henni?
Komin til að vera, nóttin er fjórða
ljóðabók Ingunnar Snædal.
Fögnum útgáfunni
í Eymundsson
Skólavörðustíg kl. 17
í dag. Ingunn les.
Velkomin!
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
23°
14°
9°
11°
14°
12°
15°
9°
9°
24°
15°
25°
11°
22°
1°
16°
14°
4°
Á MORGUN
8-15 m/s, hvassast með
ströndum landsins.
SUNNUDAGUR
Stíf norðanátt með
norðurströndinni.
5
6
4
4
3
4
6
2
8
6
7
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
3 2
4
6
3
1 1
2
5
HELGARHORFUR
Það verður áfram
heldur vindasamt
hjá okkur um
helgina. Á laugar-
daginn verður áttin
norðaustlægari með
slyddu norðantil og
rigningu eystra. Á
sunnudaginn verður
nokkuð stíf og svöl
norðanátt með
éljum norðantil.
Það verður einna
bjartast suðvestan-
lands.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður
EFNAHAGSMÁL. „Ég er hjartanlega
ósammála. Þetta er auðvitað það
sem við erum að fást við framar
öllu öðru,“ segir Gylfi Magnússon,
efnahags- og viðskiptaráðherra,
sem vísar því á bug að endurreisn
bankakerfisins sé ekki í forgangi
hjá ríkisstjórninni. Sú gagnrýni
kom fram í máli Mats Josefson,
sænsks ráðgjafa ríkisstjórnarinn-
ar um endurreisn bankakerfisins,
á ráðstefnu í Reykjavík á miðviku-
dag.
„Ég verð líka að vera ósam-
mála honum um það að endurreisn
bankakerfisins hafi gengið hægt,“
segir Gylfi. „Ég held þvert á móti
að það sé einsdæmi að menn nái
svona langt á ekki nema rétt rúmu
ári miðað við hversu mikið gekk á
og hversu mikill vandinn var sem
ríkisstjórnin fékk í fangið fyrir 13
mánuðum.“
Gylfi segir að helst standi mál-
efni sparisjóðanna nú út af borð-
inu „en það verður vonandi hægt
að ganga frá því á næstu vikum.“
Ríkið ætlar að leggja endurreist-
um sparisjóðum til allt að 20 pró-
sent af eigin fé en Gylfi segir að
niðurstaða hafi strandað viðræð-
um um að kröfuhafar gefi eftir
þannig að framlag ríkisins dugi
til að endurreisa sjóðina. -pg
Viðskiptaráðherra hafnar gagnrýni Mats Josefson um að endurreisn gangi hægt:
Einsdæmi hve mikið hefur áunnist
GYLFI
MAGNÚSSON
MATS
JOSEFSON
Ég verð líka að vera ósam-
mála honum um það að
endurreisn bankakerfisins hafi
gengið hægt.
GYLFI MAGNÚSSON
VIÐSKIPTARÁÐHERRA
BANDARÍKIN Barack Obama
Bandaríkjaforseti hefur hafið
fyrstu opinberu heimsókn sína
sem forseti til Asíu.
Obama verður í átta daga í
Japan, Singapúr, Kína og Suður-
Kóreu. Hann mun hitta ráða-
menn og mun auk þess eiga fund
með Dmitry Medvedev, forseta
Rússlands, og Susilo Bambang
Yudhoyono, forseta Indónesíu.
Obama vill með ferðinni leggja
áherslu á mikilvægi Asíuþjóða
sem bandamenn Bandaríkjanna
í efnahagsmálum, kjarnorkuaf-
vopnun, stríðinu í Afganistan og
baráttunni gegn loftslagsbreyt-
ingum. - þeb
Opinber heimsókn forsetans:
Obama í Asíu í
fyrsta skipti
FJÁRMÁL Samkvæmt hugmyndum
um þrepaskiptan tekjuskatt, sem
hafa verið ræddar í fjármálaráðu-
neytinu, yrði skatthlutfall hæst
rúmlega 41 prósent. Það mundi
gilda fyrir þá sem væru með 1,6
milljónir á mánuði eða meira.
Tekið skal fram að aðeins er um
hugmyndir á viðræðustigi að
ræða; ekkert hefur verið ákveð-
ið.
Þetta sést ef rýnt er í tölur fyr-
irtækisins Datamarket, sem sett
hefur tillögurnar upp á mynd-
rænan hátt. Þar sést að þeir sem
eru með 330 þúsund eða minna í
mánaðarlaun munu greiða minna
í skatt en þeir gera nú. Það mun
gagnast um 11.200 hjónum.
Verði þrepatillögurnar að veru-
leika fer skattheimtan hækkandi
í samræmi við launin. Þeir sem
eru með 1,6 milljónir á mánuði
greiða, samkvæmt tillögunum,
þá rúmlega tveimur prósent-
um meira í skatt en samkvæmt
núverandi kerfi.
Í þessum tölum er gert ráð
fyrir að skatthlutfall af meðal-
tekjum nú sé 28 prósent, að teknu
tilliti til persónuafsláttar. Þar við
bætist útsvar, sem er mismunandi
eftir sveitarfélögum.
Eiginlegt skatthlutfall þeirra
sem eru með 400 þúsund á mán-
uði yrði 27,424 prósent, en er nú
26,649 prósent. Þeir sem eru
með 500 þúsund krónur greiða
nú 28,8 prósenta skatt, svo dæmi
séu tekin.
Rétt er að taka fram að þær til-
lögur sem verið hafa í umræð-
unni eru aðeins hugmyndir á við-
ræðustigi. Ljóst er að ekki ríkir
um þær sátt og er verið að semja
á milli stjórnarflokkanna þar
um. Stefnt er að því að klára þær
um helgina. Þá verða þær lagðar
fyrir Alþingi til umræðu. Í dag
fer fram utandagskrárumræða
á þingi að beiðni Bjarna Bene-
diktssonar, formanns Sjálfstæð-
isflokksins.
Samkvæmt núverandi skatt-
kerfi greiða þeir sem eru með
yfir 730 þúsund á mánuði átta
prósent aukalega í skatt á hverj-
ar umfram 100 þúsund krónur.
Það mun breytast eins og annað
í kerfinu, þegar nýja kerfið tekur
við; hvernig sem það verður.
kolbeinn@frettabladid.is
GENGIÐ 12.11.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
239,4598
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
124,44 125,04
206,02 207,02
185,94 186,98
24,984 25,130
22,186 22,316
18,164 18,270
1,3852 1,3934
198,91 200,09
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Skatthlutfall yrði
hæst um 41 prósent
Verði hugmyndir um þrepaskiptan skatt að veruleika verður hæsta skatthlutfall
rúm 41 prósent. Skattar á tekjur undir 330 þúsund krónum munu lækka. Verið
er að útfæra skattatillögur sem verða lagðar fyrir ríkisstjórnarfund á þriðjudag.
Í frétt á síðu átta í Fréttablaðinu í gær
var sagt að frestur til kröfulýsingar í
þrotabú Glitnis rynni út 29. nóvem-
ber. Það er rangt. Hið rétta er að
fresturinn rennur út 26. nóvember.
LEIÐRÉTTING
RÚSSLAND, AP Dmitrí Medvedev
Rússlandsforseti segir að Rúss-
land verði að nútímavæðast.
Efnahagslífið megi ekki vera jafn
háð hráefnisútflutningi og verið
hefur heldur þurfi að tileinka sér
nútíma hátækni.
„Virðing og velferð landsins
getur ekki til eilífðar verið byggð
á fortíðarafrekum,“ sagði hann í
stefnuræðu sinni, sem hann las í
gær. „Við getum ekki beðið leng-
ur. Við verðum að hefja nútíma-
væðingu alls undirstöðuiðnað-
ar. Afkoma þjóðarinnar í heimi
nútímans er undir því komin.“ - gb
Stefnuræða Medvedevs:
Rússland þarf
nútímavæðingu
DMITRÍ MEDVEDEV Hvetur þjóð sína til
dáða. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 1.600
50
40
30
20
10
0 %
Núverandi skattkerfi til samanburðar
Eiginlegt skatthlutfall
Skatthlutfall samkvæmt hugmyndum um þrepakerfi
Í þúsundum króna
HEIMILD: DATAMARKET
BANDARÍKIN, AP Lögregluyfirvöld
í Missouri í Bandaríkjunum leita
nú að glerkrukkum sem grafn-
ar voru á sveitabæ einum og eru
taldar innihalda frásagnir barna
af grófu kynferðisofbeldi. Börnin
og grunaðir ofbeldismenn þeirra,
sem eru fimm talsins og hafa
verið handteknir, eru úr sömu
fjölskyldunni. Kona gaf sig fram
við lögreglu og veitti upplýsing-
ar um glæpina sem áttu sér stað á
árunum 1988 til 1995.
Mennirnir hafa verið kærðir
fyrir fjölda kynferðisglæpa og
fyrir að neyða börn til að ganga í
hjónaband og gangast undir fóst-
ureyðingar. Fórnarlömb þeirra
voru öll yngri en tólf ára. Lög-
regla útilokar ekki að lík muni
finnast á landareigninni. - shá
Fimm karlar svívirtu börn:
Grófu bréf um
misnotkun
LEITA SÖNNUNARGAGNA Börnin settu
miða í glerkrukkur sem lýstu kynferðis-
ofbeldi ættingja. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Áætlun að ganga eftir
Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæj-
ar fyrir árið 2009 gengur að mestu
eftir. Bæjarráð þakkar starfsmönnum
og stjórnendum bæjarins þennan
árangur. Áframhaldandi samstillt átak
getur komið í veg fyrir auknar álögur
og þjónustuskerðingu, segir í bókun
ráðsins.
VESTMANNAEYJAR
ÁSTRALÍA, AP Stór ísjaki sást frá
Macquarie-eyju, sem er mitt á
milli Nýja-Sjálands og Suður-
skautslandsins í gær.
Vísindamenn voru að störfum á
eyjunni þegar þeir sáu ísjakann.
Mjög sjaldgæft er að ísjakar sjá-
ist á þessum slóðum, þeir eru yfir-
leitt nær Suðurskautslandinu.
Vísindamennirnir telja að ísjak-
inn sé brot úr stórum ísjaka sem
brotnaði frá Suðurskautslandinu á
árunum 2000 til 2002. Talið er að
hann muni bráðna hratt eftir því
sem hann fer norðar, en þangað
til getur skipum á svæðinu stafað
hætta af honum. - þeb
Sjaldgæf sjón vísindamanna:
Sáu ísjaka ná-
lægt Ástralíu
Lúxemborg 16
Sviss 14
Portúgal 7
Frakkland 6
Bandaríkin 6
Finnland 5
Holland 4
Kanada 4
Bretland 3
Danmörk 3
Svíþjóð 2
Ísland 2
SKATTÞREP Í ÝMSUM
OECD-RÍKJUM 2006