Fréttablaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 54
34 13. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
ÁRNI MAGNÚSSON (1663-1730) ER
TALINN HAFA FÆÐST ÞENNAN DAG.
„En Fin, allt hvað eldra er
en 1560 hverju nafni sem
það heitir er ég svo smáþæg-
ur um að ég held það fyrir
thesaurum, hversu lítið sem í
það er spunnið hvað um sig.“
Árni Magnússon handrita safnari
í bréfi til Björns Þorleifssonar
Hólabiskups.
Á þessum degi árið 1946 var
flugvöllurinn í Vestmannaeyjum
formlega tekinn í notkun.
Jóhann Þ. Jósefsson átti frum-
kvæðið í flugvallarmálum Vest-
mannaeyinga, enda var hann
alþingismaður þeirra. Hann,
ásamt reyndum flugmönnum,
gerði frumathuganir á skilyrðum
á Heimaey til flugvallagerðar.
Varðskipið Ægir kom til Vest-
mannaeyja 11. nóvember 1945
fullhlaðið af stórvirkum vinnu-
vélum. Það var svo um mitt
sumar 1946 að farið var að keyra rauðamöl úr
Helgafelli í yfirborð flugvallarins.
Fyrsta flugvélin, sem var tveggja sæta Piper Cub
J-3 TF-KAK, lenti á flugbrautinni hinn 14. ágúst
1946. Flugbrautin var þá 250
m löng.
Daglegt áætlunarflug hófst
skömmu síðar, 12. október, á
vegum Loftleiða. Vígsla flug-
vallarins var 13. nóvember 1946.
Við vígsluna var aðeins ein
flugbraut, austur-vestur braut-
in og var hún 700 m löng. Hún
var lengd upp í 900 m fyrir gos
og norður-suður brautin einn-
ig lögð og var hún 700 m. Lítið
var um uppfyllingarefni fram
að gosi en eftir gos var nóg af
efni, þannig að brautirnar voru lengdar og eru nú
1300 m og 1100 m. Slitlag var lagt á báðar braut-
ir árið 1990.
Heimild: www.heimaslod.is
ÞETTA GERÐIST: 13. NÓVEMBER 1946
Flugvöllur vígður í Eyjum
YFIR EYJUM
timamot@frettabladid.is
Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir,
tengdadóttir og systir,
Kristbjörg Marteinsdóttir
Birkihlíð 12, Reykjavík,
lést á Landspítalanum að morgni miðvikudagsins
11. nóvember. Útförin verður auglýst síðar.
Elías Haraldsson
Sigurlaug Tara Elíasdóttir
Marteinn Högni Elíasson
Marteinn Jóhannesson Sigurlaug Haraldsdóttir
Birkir Marteinsson Birna Berndsen
Haraldur Benediktsson Guðrún Elíasdóttir
og aðrir aðstandendur.
MERKISATBURÐIR
1939 Þýsku flutningaskipi, Par-
ana, er sökkt úti af Patr-
eksfirði og er áhöfnin
tekin til fanga af breska
herskipinu Newcastle.
Þetta er fyrsta þýska skip-
ið sem er sökkt við Ísland
í seinni heimsstyrjöldinni.
1963 Handritastofnun og Há-
skóli Íslands minnast
þriggja alda afmælis Árna
Magnússonar.
1973 Alþingi samþykkir form-
lega samning við Bret-
land um lausn landhelgis-
deilunnar vegna útfærslu
landhelginnar í 50 sjómíl-
ur.
1994 Svíar kjósa að ganga í ESB
í þjóðaratkvæðagreiðslu.
2004 Lög eru sett á verkfall
grunnskólakennara sem
staðið hafði í tvo mánuði.
Þótt Goethe stofnunin, eða Goethe-Ins-
titut, reki ekki lengur sérstaka skrif-
stofu á Íslandi er þessi höfuðstofnun
þýska ríkisins sannarlega enn virk hér
á landi. Stofnunin vinnur að útbreiðslu
þýskrar tungu og menningar sem og
eflingar samvinnu við menningar- og
menntastofnanir í öðrum löndum.
„Goethe-Institut starfaði á Íslandi
allt til ársins 1988 en var þá lokað af
hagkvæmnisástæðum. Við höfðum
þó áfram einn starfsmann á skrif-
stofu allt til ársins 2006 en síðan þá
hefur allri starfi stofnunarinnar hér á
landi verið stjórnað í gegnum Goethe-
Institut í Kaupmannahöfn,“ segir Matt-
hias Müller-Wieferig, forstöðumaður
Goethe stofnunarinnar í Kaupmanna-
höfn. Hann var staddur á Íslandi í vik-
unni til að skipuleggja starfið hér á
landi og funda með íslenskri stuðnings-
nefnd stofnunarinnar en í henni eiga
sæti fulltrúar flestra listgreina sem og
fræða- og kennslustofnana sem tengj-
ast þýskri tungu og menningu.
„Við vinnum að mörgum verkefnum
í samstarfi við íslenska aðila og höfum
með reglulegum framlögum stutt við
fjölda menningarhátíða,“ segir Müller-
Wieferig og telur upp það helsta: „Til
dæmis RIFF – alþjóðlega kvikmynda-
hátíð í Reykjavik, Airwaves – alþjóð-
lega tónlistarhátíð í borginni, Sequ-
ences – alþjóðlega hátíð framsækinna
lista, Bókmenntahátíð í Reykjavík,
leiklistarhátíðina Lokal og Danshátíð
í Reykjavík,“ segir hann og tekur fram
að í fjárhagsáætlun fyrir 2010 sé gert
ráð fyrir að framhald verði á stuðningi
við allar þessar hátíðir.
„Einnig höfum við stutt innkaup ein-
stakra bókasafna á þýsku efni og skipu-
leggjum ýmsa viðburði í samstarfi við
til dæmis Borgarbókasafn,“ segir Müll-
er-Wieferig og tekur sem dæmi alþjóð-
legu barna- og unglingabókmenntahá-
tíðina Mýrina.
Goethe-Institut hefur í gegnum árin
styrkt þýskukennslu með því að styrkja
ferðir kennara á námskeið í Þýskalandi.
Þá er nýhafið verkefnið PASCH, sem
Borgarholtsskóli tekur þátt í og stofnað
var af þýska utanríkisráðuneytinu til
eflingar þýskunámi og kennslu.
Að lokum má nefna að stofnunin er
stuðningsaðili verkefnisins „Sagenhaf-
tes Island“, eða Stórkostlega Ísland, á
Bókakaupstefnunni sem haldin verður
í Frankfurt árið 2011.
Inntur eftir því af hverju Ísland
hljóti alla þessa athygli frá Goethe-
Institut svarar Müller-Wieferig að Ís-
land og Þýskaland séu bundin sterk-
um böndum. „Margir Þjóðverjar eru
Íslandsvinir og einnig halda margir Ís-
lendingar upp á Þýskaland enda hafa
margir farið þangað til náms,“ segir
hann.
Müller-Wieferig kemur reglulega til
Íslands, um þrisvar til fjórum sinn-
um á ári. Hann segist enn ekki hafa
komist til að skoða landið utan borgar-
marka enda sé ávallt eitthvað skemmti-
legt að gerast í bænum. Hann minnist
til að mynda með gleði á kvikmynda-
maraþon tengt falli múrsins í Berlín
sem haldið var í Norræna húsið á dög-
unum. „Þangað mættu um 120 manns,
sem mér fannst hreint ótrúlegt,“ segir
hann og hlakkar strax til næstu heim-
sóknar á nýju ári. solveig@frettabladid.is
GOETHE-INSTITUT: STYRKIR MENNINGARSTARFSEMI Á ÍSLANDI
Virkt þótt skrifstofuna vanti
STYRKIR MENNINGARHÁTÍÐIR Matthias Müller-Wieferig er yfirmaður Goethe-stofnuninnar í Danmörku en segir alla starfsmenn þar í góðu sam-
starfi við fólk á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ferðaþjónustubændur á
Bjarteyjarsandi í Hvalfirði
bjóða upp á skemmtun og
útivist fyrir alla fjölskyld-
una sunnudaginn 15. nóv-
ember. Dagskráin byrjar
klukkan 10.30 með göngu-
ferð niður í fjöru þar sem
umhverfið verður skoðað
og kræklingar tíndir. Gest-
gjafarnir munu sjá um leið-
sögn og veita fræðslu um
krækling og matreiðslu
hans og smakkað verður á
aflanum.
Eftir hádegi eða um
klukkan 13 mun Íslands-
meistarinn í rúningi, Julio
Cesar Gutierres, hefjast
handa við að rýja fé í fjár-
húsunum á Bjarteyjarsandi
og gefst gestum tækifæri á
að fylgjast með. Opið verð-
ur í Galleríi Álfhóli þar sem
ýmsir handunnir munir úr
íslenskri ull, tré, gifsi, gleri
og selskinni eru til sýnis og
sölu. Þar verða á borðum
heitar vöfflur með rjóma
og heimalagaðri sultu.
Ekki má gleyma að nefna
listaverkasamkeppni sem
verður haldin fyrir yngri
kynslóðina.
Á Bjarteyjarsandi
VIÐ HAFIÐ Margt spennandi finnst í fjörunni. MYND/ÚR EINKASAFNI
Endurreisn með list er yf-
irskrift erindis sem Ásdís
Ólafsdóttir listfræðing-
ur frá París heldur í Skál-
holtsdómkirkju sunnudag-
inn 15. nóvember næstkom-
andi klukkan 14. Erindið er
hluti af sýningunni Endur-
reisn Skálholts sem opnuð
var um síðustu helgi í Skál-
holtsskóla.
Sama dag klukkan 15.30
hefst málþing í Skálholts-
skóla undir yfirskriftinni
Sjálfsmynd þjóðar. Þar verð-
ur fjallað um þjóðarhugtak-
ið, sjálfsskilning þjóðar og
sjálfsmynd. Nánari upplýs-
ingar er að finna á www.
skalholt.is
Endurreisn með list
SKÁLHOLT