Fréttablaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 49
FÖSTUDAGUR 13. nóvember 2009 3
800-1000 g smálúða
2 dl brún grjón
tikka masala-sósa
1 dl rjómi
400 g sveppir
Skerið lúðuna í þunnar
sneiðar, kryddið með
salti og pipar og
steikið í tvær mínútur
á hvorri hlið. Brúnið
grjónin í potti með
olíu (þannig klístrast
þau síður), hellið 4 dl
af vatni út í og sjóðið
á lægsta hita í ca. 40
til 50 mínútur. Brúnið
sveppina og bætið
sósunni út í(best að
kaupa tilbúna) og
hellið svo rjóma eftir
þörfum. Berið fram
með hvítlauksbrauði.
SKURÐARHNÍFAR missa bitið í uppþvottavélum þar sem stálið í
þeim þolir ekki mikinn hita og verpist. Einnig getur þvottaefnið farið illa
með bitið í hnífunum. Best er að strjúka af hnífnum með rökum klút
og bursta létt yfir hann undir meðalheitu vatni úr krananum.
Jólablað MS sem nefnist Gott í matinn kemur
út á næstu dögum. Samhliða markaðssetn-
ingu matargerðarlínunnar Gott í matinn í vor var
gefið út uppskriftablað. Nú verður annað blað
gefið út en nú með uppskriftum að brauðum
og kökum, hátíðarmatnum með hamborgar-
hrygg í aðalhlutverki og sniðugum snittum fyrir
gamlárskvöld. Einnig eru gefnar sniðugar hug-
myndir að ódýrum gjafaöskjum fyrir heimalag-
að konfekt og smákökur, bent á skemmtilega
framreiðslu á mygluostum og margt fleira.
Gott í matinn verður dreift í öll hús á landinu
á næstu dögum.
Vefsíðan hvaderimatinn.is er
bráðsniðug og auðveldar fólki
að ákveða matseðil vikunnar.
Spurningin um hvað eigi að vera
í matinn er daglegur höfuðverkur
margra. Vefsíðunni www.hvade-
rimatinn.is er ætlað að létta fólki
þá ákvörðun.
Á síðunni er fjöldi uppskrifta og
þar má auðveldlega á örskömmum
tíma setja upp matseðil viku til
mánuð fram í tímann.
Í aðgengilegri töflu á forsíðu
síðunnar er hægt að velja hve oft
í viku viðkomandi vill borða til-
teknar fæðutegundir á borð við
fisk, kjúkling, kjöt eða grænmet-
isrétti. Þegar því er lokið töfrast
fram matseðill með uppskriftum.
Hægt er að velja milli þess að hafa
réttina fyrir byrjendur eða lengra
komna í matargerð. Auk þess er
hægt að skipta réttum út ef við-
komandi líst ekki á þá.
Fyrir utan allt þetta er á síðunni
hægt að fá góð ráð um allt milli
himins og jarðar sem snertir elda-
mennsku auk þess sem fólk getur
sent inn sínar eigin uppskriftir
sem það vill deila með öðrum. - sg
Matseðill heimilis-
ins á svipstundu
Á síðunni má finna fjölda uppskrifta, bæði einfaldar og flóknar.
Smáréttir, bakstur og jólaveisla
NÝJU JÓLABLAÐI MS VERÐUR DREIFT TIL LANDSMANNA Á NÆSTUNNI.
„Viðskiptavinirnir eru alveg í skýj-
unum með þetta. Við opnuðum veit-
ingastaðinn síðasta föstudag og
það hefur verið fullt alveg síðan,“
segir Geir Vilhjálmsson, sem á og
rekur Fiskbúðina Hafberg í Gnoð-
arvogi 44 ásamt foreldrum sínum,
Vilhjálmi Hafberg og Svölu Geirs-
dóttur. Búðin fagnar fimmtán ára
afmæli sínu á þessu ári og af því
tilefni hefur verið opnaður veit-
ingastaður í sama húsnæði.
Geir segir Hafberg hafa stækk-
að og dafnað í þessi fimmtán ár.
„Veitingastaðurinn fellur mjög
vel að búðinni, þar sem glervegg-
ur skilur á milli. Þetta er hugs-
að sem hádegisverðarstaður, þar
sem áherslan er lögð á vinalegt
umhverfi og góðan mat á góðu
verði. Það þýðir ekkert að hafa
matinn of dýran þessa dagana,“
segir Geir.
Veitingastaðurinn er opinn milli
klukkan 11.30 og 14.30 á virkum
dögum. Boðið er upp á sérstakt
kynningartilboð á súpu, fisk-
rétti dagsins og kaffi fram til 15.
desember. kjartan@frettabladid.is
Opna veitingastað á
fimmtán ára afmælinu
Fiskbúðin Hafberg í Gnoðarvogi opnaði í síðustu viku veitingastað í sama húsnæði í tilefni fimmtán ára
afmælis búðarinnar. Um hádegisverðarstað er að ræða og segir eigandinn verðinu stillt í hóf.
Geir Vilhjálmsson rekur Fiskbúðina Hafberg ásamt foreldrum sínum. Veitingastaður hefur verið opnaður inn af búðinni í tilefni
fimmtán ára afmælis hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SMÁLÚÐA
með brúnum basmati grjónum, sveppum og tikka masala-sósu