Fréttablaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 10
10 13. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
SAMFÉLAGSMÁL „Hvaða lífsgildi eiga
að vera okkur leiðarljós í þróun
samfélagsins?“
Þannig verður spurt á þjóðfund-
inum í Laugardalshöll á morgun. Í
framhaldinu verður rætt um meg-
instoðir samfélagsins, eins og vel-
ferðar- og menntakerfi, atvinnu-
skapandi umhverfi, regluverk og
fleira og með hvaða hætti hægt er
að endurmóta þær í samræmi við
lífsgildin sem lögð hafa verið til
grundvallar.
Mat aðstandenda þjóðfundar-
ins er að í endurreisnarstörfum
síðustu mánaða hafi – hugsan-
lega óhjákvæmilega – verið horft
þröngt á aðkallandi verkefni og
unnið innan þröngs tímaramma.
Þjóðfundurinn gefi hins vegar
færi á að lyfta umræðunni upp úr
einstökum viðfangsefnum, horfa
lengra fram og hlusta á visku
þjóðarinnar án þess að hún komi í
gegnum síu stjórnmálaflokka eða
hagsmunasamtaka. Standa vonir
þeirra til að út úr fundinum komi
sameiginlegt gildismat og framtíð-
arsýn, auk ótal hugmynda um end-
urreisn Íslands.
Undirbúningur hefur staðið
þrotlaust síðustu vikur og mán-
uði og hefur fjöldi fólks komið að
verkinu. Allir utan einn vinna í
sjálfboðavinnu en verkefnið nýtur
stuðnings margra, einkaaðila og
opinberra.
Fundinum er ætlað að ná athygl-
inni af smáatriðum og skamm-
tímalausnum og yfir á framtíðar-
sýn þjóðarinnar. Horfa á hærra
og lengra og búa til raunverulega
umræðu um framtíð Íslands – eins
og segir í upplýsingum.
Vonir standa til að niðurstöð-
ur þjóðfundarins liggi fyrir strax
annað kvöld eða snemma á sunnu-
daginn og getur fólk kynnt sér þær
á thjodfundur2009.is.
bjorn@frettabladid.is
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
ákært mann á þrítugsaldri fyrir
að ganga berserksgang gegn lög-
reglu.
Manninum er gefið að sök að
hafa á Hellissandi í september
valdið óspektum á almannafæri
sökum ölvunar. Hann hafi opnað
og reynt að opna hurðir á lögreglu-
bifreiðum, barið með höndunum
á ytra byrði lögreglubifreiðar og
stuttu síðar hrifsað einkennishúfu
af höfði lögreglumanns.
Þá er maðurinn ákærður fyrir
að hafa skömmu síðar ráðist með
ofbeldi að öðrum lögreglumanni,
sem var við skyldustörf, með því
að skalla hann í andlitið svo hann
hlaut sár á neðri vör vinstra megin
og bólgnaði mikið.
Loks er manninum gefið að sök
að hafa eftir þetta, í lögreglubif-
reið á leið frá Útnesvegi að lög-
regluvarðstofunni í Ólafsvík, ráð-
ist með ofbeldi og hótunum að
lögreglumanni og ítrekað reynt að
skalla hann. Lögreglumaðurinn
náði að víkja sér undan höggunum.
Þá hafði maðurinn í frammi hótan-
ir um að valda lögreglumanninum
líkamstjóni síðar og fá til þess aðra
menn til liðs við sig.
Maðurinn játaði fyrsta lið
ákærunnar þegar málið var þing-
fest, en neitaði sök í hinum tveim.
- jss
LÖGREGLAN Manninum er gefið að sök
að hafa ráðist bæði á lögreglubíla og
lögreglumenn.
Maður á þrítugsaldri ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni:
Gekk berserksgang gegn lögreglu
SKRAUTLEGIR LAMPAR Þessa dagana
stendur yfir í Suður-Kóreu ljósahátíð
mikil, og hafa lampagerðarmenn
keppst við að útbúa sem skrautlegust
ljósfæri af því tilefni. NORDICPHOTOS/AFP
Rúðuþurrkur
NeoForm. Ný þurrkublöð frá Trico
NÝ ÚTGÁFA af rúðuþurrkum frá
KÆRUMÁL Persónuvernd hefur
hafnað kæru manns sem vildi
banna Fjármálaeftirlitinu (FME)
að skoða tölvupóst sinn.
Kærandinn starfar hjá fyrir-
tæki, sem FME hefur til rann-
sóknar vegna gruns um brot á
ákvæðum laga um birtingu inn-
herjaupplýsinga. Kærandinn
vildi að Persónuvernd stöðvaði
FME í að skoða póstinn þar sem
honum hefði sjálfum verið neit-
að um að vera viðstaddur skoð-
unina.
Í niðurstöðu Persónuverndar
kemur fram að skoðun póstsins
hafi verið liður í rannsókn FME
á lögbroti sem getur varðað sekt-
um eða fangelsi allt að tveimur
árum. Vegna þessa hafi Persónu-
vernd ekki valdheimildir til þess
að stöðva skoðun FME á póstin-
um. - pg
Innherjamál í rannsókn:
Vildi stöðva
skoðun FME
á tölvupósti
Samfélagið krufið og
skilgreint upp á nýtt
1.500 manns er stefnt til þjóðfundar í Laugardalshöll á morgun. Spurt verður
um lífsgildin og meginstoðir samfélagsins endurmótaðar. Færa á þjóðfélagsum-
ræðuna úr þröngum farvegi stjórnmála og hagsmuna og horfa fram á veginn.
■ 1.200 fundarmenn voru valdir handahófskennt úr þjóðskrá og 300 fulltrú-
um stofnana og samtaka er boðið til fundarins.
■ Fundarmönnum verður raðað á níu manna borð. Borðin verða 162.
■ Rætt verður um lífsgildi og endurmótun meginstoða samfélagsins með
kerfisbundnum hætti.
■ Úr á að verða framtíðarsýn byggð á skýrum grunngildum. Skilgreina á
nauðsynlegar áherslur, markmið og verkefni til að tryggja skilvirkan farveg
fyrir breytingar og aðgerðir sem ráðast þarf í.
■ Gengið er út frá því að þátttakendur skuldbindi sig til þess að taka mark á
niðurstöðum og fylgja þeim eftir.
■ Áætlaður kostnaður við þjóðfundinn er 27 milljónir. Fjölmargir aðilar; ríkis-
stjórn, sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklingar, hafa
lagt sitt af mörkum. Ríkisstjórnin lagði verkefninu til sjö milljónir króna.
Hópurinn sem stendur að baki fundinum kallar sig Mauraþúfuna. Í honum
eru Þorgils Völundarson, Guðjón Már Guðjónsson, Halla Tómasdóttir, María
Ellingsen, Lárus Ýmir Óskarsson, Bjarni Snæbjörn Jónsson, Svandís Svav-
arsdóttir, Gunnar Jónatansson, Haukur Ingi Jónasson, Sigrún Þorgeirsdóttir,
Ólafur Stephensen, Benjamín Axel Árnason, Guðfinna Bjarnadóttir og fleiri.
MAURAÞÚFAN Fólk hefur varið degi og nótt í undirbúning þjóðfundarins sem
fram fer í Laugardalshöll á morgun. Framkvæmdastjórnin hittist á fundi í hádeg-
inu í gær og fór yfir stöðuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FRAMKVÆMD ÞJÓÐFUNDARINS
PALESTÍNA, AP Mahmoud Abbas, forseti Palestínu-
stjórnar, gæti hæglega setið áfram í embætti
ótímabundið þrátt fyrir að hafa lýst því yfir að
hann ætli ekki að bjóða sig fram í kosningunum í
janúar.
Kjörstjórn Palestínustjórnar lagði nefnilega til
í gær að hætt yrði við kosningarnar. Abbas þarf
þó að gefa samþykki sitt til þess, en þarf þá heldur
ekki að hætta við að hætta við framboð til að geta
setið áfram.
Engin von virðist til þess að friðarviðræður
við Ísraela geti haldið áfram á næstunni. Nicol-
as Sarkozy Frakklandsforseti reyndi þó í gær að
hvetja Abbas til að hefja friðarviðræður á ný.
Abbas hefur ítrekað sagt að ekki komi til greina
að halda áfram friðarviðræðum meðan Ísrael-
ar haldi áfram uppbyggingu og framkvæmdum á
landtökusvæðum. Benjamín Netanjahú, forsætis-
ráðherra Ísraels, hefur sömuleiðis ítrekað neitað
að fallast á að stöðva þær framkvæmdir.
„Við gerðum það sem ætlast var af okkur,“ sagði
Abbas í gær, þegar Palestínumenn minntust þess
að fimm ár eru liðin frá því að Jasser Arafat, for-
veri Abbasar, lést. „En við horfum upp á Ísraela
taka frá okkur land og reisa þar byggðir.“ - gb
Palestínustjórn íhugar að hætta við forsetakosningar:
Abbas gæti setið áfram
SAEB EREKAT Aðalsamningafulltrúi Palestínustjórnar á fundi
með utanríkisráðherrum arabaríkjanna í Kaíró.
NORDICPHOTOS/AFP
BANDARÍKIN Nidal Hasan, sem
gekk berserksgang í herstöð
í Fort Hood í Texas í síðustu
viku, hefur verið ákærður fyrir
þrettán morð. Frá þessu var
greint í gær.
Rannsókn málsins stendur
enn yfir og er líklegt að fleiri
ákærur bætist við. Hasan er enn
á sjúkrahúsi með skotsár. Hann
er sagður hafa skotið þrettán
manns til bana; tólf hermenn og
einn óbreyttan borgara. Tugir
til viðbótar særðust og eru tólf
enn á sjúkrahúsi.
Hasan starfaði sem geðlækn-
ir í hernum. Alríkislögreglan
telur að hann hafi verið einn að
verki og sé ekki hluti af stærra
hryðjuverkaneti. - þeb
Geðlæknirinn í Fort Hood:
Ákærður fyrir
þrettán morð
FÓLK Íslensk kona, Iðunn Har-
aldsdóttir, er í framboði fyrir
Einingarlistann í Kaupmanna-
höfn í dönsku sveitarstjórnar-
kosningunum.
Iðunn, sem er 26 ára gömul,
hefur sent út kosningabækling
á Netinu þar sem hún hvetur
Íslendinga með kosningarétt
í Kaupmannahöfn til þess að
nýta atkvæðisrétt sinn.
Enhedslistinn er rauð-
grænt framboð og er í ætt við
Vinstrihreyfinguna – grænt
framboð hér á landi.
Kosningarnar fara fram
hinn 17. nóvember næstkom-
andi.
Kosningar í Kaupmannahöfn:
Íslensk kona
í framboði
VERSLUN „Þetta er pallabúð,“ segir
Jón Gerald Sullenberger, sem
opnar á morgun nýja verslun,
sem heitir Kostur, á Dalvegi 4 í
Kópavogi.
„Við verðum með fullt af nýjum
vörum; kjöt, ávexti, grænmeti,
bækur og alls konar spennandi
vörur á góðu verði,“ segir Jón Ger-
ald.
Hann kveðst gera sitt besta til
að verða samkeppnishæfur við
stóru verslanirnar á markaðnum.
„Við erum bara með eina búð og
það er erfitt að keppa við risana
en við reynum okkar besta.“
Um fjörutíu manns starfa í
versluninni og verður opið alla
daga frá 11 til 18.30. - pg
Ný verslun í Kópavogi:
Jón Gerald
opnar Kost
ALLT KLÁRT Jón Gerald Sullenberger
verður með um fjörutíu starfsmenn í
nýju versluninni. FRÉTTABLAÐIÐ STEFÁN
Fjórir á gjörgæslu
28 manns eru nú á Landspítalanum
með svínaflensuna, þar af eru fjórir á
gjörgæslu. Þrír sjúklingar voru útskrif-
aðir í gær. Þetta kom fram í tilkynn-
ingu frá farsóttanefnd spítalans í gær.
HEILBRIGÐISMÁL
Síðasti fundur bæjarstjóra
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir er hætt
sem bæjarstjóri í Grindavík. Hún tekur
við sem sóknarprestur í Kolfreyjustað-
arprestakalli um næstu mánaðamót.
GRINDAVÍK