Fréttablaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 66
46 13. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Fáðu þér miða á www.hhi.is eða í síma 800 6611
á einn miða í desember
milljónir
75
Þeir sem eiga miða í Happdrætti Háskólans geta átt von
á 75 milljóna afmælisvinningi í síðasta útdrætti ársins.
Þú getur ennþá verið með! Tryggðu þér miða fyrir aðeins
1.000 kr. á mánuði. Við drögum næst 24. nóvember!
PI
PA
R\
TB
W
A
S
ÍA
9
19
03
Margar stórstjörnur mættu í sérstakt teiti í Vestur-Holly-
wood til að fagna nýrri línu Jimmy Choo sem kemur í
verslanir H&M um helgina. Línan inniheldur um fjörutíu
hluti; föt, skartgripi, skó og handtöskur. Mikil eftirvænting
hefur skapast í kringum línuna, enda mun draum-
ur margra kvenna um að eignast hönnun Jimmy
Choo loks verða að veruleika í H&M þar sem
verðið verður mun lægra en gengur og gerist.
- ag
Jimmy Choo-lína
H&M frumsýnd
SETTI SIG Í
STELLINGAR
Heroes-leikkonan
Hayden Panetti-
ere sneri sér á
alla kanta fyrir
ljósmyndara.
ÁBERANDI
VESKI Paris
Hilton lét sig
ekki vanta í
Jimmy Choo-teitið
í Hollywood, með
skærbleikt veski.
HÁKARL Söngkonan
M.I.A. fór ótroðnar
slóðir í fatavali að
vanda og klæddist
eins konar
hákarlabol.
FÁGUÐ Private Practice-leikkonan
Kate Walsh var flott til fara í svörtum
jakka og buxum.
GLÆSILEG
Leikkonan
Maggie Grace
tók sig vel út
í ljósum kjól í
Jimmy Choo-
partíinu.
GLAÐLEG
So You
Think You
Can Dance-
kynnirinn
Cat Deeley
mætti í
teitið í
Hollywood.
Vorlína Chanel 2010 var sýnd við góðar undirtektir í París
á dögunum. Sýningarsalurinn var heldur óvenjulegur, en
honum hafði verið breytt í eins konar hlöðu sem fyrirsæt-
urnar gengu um. Hönnun Karls Lagerfeld féll þá einstak-
lega vel inn í sýningarumhverfið, en vorlínan innihélt allt
frá ljósum blúndukjólum yfir í svarta síðkjóla. - ag
VORLÍNA CHANEL
SÝND Í HLÖÐU
GLÆSILEIKI Svart
sjiffon, blúndur
og slaufur voru
áberandi í vorlínu
Chanel.
FALLEG HÖNNUN Lagerfeld
hugaði að hverju smáatriði í
flíkunum fyrir vorlínuna eins og
sjá má á þessari ljósu blúnduskyrtu.
KRÚTTLEGT
Karli Lagerfeld
tókst að láta
klassík og krútt-
legheit mætast
á skemmtilegan
hátt í væntan-
legri vorlínu
sinni.
TÖFF Renndur
svartur og hvítur
jakki kom vel
út við buxur
með keðjur um
mittið.
KLASSÍSKT
Þessi fallega
munstraði
svarti kjóll
kom vel út
við heldur
óvenjulegar
sokkabuxur.