Fréttablaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 8
8 13. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
1. Hvað telur Margrét Tryggva-
dóttir trufla störf þingsins öðru
fremur?
2. Hve mikið fækkaði umferð-
arslysum á höfuðborgarsvæðinu
á milli áranna 2007 og 2009?
3. Hvers lenskt er liðið sem
handboltamennirnir Jóhann
Gunnar Einarsson og Daníel
Berg Grétarsson leika með nú
um stundir?
SJÁ SVÖR Á SÍÐU 54
Skrifstofustarf
Óskum eftir starfsmanni til almennra skrifstofu-
starfa starfi ð felst í símsvörun,reikningsgerð o.f.l.
Um er að ræða 100% starf.
Vinnutími frá kl. 8-16 virka daga
Umsóknum skal skilað á netfang leifur@
ferskar.is eða á skrifstofu félagsins milli
kl. 8-16 virka daga
Umsóknarfrestur er til 16. nóv.
Æskilegur byrjunartími 1. des.
MEXÍKÓ, AP Tæplega fjórðungur
allra umferðarlögreglumanna
í borginni Monterrey í Mexíkó
hefur verið rekinn. Aðgerðirnar
eru liður í því að útrýma spill-
ingu í lögregluliði landsins.
Hinir brottreknu lögreglumenn
stóðust ekki próf sem lögð voru
fyrir þá. Prófin könnuðu líkam-
legt og andlegt atgervi mann-
anna. Þeir þurftu einnig að gang-
ast undir lyfjapróf.
276 lögreglumenn voru reknir
eftir prófin og 526 var gert að
bæta ráð sitt verulega. 340 lög-
reglumenn voru dæmdir hæfir til
starfa.
Rúmlega eitt hundrað lögreglu-
menn í borginni hafa verið rekn-
ir vegna gruns um að tengjast
skipulagðri glæpastarfsemi. - þeb
Þriðja stærsta borg Mexíkó:
Ráku fjórðung
lögreglumanna
EFNAHAGSMÁL „Við tökum þessari
hugmynd illa. Þetta myndi leiða
til þess að lækka þyrfti lífeyri,“
segir Arnar Sigurmundsson, for-
maður stjórnar Landssamtaka líf-
eyrissjóða, inntur eftir viðbrögðum
við hugmyndum um að leggja á líf-
eyrissjóði tímabundinn fjármagns-
tekjuskatt.
Hugmyndinni hefur verið lýst
sem valkosti við að skattleggja inn-
greiðslur iðgjalda í sjóðina í stað
þess að skattleggja lífeyrisgreiðsl-
urnar sjálfar, en sú leið hefur
verið sögð erfið í framkvæmd og
kalla á mikla uppstokkun á lífeyr-
issjóðakerfinu. Í nýjasta tölublaði
efnahagsritsins Vísbendingar er
reiknað út að tekjur ríkisins af fjár-
magnstekjuskatti á lífeyrissjóðina
gætu á næsta ári numið 25 milljörð-
um króna.
„Fjármagnstekjur lífeyrissjóð-
anna mynda með öðru grunn-
inn undir lífeyrisréttindi,“ árétt-
ar Arnar og telur að jafnvel þótt
fjármagnsskattur yrði tímabund-
inn þyrfti að skerða réttindi vegna
hans, að minnsta kosti hvað varðaði
lífeyrissjóði á almennum markaði,
þótt öðru máli gætti um opinbera
starfsmenn vegna samninga þeirra.
„Við gerum okkur grein fyrir því að
ríkið vantar tekjur, en í þessari leið
felst mikil mismunun.“
Gunnar Baldvinsson, fram-
kvæmdastjóri Almenna lífeyr-
issjóðsins, segir að það veiki
lífeyrissjóðina að leggja á þá fjár-
magnstekjuskatt og dragi úr getu
þeirra til að greiða lífeyri. Hann
segir því eðlilegt að menn reyni að
verja stöðu lífeyrissjóðanna eins
og kostur sé.
„Auðvitað líst mér ekki vel á að
fara að skattleggja lífeyrissjóð-
ina. Af tvennu illu, frekar en að
fara að breyta kerfinu, er þetta þó
kannski illskárri kostur, svo lengi
sem það er tímabundið.“ Gunnar
setur þó fyrirvara við hugmyndir
um að leggja fjármagnstekjuskatt
á lífeyrissjóðina enda vanti alla
útfærslu. Þannig sé hluti hagnað-
ar við uppgjör lífeyrissjóðanna oft
óinnleystur, svo sem vegna veik-
ingar krónunnar á þessu ári eða
hækkunar á erlendum verðbréf-
um.
Benedikt Jóhannesson, ritstjóri
Vísbendingar, segir ljóst að allir
skattar á lífeyrissjóði séu slæm-
ir; kerfið hafi verið til mikilla
heilla fyrir Íslendinga og það eigi
að umgangast af virðingu. „En
almenningur í landinu stendur nú
frammi fyrir því að boðaðar hafa
verið geysimiklar skattahækkan-
ir og því er spáð að kaupmáttur
minnki þess vegna um 16,5 pró-
sent næsta ár. Með því dregur úr
neyslu, atvinnuleysi eykst og end-
urreisnin tefst. Hætta er á að fólks-
flótti verði mjög mikill. Því leita
menn leiða til þess að komast hjá
þessu,“ segir hann og bendir á að
þótt skattlagning á lífeyrissparn-
að sé ekki töfralausn sem búi til
peninga úr engu sé kosturinn við
fjármagnstekjuskattinn sá að hann
komi jafnt við alla eigendur lífeyr-
issjóðanna.
„Ekki þarf að skerða réttindi, og
utanumhald er tiltölulega einfalt.
Og þótt bent hafi verið á að lífeyr-
issjóðir opinberra starfsmanna séu
með ábyrgð eigenda er það annað
mál og óháð þeim vanda sem þjóð-
in á í núna.“ olikr@frettabladid.is
Landssamtök lífeyrissjóða
hafna fjármagnstekjuskatti
Landssamtök lífeyrissjóða taka illa hugmyndum um fjármagnstekjuskatt. Framkvæmdastjóri Almenna
lífeyrissjóðsins segir það illskárri kost en að breyta kerfinu með skatti á iðgjöld.
VIÐSKIPTI Northern Lights Energy
(NLE) og indverski rafbílafram-
leiðandinn REVA hafa skrifað
undir samkomulag um sölu og
markaðssetningu REVA-bíla hér og
í Færeyjum. Undirritunin fór fram
í sendiráði Indlands í gær.
„Í dag eru ellefu rafbílar á land-
inu. Við vorum að panta 100 í við-
bót, sem við vonum að verði tekið
vel þegar þeir koma undir lok
næsta árs,“ segir Sturla Sighvats-
son, framkvæmdastjóri NLE.
Hann segist vongóður um að vel
gangi, enda hafi fyrsta pöntunin
borist um tuttugu mínútum eftir
að tilkynnt var um samninginn við
REVA í gær.
Gengisþróun ræður nokkru um
á hvaða verði bílarnir verða þegar
þeir berast, en Sturla segir það
vera vel samkeppnishæft. „Þess-
ir bílar verða á svipuðu verði og
aðrir af sambærilegri stærð, svo
sem Yaris-bílarnir frá Toyota.“
Þá áréttar hann að lítið sé að
marka þær hugmyndir sem fólk
hafi gert sér um rafmagnsbíla til
þessa, að þeir séu pínulitlir og litn-
ir hornauga í umferðinni. „Þetta
eru alvörubílar, með loftpúðum,
krumpusvæði, leðursætum og öðru
sem við á.“
Nýju REVA-bílarnir voru frum-
sýndir á bílasýningunni í Frank-
furt í september. Þeir eru fjögurra
sæta og þrennra dyra. „Hámarks-
hraði er 104 kílómetrar á klukku-
stund og hægt er að komast 160
kílómetra á einni hleðslu.“ - óká
NLE skrifar undir samning við REVA um sölu og markaðssetningu rafbíla:
Fyrsti rafbíllinn pantaður um
20 mínútum eftir undirskrift
RAUÐ OG GRÆN REVA Rafbílarnir verða á svipuðu verði og aðrir bílar af sambærilegri
stærð, svo sem Yaris-bílarnir frá Toyota. Framkvæmdastjóri NLE segir bílana alvöru;
þeir séu með loftpúðum, krumpusvæði, leðursætum og öðru sem við á.
GUNNAR BALDVINSSONARNAR SIGURMUNDSSON BENEDIKT JÓHANNESSON
UTANRÍKISMÁL Færeyingar þurfa
að taka til endurskoðunar sam-
skipti sín við erlend ríki og ríkja-
sambönd. Færeyska heimastjórnin
hefur í þessum tilgangi sett á stofn
nefnd sem horfir sérstaklega til
sambandsins við Evrópusamband-
ið, EFTA og önnur ríki Norður-
Evrópu.
Þetta kom fram á fyrirlestri
færeysku fræðikonunnar Beintu
í Jákupsstovu í Norræna húsinu í
hádeginu í gær. Beinta er dósent í
stjórnmálafræði við Fróðskapar-
setur Færeyja og Molde háskóla
í Noregi. Nær húsfyllir var á
fyrir lestrinum sem var á vegum
Alþjóðamálastofnunar Háskólans,
Norræna hússins og ræðismanns-
skrifstofu Færeyja á Íslandi.
Beinta segir stöðu Færeyja svo-
lítið sérstaka sem svæðis með tak-
markaða sjálfstjórn en um leið
eigin utanríkisstefnu. Utanríkis-
ráðuneyti Færeyja var fyrst stofn-
að á síðasta ári. „Við komumst
kannski í sömu veislurnar, en ekki
endilega á sömu fundina,“ sagði
hún um stöðu landsins í valda-
skipulagi alþjóðlegrar utanríkis-
þjónustu.
Færeyjar standa fyrir utan
alþjóðasamstarf, en Beinta segir
ljóst að það gangi ekki lengur. „Við
vorum svo smá að við fengum að
fljóta með án þess að nokkur tæki
eftir, en núna gætu önnur smá-
ríki, eða sjálfstjórnarsvæði, farið
að benda á fordæmi Færeyja og
spyrja spurninga,“ segir hún. - óká
FLYTUR ERINDI Beinta hefur fjallað
ítarlega um föðurland sitt Færeyjar í
störfum sínum í háskólasamfélaginu.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Beinta í Jákupsstovu fjallaði um breytta stöðu Færeyja í samfélagi þjóðanna:
Færeysk utanríkismál í endurskoðun
SVEITASTJÓRNARMÁL Bolungarvík-
urkaupstaður var rekinn með 123
milljóna króna hagnaði fyrstu níu
mánuði ársins. Þetta kemur fram
í árshlutauppgjöri Bolungarvíkur,
sem hefur verið lagt fyrir bæjar-
ráð bæjarins.
Tekjur bæjarins á tímabilinu
eru tólf milljónum meiri en gert
var ráð fyrir, rekstrarkostnaður
er á áætlun og fjármagnsgjöld 18
milljónum lægri en áætlað var.
Nettóskuldir bæjarins hafa
minnkað um rúmar 100 milljónir
og eru nú 970 milljónir króna. - þeb
Árshlutauppgjör í Bolungarvík:
Hagnaðurinn
123 milljónir
DÓMSMÁL Hæstiréttur dæmdi í
gær mann í átta mánaða fangelsi,
þar af sex skilorðsbundna, fyrir
fjórar líkamsárásir gegn fyrrum
sambýliskonu sinni og börnum
hennar. Í eitt skipti réðst hann á
hana á meðan hún hélt á ungum
syni þeirra. Maðurinn neitaði sök
í málinu.
Þá lengdi Hæstiréttur skilorð
mannsins um helming, úr tveim-
ur árum í fjögur ár. Honum er
einnig gert að greiða konunni
300 þúsund krónur í bætur, syni
hennar 120 þúsund og dóttur
hennar 75 þúsund. Hann þarf
einnig að greiða allan sakar-
kostnað. - þeb
Átta mánaða fangelsi:
Réðist á fyrrum
konu og börn
VEISTU SVARIÐ?