Fréttablaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 42
13. NÓVEMBER 2009 FÖSTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● leikur í höndum
Margir taka sér ef til vill frí frá ræktun yfir vetrar-
tímann, en kryddjurtir má auðveldlega rækta inn-
anhúss allt árið um kring og utanhúss á sumrin.
Ræktunin lífgar bæði upp á eldhúsgluggann og mat-
reiðsluna og sparar peninga.
Á heimasíði Garðheima fá finna hagnýtar upp-
lýsingar um ræktun kryddjurta og notkun
þeirra til matargerðar. Ef þú ert að rækta
kryddjurtir í fyrsta sinn getur verið gott
að byrja á að rækta tegundir sem er frek-
ar einfalt að eiga við, svo sem stein-
selju, graslauk eða oregano. Best er að
velja stað þar sem jurtirnar fá sem mesta
birtu, svo sem gluggakistu, en venjulegur
stofuhiti er ákjósanlegur fyrir nánast allar
kryddjurtir. Vökvun er mikilvæg, sérstak-
lega á spírunartímabilinu, en magnið getur
farið eftir raka í loftinu og sólarstundum.
Gott er að kanna reglulega rakastigið með
því að stinga fingrinum ofan í moldina en mælt er
með því að vökva vel og sjaldnar, frekar en oft og
lítið. Vandamál með hitastig innanhúss geta skapast
á veturna einkum nálægt miðstöðvarofnum sem eru
hátt stilltir. Ef miðstöðvarofn er undir kryddhill-
unni er mælt með að botninn á kryddpottun-
um liggi ekki í bleytu, en til að koma í veg
fyrir það má setja bakka með leirkúlum undir
pottana.
Góðar upplýsingar um sáningartíma og aðferðir
er yfirleitt að finna aftan á fræpökkunum, en nánari
upplýsingar má finna á gardheimar.is. - ag
Kryddjurtir allt árið um kring
● VELDU RÉTTAN LIT FYRIR RÉTTA ANDRÚMSLOFTIÐ
Vissir þú að litirnir inni á heimili þínu geta haft áhrif á skapið? Á heima-
síðunni doityourself.com má lesa hvaða áhrif vissir litir geta haft á and-
rúmsloftið, en gott getur verið að
hafa það í huga þegar verið er að
skapa sér vinnuumhverfi.
Til dæmis er dökkblár tilvalinn
þegar viðskipti eru annars vegar,
karrýgulur eða gylltur hentar vel ef
þú þarft að einbeita þér og afkasta
miklu og dökkfjólublár kemur sér
vel ef þú situr við skrif eða rann-
sóknarvinnu. Þá er límónugrænn og
ljósrauður litur sagðir henta vel þegar
sletta á úr klaufunum. - ag
Á heimasíðu Garð-
heima má finna
hagnýtar upplýs-
ingar um ræktun
kryddjurta.
Hægt er að spara mikla fjár-
muni með því að mála gólf í
stað þess að skipta um gólf-
efni.
Þegar kreppir að leggja ekki allir
í að skipta um gólfefni, þó að þess
gerist þörf, og þá getur verið ráð
að mála. Sá kostur hentar einnig
þeim sem vilja breyta til með eins
litlum tilkostnaði og hægt er en út-
koman er oft smart auk þess sem
litamöguleikarnir eru óteljandi.
Það fer að miklu leyti eftir gólf-
efni hvaða efni eru notuð og hvern-
ig skal bera sig að en í grundvallar-
atriðum snýst málið um að gera
gólfið hreint, slípa það, grunna og
mála. Yfirleitt eru það kjallara-,
geymslu- og bílskúrsgólf sem eru
máluð en auk þess má hressa upp á
slitin timburgólf með góðri máln-
ingarskvettu.
Áður en hafist er handa er gott
að kanna hvort hætta sé á raka í
gólfinu en þar eru kjallaragólf
einkum í hættu. Þá þarf að passa
upp á að hvorki séu leifar af olíu,
fitu né sápu á gólfinu. Eins getur
verið þunn sementshúð á nýjum
steyptum gólfum sem þarf að fjar-
lægja. Mikilvægt er að leita ráða í
málningarvöruverslunum ef þess-
ar aðstæður eru fyrir hendi og fá
þá réttu málninguna og hreinsi-
efnin. Eins getur starfsfólk máln-
ingarverslana gefið leiðbeiningar
um hvaða efni henta á mismunandi
gólfefni.
Eins og fyrr segir þarf að byrja
á því að þvo gólfið sem á að mála
og fjarlægja alla bletti. Gólfið
þarf síðan að fá að þorna. Næst
er gömul málning og lakk slípað
matt með sandpappír. Gólfið er
síðan sópað og þvegið á ný og látið
þorna vel og vandlega. Að því
loknu er grunnurinn borinn á og
er langbest að nota til þess rúllu
með löngu skafti. Best er að byrja
í horni og enda við dyr því annars
á maður það á hættu að mála sig út
í horn. Gólfið er síðan málað í tví-
gang og hafi allt gengið að óskum
ætti herbergið að verða eins og
nýtt. Ekki spillir fyrir að máluð
gólf draga síður í sig óhreinindi
en önnur gólf. - ve
Gólfum gefið nýtt líf
Allir regnbogans litir koma til greina og
er um að gera að velja þann sem passar
best við umhverfið.
Best er að byrja í horni
og enda við dyr því
annars á maður það á
hættu að mála sig út í
horn. NORDICPHOTOS/GETTY
Hér má sjá
skemmtilegt
tilbrigði.
Útkoman getur verið
smart og breytt her-
berginu til hins betra.
● SKOTIN NÝTT Í litlum
barnaherbergjum má reyna að
gera sem mest úr hornum og
skotum með því að smíða inn í
þau handhæg húsgögn. Smíðin
þarf ekki að vera flókin til að þau
komi að góðum notum og er jafn-
vel hægt að setja eitthvað saman
úr viðarplötum og gömlum hill-
um.
Á meðfylgjandi mynd má sjá
húsgagn sem nýtist á margan veg.
Með því að hafa bekkinn á miðj-
um vegg er hægt að hafa hirsl-
ur og annað smálegt fyrir neðan
en á dýnunum getur eigandi her-
bergisins hvílt lúin bein og glugg-
að í bók. Séu þær hins vegar fjar-
lægðar kemur þetta fína skrifborð
í ljós og þarf eigandinn varla að
hreyfa sig úr stað enda með allt
við höndina. - VE
Hér er hugmynd
að því hvernig
hægt er að nýta
lítil rými.
Smáratorgi 1, Kópavogi + Sími: 515 5100 + sala@a4.is + www.a4.is
Glerárgötu 34, Akureyri + Sími: 515 5160 + akureyri@a4.is + www.a4.is
Föndraðu fl otta jólasveina
Settið inniheldur allt efni í 6 stk. Verð 1.695 kr.
Föndraðu fl ott jólaskraut
Settið inniheldur allt efni í 8 stk. Verð 2.225 kr.