Fréttablaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 22
22 13. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Velta: 47,5 milljónir
OMX ÍSLAND 6
808 +0,86%
MESTA HÆKKUN
BAKKAV. GROUP 36,36%
ICELANDA. GROUP 10,94%
MAREL 1,66%
MESTA LÆKKUN
EIK BANKI 6,67%
ÖSSUR 0,37%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atlantic Petroleum 177,00
+0,00% ... Bakkavör 1,50 +36,36% ... Føroya Banki 135,50 +0,00%
... Icelandair Group 3,55 +10,94% ... Marel 67,30 +1,66% ... Össur
136,00 -0,37%
Þýska Merckle-fjölskyldan
vonast til að sala á lyfja-
fyrirtækinu Ratiopharm
leysi það úr skuldaviðjum.
Tíu fyrirtæki eru sögð hafa
lagt fram tilboð í það, þar á
meðal Actavis. Forstjórinn
hvorki játar né neitar.
Actavis er sagt vera á meðal tíu
fyrirtækja sem lögðu fram tilboð í
fyrsta útboði í þýska samheitalyfja-
fyrirtækið Ratiopharm fyrir viku.
Kaupverð er í kringum tveir millj-
arðar evra, jafnvirði rúmra 370
milljarða íslenskra króna á gengi
krónunnar í gær.
Þýski bankinn Commerzbank og
Royal Bank of Scotland í Bretlandi
sjá um tilboðsferlið en búist er við
að salan gangi í gegn á fyrsta fjórð-
ungi næsta árs. Blásið verður til
annarrar tilboðslotu í næsta mán-
uði.
Bloomberg-fréttastofan segir
að á meðal bjóðenda séu nokkur
af umsvifamestu fjárfestingafé-
lögum og einkaframtakssjóðum
heims á borð við TPG, KKR, Per-
mira, Advent International og fjár-
festingarbankann Goldman Sachs.
Þeir tveir síðasttöldu eru sagðir
bjóða saman í lyfjarisann.
Þá eru nokkur lyfjafyrirtæki
sögð bera víurnar í þýska keppi-
nautinn. Þar á meðal eru franska
fyrirtækið Sanofi-Aventis, Teva
Pharmaceutical frá Ísrael, Mylan
frá Bandaríkjunum, kínverska
lyfjafyrirtækið Sinopharm Group
og Actavis.
Ekkert lyfjafyrirtækjanna vildi
staðfesta fréttina, að sögn Bloom-
berg. Sigurður Óli Ólafsson, for-
stjóri Actavis, segir í samtali við
Fréttablaðið að fyrirtækið tjái sig
ekki um málið. Slíkt sé venja.
Ratiopharm er nánast jafnstórt
Actavis. Breska dagblaðið Financi-
al Times sagði í gær rekstrarhagn-
að þess í fyrra hafa numið 190 millj-
ónum evra á fyrstu níu mánuðum
ársins, sem sé óbreytt staða á milli
ára. Þá sé búist við að tekjur muni
nema 1,6 milljörðum evra í ár.
Til samanburðar nam rekstrar-
hagnaður Actavis 267,8 milljónum
evra í fyrra og skiluðu tekjurnar
1,5 milljörðum evra.
Actavis hefur verið orðað við
kaup á nokkrum fyrirtækjum
frá því að Novator, félag í eigu
Björg ólfs Thors Björgólfssonar,
tók það yfir fyrir rúmum tveimur
árum. Af þeim varð ekki en um tvö
ár eru síðan Actavis keypti síðast
fyrirtæki. jonab@frettabladid.is
Actavis sagt í baráttu
um þýskan lyfjarisa
Salan á þýska samheitalyfjafyrirtækinu
Ratiopharm er tilkomin vegna gríðarlegra
skulda sem eigandi þess, hin þýska Merckle-
fjölskylda, situr upp með eftir misheppnaða
skortstöðu fjölskylduföðurins með hlutabréf í
Volkswagen fyrir rétt rúmu ári.
Adolf Merckle er af auðugu fólki kominn
og var í 99. sæti yfir ríkasta fólk heims á lista
Forbes í fyrra. Hann byggði upp umsvifamikla
fyrirtækjasamstæðu á arfi sínum sem teygir
anga sína vítt og breitt um Þýskaland.
Í fyrra taldi Merckle líkur á að hlutabréf
bílaframleiðandans Volkswagen myndu lækka á seinni
hluta ársins eftir nær viðstöðulausa hækkun. Ástæðan
fyrir því var sú að bílaframleiðandinn Porsche hafði
smám saman verið að sanka að sér hlutabréfum
keppinautarins. Þegar verðið var komið í hæstu hæðir
töldu margir að frekari kaup myndu verða sett á salt.
Fleiri voru á sama máli, þar á meðal vogunarsjóðir.
Þeir fengu lánuð hlutabréf í Volkswagen og seldu á
markaði seint í október með það fyrir augum að þrýsta
verðinu niður. Það stóð í tæpum 400 evrum á
hlut 16. október 2008 en féll niður í 210 viku
síðar.
En Porsche kom markaðnum á óvart og
keypti bréfin sem sjóðirnir og aðrir skortsalar
seldu. Við það rauk verðið í tæpar þúsund
evrur á hlut á tveimur dögum.
Aðgerðirnar skiluðu sér í gríðarlegu tapi
skortsala, sem höfðu stefnt að því að kaupa
hlutabréfin aftur á mun lægra verði en þeir
seldu þau á.
Merckle tapaði sjö hundruð milljónum
evra, jafnvirði 130 milljarða króna, á viðskiptunum.
Hann lenti í miklum vandræðum vegna þessa auk
þess sem einu fyrirtæki í veldi fjölskyldunnar tókst ekki
að endurgreiða lán sín. Þrýst var á fjölskylduna að selja
eignir til að greiða skuldir sínar. Þær hljóða upp á þrjá
milljarða evra, jafnvirði 560 milljarða króna og stýra
kröfuhafar því að nær öllu leyti í dag.
Adolf Merckle framdi sjálfsmorð skömmu eftir síð-
ustu áramót. Hann var á 75. aldursári.
VANDRÆÐI MERCKLE-FJÖLSKYLDUNNAR
FORSTJÓRI ACTAVIS Sigurður Óli Ólafsson vildi ekkert tjá sig um meint tilboð fyrirtækisins í samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ADOLF MERCKLE
Fjörutíu einstaklingar eru skráðir í sam-
keppni um besta tölvuleikinn sem hófst
fyrir viku. Þetta kom fram í máli Erlu
Bjarneyjar Árnadóttur, hjá Samtökum
tölvuleikjaframleiðenda (IGI), sem standa
að keppninni, á ráðstefnu Skýrslutæknifé-
lags Íslands um hugbúnaðargerð.
Keppnin er öllum opin, þátttaka ókeyp-
is og þurfa keppendur ekki að skrá sig
til leiks fyrr en þeir skila framlagi sínu.
Lokafrestur rennur út í mars á næsta
ári.
Erla sagði fyrirtækjum í tölvuleikja-
geiranum hér fjölga hratt og því erfitt að
henda reiður á hversu mörg þau séu. Hún
telur þau tíu hér á landi með 625 starfs-
menn. Áætlað sé að starfsmönnum í geir-
anum fjölgi um 150 til 200 á næstu tólf til
átján mánuðum.
Þá kom fram í máli Erlu að augu heims-
ins hefðu í auknum mæli beinst að íslensk-
um tölvuleikjafyrirtækjum. Til marks
um það muni um þriðjungur af jólablaði
breska tölvuleikjatímaritsins Edge, einu
af stærstu tölvuleikjablöðum heims og
kemur út í enda mánaðar, verða tileink-
að íslenskum leikjafyrirtækjum. Þar af er
stór umfjöllun um CCP og nýjasta leik fyr-
irtækisins, Dust 514.
Á forsíðu blaðsins er skjáskot úr leik
CCP í þrívídd en þetta mun vera fyrsta
slíka forsíða blaðsins. - jab
Risablað fjallar um Ísland
Tölvutímaritið Edge birtir viðamikla úttekt um íslensku leikja-
fyrirtækin í jólaheftinu í enda mánaðar.
Marel hefur undirritað vilja-
yfirlýsingu við hollenska fjár-
festingarsjóðinn Nimbus um
sölu á hollensku einingunni
Stork Food and Dairy Systems,
sem nú er hluti af Stork Food
Systems.
Áætlað er að viðskiptum ljúki
fyrir árslok, eins og segir í til-
kynningu.
Stefnt hefur verið að því að
selja deildina frá því Marel
lauk kaupum ásamt fleirum
á hollensku iðnsamsteypunni
Stork Food Systems í maí í
fyrra. Deildin framleiðir átöpp-
unarbúnað fyrir mjólkurvörur
og safa og er innan við tíu pró-
sent af heildarveltu Marels. - jab
Marel selur
hollenska deild
:: Ásta Kristjánsdóttir í einlægu og
opinskáu viðtali
:: Elfa Gísladóttir leikkona ræðir
um Jón Óttar, Völu Matt, sorgina og
söfnuðinn
:: Yr 90 hugmyndir að jólafatnaði
fjölskyldunnar
:: Yr 70 hugmyndir að ottum
jólagjöfum
Jólakjólar, hátíðarförðun, jóladekur
sælkeranna, kökur, karamellur, kakó
og margt eira
JÓLABLAÐIÐ
132 SÍÐUR