Fréttablaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 64
44 13. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR Tvíburabræðurnir Joel og Benji Madden voru gestir í áströlskum útvarpsþætti síðastliðinn mánudag og fékk viðtalið nokkuð snubb- óttan endi þegar Joel Madden, barnsfaðir Nicole Richie, gekk út. Stjórnendur þáttarins vildu athuga hvort það væri sannleiks- korn til í því að tvíburar gætu skynjað tilfinningar hvor annars og ákváðu að leggja próf fyrir bræðurna. Bundið var fyrir augun á Benji og var Joel sýnd klúr ljósmynd af söngkon- unni Britney Spears. Benji giskaði á að bróðir sinn væri pirraður, sem reyndist rétt því Joel svaraði um hæl: „Ég tel mig vera nokkuð afslappaðan mann, en þið tveir eruð farn- ir að fara í taugarnar á mér.“ Stuttu seinna gekk Joel út og fylgdi Benji honum eftir. „Oftast umber ég kjánalega morgunþáttastjórnendur, en ekki í dag. Ætli ég hafi ekki í fyrsta sinn hitt Ástrala sem ég kann illa við,“ skrifaði Joel á Twitter-síðu sína seinna sama dag. Rauk út í miðju útvarpsviðtali MISBOÐIÐ Tvíburabræðurnir Joel og Benji Madden þoldu ekki kjánalætin í áströlskum útvarpsþáttastjórnendum. Kunnugt er orðið er maður sló bresku söngkonuna Leonu Lewis þegar hún var að kynna nýja ævi- sögu sína. Maðurinn var handtek- inn í kjölfarið og lífverðir fluttu Lewis á brott. Í viðtali við The Sun segir söngkonan að hún láti atvikið ekki hafa áhrif á sig. „Ég ólst upp í Hackney, þannig að ég er hörð af mér. Ég mun ekki láta eitthvað svona hafa áhrif á mig. Það var alltaf eitthvert vesen í gangi í hverfinu mínu. Strák- arnir slógust og það var mikið um glæpi. Hverfið mitt hefur eina hæstu glæpatíðni í land- inu, þannig að þegar maður elst upp við það lærir maður að passa upp á sjálfan sig,“ sagði söng- konan. Leona Lewis er hörð Mariah Carey var gestur í þætti Larry King í vikunni og þar við- urkenndi hún að hún hefði eitt sinn verið í sambandi þar sem hún sætti andlegu ofbeldi. „Ég var beitt and- legu og tilfinningalegu ofbeldi í sambandi. Þetta er skelfileg lífs- reynsla. Mér fannst erf- itt að losna úr þessum aðstæðum því ég var ekki aðeins gift þess- um manni heldur var hann einnig við- skiptafélagi minn og réði því öllum þáttum í lífi mínu á þeim tíma,“ sagði söngkonan. Réði ekki eigin lífi MARIAH CAREY Britney Spears er stödd í Ástr- alíu þar sem hún syngur á þrennum tón- leikum. Söng- konan hefur sætt gagnrýni fyrir að syngja ekki, heldur notast við upp- tökur, en rukka samt sem áður hátt verð fyrir hvern miða. Spears hefur sent frá sér til- kynningu um málið: „Ég hef heyrt að sýning mín hafi sætt gagnrýni. Blaðamenn skrifa að fólk sé ánægt með tónleikana, aðrir segja að fólk hafi orðið fyrir vonbrigðum. Ég kom til Ástralíu fyrir aðdáendur mína.“ Britney sætir gagnrýni BRITNEY SPEARS Aðalleikararnir í Twilight-seríunni spjölluðu við blaða- mann Entertainment Weekly í tengslum við frumsýn- ingu kvikmyndarinnar New Moon, sem margir hafa beðið spenntir eftir. Þegar blaðamaður spurði Kristen Stewart út í meint ástarsamband hennar og samleik- ara hennar, Robert Pattinson, brást hún ókvæða við. „Ég myndi kannski svara ef fólk væri ekki að gera sér svona mikinn mat úr þessu öllu. Ég veit að fólk hugsar: „Jæja, þú kaust að gerast leikari, af hverju hættirðu ekki alfarið að eiga þér einkalíf? Megum við fá frum- burðinn þinn líka?“ Ég hef mikið hugsað um þetta og það er ekkert svar sem ég gæti gefið sem ekki væri hægt að taka úr samhengi. Ég gæti svarað játandi, neitandi, ekki sagt neitt eða sagst vera samkynhneigð, það yrði allt tekið úr samhengi. Ef fólk mundi spyrja hvort ég væri að hitta Taylor á laun þá mundi ég svara nákvæmlega eins,“ sagði Stewart. Stewart neitar að svara DULARFULL Kristen Stewart hefur aldrei viljað láta neitt uppi um sitt einkalíf. HÖRÐ AF SÉR Leona Lewis ólst upp í slæmu hverfi í London. Hljómsveitin FM Belfast ætlar í mánaðarlanga tónleikaferð um Evrópu í febrúar. Ástæð- an er útgáfa plötunnar How To Make Friends í Frakklandi í janúar og um gjörvalla Evrópu í febrúar. Platan kemur sömu- leiðis út í Bandaríkjunum og í Japan í febrúar. „Þetta er það sem við erum búin að vinna í lengi. Með hjálp annarra þá hefur þetta gengið upp,“ segir Árni Plúseinn, sem er ánægð- ur með þá dreifingarsamninga sem hafa náðst erlendis. Hljóm- sveitin er án útgáfusamnings sem stendur og verður fróðlegt að sjá hvort erlendir útsendar- ar komi ekki auga á hana á Evr- óputúrnum. Til Evrópu í mánuð FM BELFAST Hljómsveitin FM Belfast ætlar í mánaðarlanga tónleikaferð um Evrópu í febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Slóvenski plötusnúðurinn Umek þeytir skífum á árshátíð Techno. is á Nasa á laugardaginn. Umek hefur verið starfandi plötusnúð- ur frá árinu 1993 og er orðinn mjög virtur á sínu sviði. Hann vakti fyrst verulega athygli fyrir að spila á þrjá plötuspilara í einu auk þess sem hann notaði eff- ektagræjur á sama tíma. For- svarsmenn Techno.is hafa reynt að fá Umek til landsins undanfar- in fjögur ár og núna hefur hann loksins þekkst boð þeirra. Auk Umek spila á árshátíðinni Exos, Oculus, Óli Ofur og Impulze. Slóveni spilar á árshátíð Í dag gefur hljómplötuút- gáfan Kölski út fyrstu plötu Ourlives. Hljómsveitin hef- ur unnið að því að koma út plötu síðan 2004 og meðlim- irnir segja nú þungu fargi af sér létt. „Við hlökkum til að geta fylgt plötunni eftir. Það er nauðsyn- legt fyrir tónlistarmenn að hafa efni í höndunum til að kynna og við erum loksins komnir á þann stað,“ segir Eiður Ágúst Kristj- ánsson gítarleikari. Vildu ekki vera Nickelback 2 Sumir vilja meina að tónlist Our- lives hljómi eins og tónlist í stiklu fyrir nýjustu Spiderman-mynd- ina. Strákarnir gretta sig þegar ég ber þetta undir þá. Jón Björn segir að Spiderman-stiklu samlík- ingin eigi aðeins við fortíð sveit- arinnar. „Við vorum í ansi miklu kapp- hlaupi við sjálfa okkur og keyrð- um okkur áfram á stuttum tíma. Titill plötunnar, We Lost the Race, er skírskotun í þetta,“ segir hann og rifjar upp meiksögu bandsins: „Við fengum tilboð frá Columbia- útgáfunni, sem var til sjö ára og var alveg hrikalegur samningur. Enda höfnuðum við honum. Við vorum komnir með alls konar fólk í kringum okkur sem sá okkur einmitt fyrir sér sem band sem myndi spila lagið í stiklunni fyrir nýjustu Spiderman-myndina.“ Þessar meikþreifingar enduðu í Kanada í hljóðveri með upp- tökustjóranum David Bottrill. „Hann einfaldlega hentaði okkur ekki. Ég man eftir því þegar við vorum að taka upp. Í eitt skiptið leit ég upp og sá einn í bandinu sem var orðinn náfölur í framan. Svo stundi hann upp að þetta væri farið að hljóma skuggalega líkt og Nickelback.“ „Við gátum bara ekki hald- ið þessu áfram,“ segir Leifur. „Dropinn sem fyllti mælinn var þegar hann varði löngum tíma í að kenna mér að bera fram orðið „decision“. Þá tókum við nú bara ákvörðun um að þetta væri orðið ágætt.“ Loksins sáttir Strákarnir segja að það hafi verið auðveldasta val í heimi að velja á milli þess að hjakka áfram í að reyna að búa til handboltarokk með útlendu bransaköllunum eða koma heim og gera plötu með Barða Jóhannessyni, kenndum við Bang Gang. „Þetta small nú bara allt þegar við fórum að vinna með Barða,“ segir Jón Björn. „Hann tók það besta úr þessu hjá okkur og við mótuðum þetta saman.“ „Við fundum fljótlega að þetta var að virka og vorum í fyrsta skipti alveg hundrað prósent ánægðir með útkomuna. Það var frábær tilfinning,“ segir Leifur. „Við dönsum á línunni á milli popps og rokks,“ segir Eiður. „Þetta eru allt saman mjög útvarpsvæn lög og við erum bara stoltir af því.“ Strákarnir ætla að verða sýni- legir á næstunni og kynna plöt- una á Íslandi. Ekkert sé í kortun- um með frekara meik en auðvitað standi hugurinn alltaf til stærri markaða. Bandið hefur aflað sér ýmissa sambanda og þau verða notuð. Í umslagi plötunnar er gefin upp slóð þar sem hægt er að sækja níu aukalög, þar á meðal þrjú sem bandið gerði með David Bottrill. „Við skömmumst okkar ekkert fyrir þessi lög en við gátum bara ekki hugsað okkur að hafa þau með þessum nýju sem við gerðum með Barða.“ drgunni@frettabladid.is OURLIVES DANSAR Á LÍNUNNI TAPAÐI KAPPHLAUPINU EN VANN SAMT Hljómsveitin Ourlives fann sig loksins eftir langa leit. Frá vinstri: Jón Björn, Garðar Borgþórsson trommari, Leifur og Eiður. MYND/LISA ROZE Tímalaus fegurð Regenerating krem - náttúrulegar vörur til styrktar húð fyrir 40+ Þú færð Dr.Hauschka vörurnar í Yggdrasil, Fjarðarkaupum, Lyfju Lágmúla og Heilsuveri. „Ég hef notað þessi krem reglulega og mæli hiklaust með þeim.“ Sirrý Allar Dr.Hauschka snyrtivörur eru náttúrulegar, án allra aukaefna og eru unnar úr virkum lífrænum lækningajurtum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.