Vikan


Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 5

Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 5
STEFÁN FRÁ HVÍTADAL: angadags Gleð þig, særða sál, lífsins þrautum þyngd. Flutt er munamál, inn er helgi hringd. Minnstu komu Krists, hér er skuggaskil. Fagna komu Krists, flýt þér tíða til. Kirkjan ómar öll, býður hjálp og hlíf. Þessi klukknaköll boða ljós og líf. Heyrið málmsins mál. Lofið guð, sem gaf. Og mín sjúka sál verður hljómahaf. Flutt er orðsins orð, þagna hamarshögg. Yfir stormsins storð fellur drottins dögg. Lægir vonzku vind, slekkur beizkju bál. Teygar lífsins lind mannsins særða sál. Kveikt er ljós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjörnum stráð, engill fram hjá fer. Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. völd jóla 1912 Guð er eilíf ást, engu hjarta er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, allt er ljós og líf. Ekkert kyrrt né kalt, öllum frelsi fætt. Kristur elskar allt, sem er hrjáð og hrætt. Ég er smærri en smár, leita þjáður þín. Lífsins herra hár, græddu meinin mín. Ég er ungur enn, ég er þreyttur þó. Kveikt er bál, ég brenn, gef mér frið og fró. Vann mér tízkan tjón, rauf hinn æðsta eið, glapti sálar sjón, bar mig langt af leið. Hvílík fingra-för. Allt með spotti spillt. Tungan eitur-ör. Ég fór vega villt. Innra brennur bál. Lífsins dagur dvín. Ég er syndug sál. Herra, minnstu mín. Hjálmar B. Bárð'arson tók forsíðiunynilina, en hún er af nokkrum parti af jólaglugga skóverzl- unar Lárusar G. Lúðvígssonar í fyrra. Sigurður Haukur Lúðvígsson bjó myndimar til. Hann sníð- ur þessar myndir sínar úr pappír og hefur raun- ar gert það fyrir verzlunina um nokkur undan- farin ár. Þessar pappírsmyndir hans eru undan- tekningarlaust gerðar af mikilli hugkvæmni og fáguðum Ustrænum smekk. Vikunni og ljósmynd- aranum er það ánægja að kynna hér vorli hans. Blaðið óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Utgefandi VIKAN H.F., Rvik. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnarg. 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.