Vikan


Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 16

Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 16
0 TEMÞÐI verður ástfanginn eftir P. G. WODEHOUSE NOKKRIR klúbbfélagar létu fara vel um sig í reykingaherberginu í klúbbnum, þegar einn bættist í hópinn og spurði, hvort nokk- ur viðstaddur vildi kaupa tiltölulega ónotað ein- tak af ljóðabók Tennysons. Það mátti heyra á honum, að hann hafði litla von um, að viðskipti tækjust, enda tókust þau ekki. Þrír þeirra sögðu nei. Sá fjórði lét sér nægja að hlægja kulda- hlátri. Sá nýkomni flýtti sér að komast í sátt við félagana. ,,Ég á hana ekki. Teddi Vídalíns á hana.“ „Þú ætlar þó ekki að reyna að telja okkur trú um, að Teddi hafi keypt sér ljóðmæli Tenny- sons ?" Sá yngsti í hópnum sagði, að þetta staðfesti grun, sem hann hefði lengi haft, um að Teddi greyið væi'i að ganga af göflunum. „Alls ekki,“ sagði greindarlegur maður með gleraugu. „Hann hafði sínar prýðilegu ástæðui'. Þetta var allt saman herbragð, og að mínum dómi anzans ári snjallt herbragð. Hann lék það til að koma sér innundir hjá stúlkunni." „Hvaða stúlku?" „Apríl Karakúls. Hún bjó á stað, sem hét Torfa- staður austur í Varangursheiði. Teddi fór þangað til að veiða, og daginn sem hann fór, rakst hann á frænda sinn, Blichestir lávarð, og þegar lávarðurinn frétti, hvert Teddi ætlaði, bað hann hann fyrir alla muni að láta ekki hjá líða að iita inn á búgarðinn og heilsa upp á vinkonu sína lafði Karakúls. Svo að Teddi fór þangað sama eftirmiðdaginn, sem hann kom, til þess að ljúka þvi af; og þegar hann var að ganga gegnum garðinn á leiðinni út, heyrði hann skyndilega stúlkurödd, sem barst innan úr garðhúsinu. Og svo hljómfögur var rötídin, að hann gekk nær og gægðist inn um gluggann. Þaðan sem hann stóð, gat hann séð stúlkuna greinilega, og hún var, sagði hann mér, svo óhemju falleg, að annað eins hafði aldrei sézt. Hún hefði ekki getað orðið fallegri í hans aug- um, þó að hann hefði mátt ráða sköpulaginu sjálfur. Hann stóð agndofa. Hann hafði ekki haft hugmynd um að neitt þessu líkt væri á landareigninni. Hann hætti þarna á stundinni við að sóa næsta hálfa mánuði í fiskveiðar, því aö hann gerði sér ljóst, að héðan í frá hlyti hann að ásækja herrasetrið eins og bæjardraugur. Hann hafði nú náð sér nóg til að geta tekið aftur til öspilltra málanna og hann þóttist verða þess áskynja, að stúlkan væri að lesa upphátt einhver ljóð fyrir alvöi'Ugefinn stelpukrakka með græn augu og uppbrett nef, sem sat við hlið hennar. Og honum datt í hug, að fróðlegt væri að vita, hvaða leirburður þetta væri. Því að séu menn á biðilsbuxunum, er hálfur sigur unn- inn, ef þeim tekst að komast að, hvert sé eftir- lætislesmái þeirrar heittelskuðu. Fáðu að vita, hvað það er og kræktu þér í það og farðu síðan með eina eða tvær linur úr því í viðurvist henn- ar, og áður en þú getur sagt „hana nú“ verður hún farin að líta á þig sem sálufélaga og má ekki af þér sjá. Og það var ekkí laust við, að hann væri dá- lítið heppinn hvað þetta snerti. Stúlkan hætti skyndilega að lesa, lagði bókina á grúfu í kjölt- una á sér og horfði dreymandi í norð-norð-aust- ur stundarkorn, eins og stúlkur gera víst oft, þegar þær rekast á sérstaklega feitt á stykk- inu í miðju kvæði. Og á næsta augnabliki var Teddi kominn á harðahlaup og stefndi á póst- húsið til að senda skeyti til London og fá send Ljóðmæli eftir Alfreð Tennyson lávarð. Hann var allfeginn, sagði hann mér, því að kvenfólki væri trúandi til alls, og þetta hefðu auðveld- lega getað verið Hávamál eða jafnvel Hátta- iykill. Jæja, Teddi lét ekki á sér standa að koma þeirri ráðagerð sinni í framkvæmd, að verða aðalheimilispestin á T-herrasetrinu. Næsta eftir- miðdag kom hann þangað aftur, hitti lafði Kara- kúls enn á ný og var kynntur fyrir þessari stúlku, Apiíi, og græneygðu stelpunni, sem hann fékk að vita, að vai' yngri systir hennar, Karitas. Fram að þessu hafði allt gengið bærilega. En rétt í því, að hann ætlaði virðingarfyllst að fara að senda Apríl brennandi augnaráð, sem myndi koma henni i skilning um, að hér væri Romeó gamli kominn í eigin persónu, sagði húsfreyjan eitthvað, sem hljómaði líkt og „kafteinn Bráð- bani“, og sér til mikillar skelfingar uppgötvaði Teddi, að hann var ekki eini gesturinn. 1 ein- um stólnum sat frámunalega stór og luralegur hlemmur i ljósum sumarfötum og hélt á tebolla í annarri hendinni, en hálfri hveitiköku í hinni. „Kafteihn Bráðbani, herra Vídalíns,“ sagði lafði Karakúls. „Bráðbani kafteinn er í indverska hernum. Hann er heima í leyfi og hefur tekið hús á leigu upp með ánni.“ ,,Einmitt,“ sagði Teddi, og það mátti sjá á svipnum á honum að þetta væri ekki meira óþokkabragð en búast hefði mátt við af svona kóna. „Hr. Vidalíns er frændi míns gamla vinar, Býsperrts lávarðar.“ ,,Aha,“ sagði Bráðbani kafteinn og bar gríðar- stóra loppuna upp að gaphúsinu til að hylja geispa, sem virtist eiga að gefa til kynna, hversu lítinn áhuga hann hefði á hinum andstyggilegu og viðbjóðslegu vandamönnum Tedda. Það var greinilegt, að þetta ætlaði ekki að verða eitt af þessum skyndilegu vináttuböndum. Bráðbana kafteini fannst bersýnilega, að heim- ur, sem hetjum hæfði, ætti að hafa innan vébanda sinna sem allra fæsta af Vídalinskyninu. Og hvað Tedda snerti, þá var sólbrenndur hermað- ur, dimmeygur með snyrtilegt yfirskegg sízti maðurinn, sem hann kærði sig um, að væri að sniglast þarna á þessum mjög svo örlagaríku tímamótum í ævi hans. Hann náði sér þó fljótt eftir þessa augnabliks geðshræringu. Hann hugsaði með sér, að jafn- skjótt og hann fengi þessa Ijóðabók Tennysons í hendurnar, skyldi hann fljótlega sýna þessum skarfi í tvo heimana. Snoturt yfirskegg er ekki allt. Ekki heldur sólbrennd húð. Og sama mátti segja um dimmleitt augnaráð. Það, sem gerir gæfumuninn, þegar um fingerðar og skáldlegar stúlkur er að ræða, er andríkið. Og næstu daga bjóst Teddi við að hafa nóg andríki á við sex. Hann lagði sig því allan fram um að vera lífið og sálin í samkvæminu, og svo vel tókst honum upp, að þegar fólkið var að fara, dró kafteinn Bráðbani hann afsíðis og gaf honum eitthvað svipað þvi illt auga eins og hann myndi hafa gefið indverskum ræningja, sem hann hefði staðið að því að stela rifflunum frá gömlu góðu herdeild- inni þarna á Norð-vestur landamærunum. Og það var fyrst núna að Teddi fór raunverulega að meta stærð og líkamsbyggingu mannsins. Hann hafði ekki haft hugmynd um, að þeir væru farnir að hafa herdátana svona stórvaxna nú til dags. „Segðu mér eitt, Vítamíns . . .“ „Vídalins," leiðrétti Teddi, til þess að hafa allt á því hreina. „Segðu mér eitt, Vídalíns, ætlarðu að vera lengi á þessum slóðum?“ „Ójá. Talsvert lengi.“ „Það myndi ég ekki gera.“ „Myndirðu ekki?“ „Ekki i þinum sporum.“ ,,En ég er hrifinn af landslaginu." „Ef þú fengir glóðarauga á bæði, myndirðu ekki geta horft á landslagið.“ „Hvers vegna skyldi ég fá glóðarauga á bæði?“ „Þú kynnir að fá það.“ „En hvers vegna?" „Ég veit það ekki. Þú kynnir bara að fá það. Slíkt kemur fyrir. Jæja, góða nótt, Vídalins,“ sagði Bráðbani kafteinn og hoppaði upp í opna bílinn sinn eins og leikfíll í hringleikahúsi væri að setjast upp á tunnu á hvolfi. Og Teddi hélt leiðar sinnar til Bláa ljónsins í þorpinu, þar sem hann hafði sett á fót aðalbækistöðvar sínar. Ekki er því að leyna, að þessi stutta viðræða varð Tedda allmikið umhugsunarefni. Hann velti því fyrir sér yfir steikinni um kvöldið og hann var ennþá að hugsa um það löngu eftir að hann hafði skreiðst í bólið og hefði átt að vera fallinn í væran svefn. Og þegar hann fór að snæða fleskið og eggið um morguninn, byrjaði hann strax að hugsa um það aftur. Talsvert skarpskyggn náungi Teddi, og ógnun- in i orðum kafteinsins hafði ekki farið fram hjá honum. Og hann var í nokkrum vafa, hvað til bragðs skyldi taka. Hann hafði aldrei lent í svonalöguðu áður. Það mætti segja mér, að allt í allt hafi Teddi Vídalíns orðið ástfanginn við fyrstu sýn í um það bil tuttugu og sjö stúlkum á sinni guðsgrænu ævi; en hingað til hafði allt Teddi leit þeim augum á málið, að væru menn á biftilsbuxum, væri hálfur sigur unninn, ef þeim tækist að 16 komast að, hvert væri eftirlætislesmál þeirrar heittelskuðu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.