Vikan


Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 15

Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 15
telja fólki trú um, að ég sé fullkomin. Ég hef bara verið óheppin. Til dæmis fyrsta hjónabandið mitt. Eins og ég sagði áðan, vissi ég ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég vissi minna en ekki neitt um hjónabandið, þegar ég kynntist Edward De Malo. Hann var 24 ára og var járn- smiður að atvinnu. Hann var bezti strák- ur, en ég hef ekki hugmynd um, hvort ég elskaði hann. Ég var fáfróðasta sextán ára stúlkan í öllum Bandaríkjunum, og hvað gat ég þá eiginlega vitað um ást- ina? „Þegar hann bað mig að giftast sér, sagði ég: ,,Já“, vegna þess að ég hélt, að ef ég ætti eiginmann, gæti ég farið að heiman frá fósturmóður minni þegar mér sýndist. „Svo uppgötvaði ég, að ég varð að flytjast til hans. Eftir sex vikur hljóp ég frá honum. Ég fór til Cleveland í Ohio og fékk skilnað á þeim grundvelli, að hann hefði verið vondur við mig. Flestir banda- rískir dómarar hafa samúð með eigin- konum, sem hafa átt erfiða daga í hjóna- bandinu. „Svo að nú var ég laus og liðug. En það getur líka verið æði einmanalegt. Þegar ég var 17 ára, giftist ég aftur — sölumanni í Kansas City. Næst giftist ég barþjóni í San Francisco og síðan fram- reiðslumanni 1 Arizona. „En þetta fór öðruvísi en ég ætlaðist til. Ég veit að ýmsir hljóta að líta á mig sem slæma og eigingjarna konu, en ég held að það sé rangt. Jú, ég er svolítið óþolinmóð. Það hefur alltaf verið einn af ókostum mínum. En í mínum augum stappar það nærri móðgun að búa með manni, sem ég held að sé hættur að elska mig. Kannski er ég of fljótfær, en ég lít nú þeim augum á hlutina, að það, sem sé einu sinni búið, sé búið. Mér leiðist allar þrætur. Ég hata deilur og nöldur. Þegar það byrjar, er ég farin. „Lengsta hjónabandið mitt entist í þrjú ár. Tvö entust ekki klukkutímann á enda. Annað var með manni, sem ég uppgötvaði að hafði einungis gifst mér til þess að ná sér niðri á annarri stúlku. Hitt var bara misskilningur frá upphafi til enda.“ Beverly segir, að allir skilnaðirnir henn- ar hafi skilið eftir sár. Hún segir: „Ég grét þegar ég yfirgaf fyrsta manninn minn, og ég hef grátið beiskum tárum yfir þeim öllum." Það er sama hvað oft það skeður, engin kona getur vanist því að sjá hjónaböndin sín fara út um þúfur.“ Hún er hreykin af því að hafa aldrei krafist peninga af mönnunum sínum, þeg- ai' hún hefur farið frá þeim. Hún segir: „Ég hef hvað eftir annað skilið við þá nlypp og snauð. Ég lít þannig á þetta, að manninum beri skylda til að sjá fyrir konunni sinni á meðan þau eru saman. En þegar þau skilja, eru þau kvitt.“ I eina skiptið sem hún tók við pen- ingum af eiginmanni, sem hún var að yfirgefa, þáði hún rösklega 700 krónur til þess að borga tannlækninum sínum. En Beverly hefur haft fleira upp úr þessu stússi sínu en tár og tannpínu. Hún hefur átt margar gleðistundir. „Ekkert klæðir konuna betur en eigin- maður,“ segir hún. „Þegar eiginmaðurinn er góður, er ekkert til betra í allri ver- öldinni." Hún játar, að hún sé kannski ekki sú konan, sem hæfust sé til þess að gefa heilræði um, hvernig konur eigi að gera eiginmenn sína hamingjusama, en hún hefur engu að síður mjög ákveðnar skoð- amr á málinu. Hún segir: ,.Ef konan eignast góðan mann, á hún að fara með hann eins og Pramhald á bls. 47. VEIZTL? (Svör á bls- 47). ) Hvað heita þessar stjöriiur? 1) H\að var saltað mikið af síld fyrir norðan í ár ? 4) Hænuegg er um 40% þyngraný- verpt lieldur en rétt áður en unginn kemur ° úr þvi ? Hver.i vegna ? 3) Hver er liann? Hvað gerir hann? Hvar býr liann ? 5) Hver er liann? Hvað gerir hann ? Hvar býrhann? 7) Hver er hann? Hvað gerir liann? Hvar er hann ? 9) Hvað heitir liann? Hvar býr hann? Og fyrir hvað varð hann frægur? ^ (i) Hvar rignir mest hér á landi og hvar minnst ? 8) Hvað heitir liann og hvar er hann ? ;0) Hvert flutti Chaplin, þegar hann yfirgaf Bandaríkin ? ffp; ' ; 11) Þekkið þið hann þennan? 1.2) Hvað heitir Reykjavíkurgatan, sem þessi luis stóðu við? 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.