Vikan


Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 21

Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 21
) frú Lezcano, en dreymdi þig það í raun og veru eða ertu bara að daðra við mig og segja mér þetta til að vita hvað ég . . . .? Olga fór að hlægja og bandaði hendinni, til að stöðva hann. — Mig dreymdi þetta. -— Og má ég fá að vita hvað stóð í þessu bréfi ? Lýsti ég því hve heillaður ég hefði orðið af ferðafélága með gullin augu? — Nei, ekkert slíkt, svaraði Olga og neyddi sig til að tala í léttum tón. — Þessi draumur var mesta fjarstæða: þú bauðst mér að skoða safnið með þér. Lezcano-safnið á ég við. Ég tók boðinu og svo . . . Og svo? Þú ætlar þó ekki að segja mér, að ég hafi ekki hegðað mér sómasamlega? Það væri . . . Olga hélt að hann ætlaði að segja „óafsakan- legt,“ en í þess stað lauk hann setningunni með „mjög skiljanlegt." Hún hló, þrátt fyrir allt, því það var svo auð- velt að hlægja í návist Dicks Wyne, sem stundum var eins og stórt barn, en þó oftar kynlegur og heillandi maður. — Þú lézt þér nægja að loka mig þar inni . . . Dick lyfti annari augabrúninni: — Loka þig inni ? Eina ? — Aleina . . . — Það getur ekki verið. Jafnvel í draumi hefði ég ekki gert neitt svo ómannúðlegt. Ef ég hefði lokað þig inni í safninu, þá er ég viss um að ég hefði verið inni hjá þér. Reyndu að láta þig dreyma minni fjarstæðu i nótt. Því við erum vinir, er það ekki, fallega stúlka með gullnu augun ? Og áðui' en hún fékk tíma til að svara, hélt Dick áfram, eins og hann væri að hugsa upp- hátt: — Þetta er sannarlega falleg hálsfesti. Þessi snögga breyting á umræðuefni gerði Olgu dálítið ruglaða. Dick hélt áfram: — En hafði Elena haft einhver kynni af henni áður, úr því hún vakti svo mikla og kynlega aðdáun hjá henni ? — Eg hef enga hugmynd um það, svaraði Olga og roðnaði. — Hvað sjáfri mér viðvikur, þá sá ég hana í fyrsta sinn i kvöld. — Vegna þessa „sérstaka tækifæris?" Þú átt ákaflega heillandi eiginmann, er það ekki? En afbrýðisaman. Af brýðisaman ? — Þessar skemmtilegu trúnaðarviðræður okk- ar gera hann taugaóstyrkan. Hann hefur ekki af okkur augun. Ég þekki sjúkdómseinkennin. Ótal eiginmönnum finnst ég óþolandi. En þeir hafa rangt fyrir sér. — Að Xavier sé afbrýðisamur ? Það er hrein- asta fjarstæða! Dick skellihló. - Þú segir þetta af jafn mikl- um sannfæringarkrafti og þú mundir segja „af- brýðisamur við Popotapoulos gamla“. Tamarova greifafrú kom nú aftur til þeirra, en einhver stöðvaði Xavier, sem ætlaði að koma á eftir henni. — Maðurinn yðar er búinn að þyggja boð mitt um að þið eyðið helginni með mér, ef þér hafið ekkert á móti því, sagði hún hjartanlega og lagði hendina á handlegg Olgu. — Helginni ? spurði Olga skjálfandi röddu. — Já, maðurinn minn er að veiða uppi í fjöll- um, sagði greifafrúin til skýringar. — Hann er svo mikið fyrir íþróttir. Við förum því þangað í smá hóp fyrir helgina og leggjum af stað í býtið í fyrramálið. Við reiknum þá með ykkur, er það ekki ? Olga stóð eins og negld niður og hugsaði með sjálfri sér, að hún virtist ætla að halda áfram að vera eins og brúða í brúðuleikhúsi, sem hver sem væri gæti sett af stað með þvi að kippa í þræðina. Hún kveið fyrir helginni, þegar hún yrði að halda áfram að leika eiginkonu Xaviers. Hún fann að hann horfði á hana yfir þveran salinn. Hann bar af hinum karlmönnunum, svo hár og grannur, tignarlegur í fasi, glæsilegur og svipmikill. Hún mætti augnaráði hans og undir eins kom þetta bitra bros á varir hans, og hann hrukkaði ennið. Framhald í nœsta blaöi. HAFIÐ ÞÉR KYNNT YÐUR KOSTIHINNAR NÝJU DIESELVÉLASMURNINGSOLÍU ESSOLUBE SDX ESSOLUBE SDX er alhliða smurn- ingsolía fyrir allar tegundir diesel- véla. ESSOLUBE SDX er fullkomnasta smurningsolían fyrir diselvélar, sem völ er á. ESSOLUBE SDX er til í þremur S.A.E. þykktum, 20, 30 og 40. ESSOLUBE SDX hefur verið not- uð undanfarin tvö ár hér á landi á allar tegundir dieselvéla við erf- iðustu skilyrði. ESSOLUBE SDX hefur leyst til fulls vandann í sambandi við hringjafestingar, sótmyndun á út- blásturslokum og bullukollum. ESSOLUBE SDX heldur vélunum algjörlega hreinum. Essolube SDX leysir vandann OLlUFÉLAGIÐ H.F. REYKJAVÍK - SÍMI B16DD 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.