Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 8
ÞAÐ VAR á ÆVINGU í sjónvarpsstöð í Hollywood sem blaðamaður
einn sneri sér að kunningja sínum, kinkaði kolli í áttina til stúlku
að nafni Dinah Shore og sagði: „Veiztu hvað, hún gengur alveg
fram af mér stundum. fig er búinn áð þekkja hana í níu ár — og
enn þann dag í dag hef ég ekki fundið neitt það í fari hennar, sem
mér líkar ekki við.“
Hann horfði brosandi á eftir stjörnunni, þegar hún gekk út af sviðinu,
kát bg aðlaðandi, þrátt fyrir allt umstangið í kringum hana. Það steig
Jienni sannarlega ekki til höfuðs. Hún virtist naumast taka eftir því, þótt á
hœla hennar færi heil hersing aðstoðarmanna og samstarfsmanna: leikstjór-
inn hennar, undirleikari, hárgreiðslustúlka, þerna, hljómsveitarstjóri, frétta-
maður, blaðafuiltrúi, þjónn með smjörbrauðsbakka, afgreiðslustúlka úr
klæðaverzlun með nokkur sýnishorn af blússum, leikari og kvenmaður með
lubbalegan húnd í fanginu, sem Dinah var að hugsa um að kaupa handa
dóttur sinni.
„Það eru tíu mínútur þangað til byrjað verður að sjónvarpa þættinum
hennar," sagði blaðamaðurinn. „Plestar aðrar stjörnur mundu vera byrjað-
ar að dansa af geðshræringu. En líttu bara á hana, hve fullkomlega ó-
kvíðin hún er'.“ Dinah sat fyrir framan spegilinn í snyrtiherberginu sinu
og hélt á lubbalega hundinum í kjöltu sér. Hárgreiðslustúlkan var byrjuð
að bursta á henni hárið og „sminkarinn' bað hana í guðanna bænum að
sitja kyrra á meðan hann límdi á hana fölsku augnahárin. Hún hlustaði
líka á nokkrar ábendingar frá leikstjóranum, las textann við nýja lagið,
sem hún átti að syngja, svaraði spurningum fréttamannsins, borðaði eina
brauðsneið af smurbrauðsbakkanum og gerði að gamni sinu við mótleikara
sinn. Þegar komið var að sýningartíma, gekk hún út úr snyrtiherberginu
og fram á sviðið, þar sem sjónvarpsvélarnar fluttu mynd hennar og rödd
inn á milljónir heimila. Og hún var fullkomlega róleg og sæl.
Hún byrjaði á því að syngja nokkur vinsæl lög, og hún endaði með
því að þakka gestunum í sjónvarpssalnum hjartanlega fyrir komuna.
„Mér þykir alltaf svo gaman að sjá ykkur," sagði hún hlýlega.
Það var heldur ekki blöðum um það að fletta: hún átti hug og hjörtu
áhorfertda. Hermaður blístraði glettnislega til hennar. Gömul kona hvíslaði
að vinkonu sinni: „Er hún ekki indisleg! Hún minnir mig svo á hana
Jennifer mína, þegar hún i/ar lítil.“ Þrettán ára stelpa í bláum nankins-
buxum sagði: „Émundur minn, hvað hún syngur dásamlega!" Og einn af
mönnunum í hljómsveitinni sagði: „Dinah er ósvikin söngkona. Hún þarf
eklii að vera með neitt sprell til þess að hrifa mann."
Dinah Shore á eflaust meðal annars það að þakka vinsældir sínar, hve
auðvelt henni reynist að umgangast fólk. Bókstaflega öllum fellur vel við
hana. Hún neitar því heldur ekki, að það sé markið, sem hún stefni að.
„Ég er fjári lagin," segir hún og hlær, „fjári lagin að afla mér vina. Ég
hefði átt að fara út í pólitík!"
Paðir Dinuh, S. A. Shore, var fæddur í Evrópu en fluttist ungur til
Bandaríkjanna. Hann giftist og settist að í bænum Winchester í Tennessee,
þar sem hann stofnaði vefnaðarvöruverzlun. Þarna fæddust dætur hans
tvær: Elizabeth og Frances Rose (sem síðar tók sér leikaranafnið Dinah).
Shore, kona hans og dætur voru fyrstu Gyðingarnir, sem tóku sér
8
bólfestu í Winchester, og um skeiö virtust bæjarbúar á báðum áttum um,
hvernig þeir ættu að taka þeim. Elizabeth, eldri systirin, segir, að fyrstu
árin hafi ekki verið laust við, að hún fengi að gjalda þess, að hún var
Gyðingur. Dinah, sem er nokkrum árum yngri, segist hinsvegar mjög sjaldan
hafa orðið vör við Gyðingahatur. Svo mikið er vist, að faðir hennar eign-
aðist að lokum fjölda vina i Winchester og varð einn af forystumönnum
bæjarins.
Dinah var tólf ára, þegar hún fékk lömunarveiki. Báðir fætur hennar
lömuðust. Þetta var hræðilegt áfall fyrir annan eins ærslabelg. Hún hafði
verið fjörkálfurinn í fjölskyldunni og hneigð fyrir íþróttir, söng og dans.
Um skeið leit út fyrir, að hún mundi verða lömuð ævilangt. Læknarnir,
sem hún var send til, gátu lítið -hjálpað henni, og fótum hennar fór ekkert
fram þrátt fyrir strangar og þjáningarfullar læknisaðgerðir. Að lokum
kvaddi faðir hennar til sérfræðing frá New York. Honum tókst að hjálpa
henni. Þegar hún hóf menntaskólanám í Nashville, gat hún ekki einasta
gengið, hún gat líka hlaupið. Hún bar engin líkamslíti eftir sjúlcdóminn.
En hún hafði glatað sálarró sinni og sjálfstrausti. Hún fékk þá flugu í.
höfuðið, að fólk forðaðist þá, sem fengið hefðu lömunarveiki. Hún kennir
því um, að móðir hennar reyndi af einhverjum ástæðum að leyna því eftir
megni, hvernig komið var fyrir dótturinni. Henni hefur eflaust komið gott
eitt til. En þetta hafði slæm áhrif á sálarlíf Dinuh, og hún sigraðist ekki
á þessum ótta fyrr en hún kynntist George Montgomery, sem síðar átti.
eftir að verða maðurinn hennar.
Nokkru eftir að þau hittust, ákvað hún eftir mikið sálarstríð að segja.
honum frá hinu „hræðilega leyndarmáli." Þau höfðu farið saman á skauta.
Hann var að hjálpa henni i skóna, þegar hún stundi upp játningunni. Ilún.
bætti við aumkunarlega: „Mér fannst ég verða að segja þér það, þó að
það sé mér í rauninni þvert um geð.“
George horfði um stund þegjandi á hana — og fór svo að skellihlægja.
„Þetta er eitt af því heimskulegasta sem ég hef heyrt," sagði hann. „Hvað-
heldurðu við gerum við lömunarveikissjúklinga ? Skjótum þá?“ Hann þreif
hana i fang sér og hún tók undir hlátur hans. Það var eins og þungu fargi
væri létt af hjarta hennar.
Dinah reyndist afbragðs námsmaður. Hún var jafnan meðal þeirra
hæstu í menntaskólanum i Nashville. Hún var líka ákaflega vinsæl meðal
skólasystkina sinna; öllum féll vel við hana — eins og hún fellur öllum i
geð enn þann dag í dag.
Hún var glöð og kát og ræðin, en hún var líka furðulega tilfinninganæm.
Hún „fann á sér“ hluti, og gerir það enn í dag. Hún getur enga skýringu:
gefið á þessu ,,auka“ skilningarviti sínu, en sé því hreyft, að þetta sé ef
til vill aðeins eintómur hugarburður, þá mótmælir hún harðlega. Hún
getur líka nefnt manni dæmi um þessa „skyggnigáfu" sína —- furðuleg dæmi.
Þegar hún var í 2. bekk menntaskólans, kom það fyrir í kennslustund,.
að hún stóð skyndilega á fætur, gekk til kennarans og sagði: „Ég verð:
að fá að fara heim. Það er eitthvað voðalegt að henni mömrnu." Kennarinn.
spurði undrandi: „Hvernig veiztu það?“ Dinah svaraði: „Ég veit það ekkl
— ég veit aðeins að hún þarfnast mín. Ég verð að fá að fara.“ Kennarinn.
sagði henni að hringja fyrst heim til sín. Vinnustúlkan, sem svaraði, sagði:
„Mikið er ég fegin, að þú skyldir hringja. Hún mamma þín er með svo
hræðilegar magakvalir. Ég vildi að þú kæmir
strax heim.“ Dinah fór heim í trássi við kenn-
arann, sem fannst það hlægilegt að vera með
allt þetta umstang' af ekki meira tilefni. Dinah
hljóp beint upp í svefnherbergi móður sinnar.
Hún kom rétt nógu snemma til þess að grípa
í hendina á henni áður en hún dó af hjartaslagi.
Þá var móðir hennar aceins 44 ára.
Á seinni árum hefur hún séð fyrir skemmti-
legri atburði. Hún var byrjuð að syngja með
hljómsveit í Atlantic City, þegar hún kvöld eitt
fór í bíó með vinstúlku sinni. George Montgomery
lék aðalhlutverkið í myndinni. „Þessum giftist
ég,“ sagði Dinah við vinstúlkuna. Nú, því er ekki
að neita, að Montgomery er mesti myndarmaður
og fjöldi ungva stúlkna hefuc eflaust einhvern-
tíma ákveðið að giftast honum. En Dinuh vai'
bláköld alvara. Nokkrum dögum síðar las hún
um Montgomery og kærustuna hans — fræga
og fína stjörnu — í kvikmyndablaði. Dinah hristi
höfuðið og sagði: „Æ hvað þetta er leiðinlegt:
A vígstöðvunum
þýzka leyniskyttu
Frakklamli. Hún skaut á
— með myndivél!