Vikan


Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 17

Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 17
iallið í ljúfa löð, ef svo mætti segja. Ég á við, ■að hann var vanur að stjákla í kring'um stúlkuna í nokkra daga, síðan var venjulegt, að stúlkan yrði bálvond yfir einhverju axarskafti hans, eða bara gæti ekki þoiað að umgangast hann lengur fyrir nokkurn pening og léti hann sigla sinn sjó, og síðan ekki söguna meir. Allt saman ósköp þægilegt og notalegt og skipulegt, getur maður •sagt. En þetta var annar handleggur. Hérna kom nokkuð nýtt til skjalanna, hinn afbrýðisami með- biðill. Það, að honum varð litið á kvæðabókina eftir Tennyson, réð úrslitum. Hún hafði komið dag- inn áður, og hann var þegar búinn að stauta :sig fram úr tveim þriðju af Mærinni frá Móum. Og tilhugsunin um, ef hann laumaðist núna frá öllu saman, að öll þessi hryllilega áreynsla væri unnin fyrir gýg, reið baggamuninn. Þennan eftir- miðdag fór hann enn á ný til búgarðsins og bjó sig til að hrinda sinni upprunalegu ráðagerð í framkvæmd. Og imyndið ykkur undrun hans og ánægju, þegar hann komst að raun um, að Bráðbani kafteinn var ekki meðal viðstaddra. Það eru mjög fáir kostir við að hafa hermann fyrir meðbiðil, en einn þeirra er sá, að hermað- ur verður alltaf við og við að skreppa til London til að finna blækurnar í hermálaráðuneytinu. Þetta hafði Bráðbani kafteinn gert í dag, og það var furðulegt, hve mikill munur var að hafa hann fjarverandi. Teddi virtist fyllast kæti og hughreysti meðan hann var að háma í sig ristað, smurt brauð. Hann hafði lokið við Mær- ina frá Móum um morguninn og var uppfullur af góðu viðræðuefni. Það var einungis tímaspurs- mál, áleit hann, þangað til honum gæfist tæki- færi til að koma umræðunum i réttan farveg og láta ljós sitt skína. Og brátt kom tækifærið. Lafði Karakúls, sem ætlaði að fara að skrifa bréf, dokaði við í dyr- unum til að spyrja Apríl, hvort hún ætti að skila nokkru til Jafets, frænda hennar. „Ég bið ósköp vel að heilsa honum," sagði Aþríl, „og segðu honum, að ég voni honum líði vel í Bornmynni.11 Dyrnar lokuðust. Teddi ræskti sig. „Er hann fluttur ?“ sagði Teddi. „Hvað vorjuð þér að segja?“ „Ég var bara að gera að gamni mínu. Jafet, þér vitið, Tennyson, þér vitið. Þér munið að í Mærinni frá Móum var Jafet vanur að halda oftast til i Kópalóni.“ Stúlkan starði á hann og missti brauðsneiðina sína á gólfið, svo mikið varð henni um. „Þér ætlið þó ekki að segja mér, að þér lesið Tennyson, herra Vídalíns.“ „Ég?" sagði Teddi. „Tennysori? Lesi Tenny- son? Hvort ég lesi Tennyson? En sú spurning! ■Guð minn góður! Ég sem kann hann utan að — sumt af honum." „Það geri ég líka! Brotnaðu, brotnaðu, brotn- •aðu á þínum köldu, gráu steinum, ó sjór . . . „Alveg rétt. Eða skulum við segja Mærin frá Móurn". „Ég er á sama máli og hann, sem syngur . . ." „Sömuleiðis ég, algerlega. Og svo er það enn- fremur Mærin frá Móum. Anzi skemmtilegt, að þér skylduð líka vera hrifin af Tennyson." „Mér finnst hann undursamlegur." „Hann stendur fyrir sínu, karlinn sá! T. d. Mærin frá Móum. Enginn hortittur það!“ „Það er frámunalega heimskulegt, hvernig fólk hæðist að honum nú, á dögum." „Bannsettii' fávitar. Vita ekki, hvað er þeim fyrir beztu." „Hann er eftirlætisskáldið mitt." „Sæl, nafna. Hvaða fugl, sem getur ort Mærina frá Móum . . . .“ Þau störðu hvort á annað djúpt snortin. „Aldrei hefði mér dottið þetta í hug,“ sagði Apríl. „Hvers vegna ekki?" „Ég á við, að þér komuð mér þannig fyrir sjónir að vera . . . ja, frekar gefinn fyrir dans og næturklúbba." „Ha! Ég ? Næturklúbba? Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt! Mín bezta skemmtun á kvöldin er að blaða í nýjustu bókinni eftir Tennyson." „Pinnst yður „Harningjukvöld" ekki draumur?" „Það hefði ég haldið. Og „Mærin frá Móurn." „Og „Mád“.“ „Snilldarkvæði," sagði Teddi. Og „Mærin frá Móum“.“ „En hvað þér virðist hrifinn af Mærinni frá Móum!“ „Já, það er ég eannarlega." „Það er ég vitanlega líka. Áin hérna minnir mig alltaf svo mikið á það kvæði.“ „Já, hvernig læt ég!“ sagði Teddi. „Ég hef allan tímann verið að reyna að koma því fyrir mig, hvers vegna það kæmi mér svona ltunnuglega fyrir sjónir. Og fyrst þér minntust á ána, hvað segðuð þér um að róa upp eftir henni á morg- un?“ Stúlkan varð efablandin á svip. „Á morgun?" „Mér dettur í hug, hvort við gætum ekki leigt bát, fengið okkur í nestið eitthvað snarl og ljóðmæli Tennysons ... ?“ „En ég var búin að lofa að fara til Birming- ham á morgun með Bráðbana kafteini og að- stoða hann við að kaupa veiðistöng. Ég held samt, að það geti beðið þangað til seinna, eða hvað finnst yður?“ „Hárrétt hjá yður.“ „Við Bráðbani getum fai’ið seinna." „Áreiðanlega,“ sagði Teddi. „Töluvert seinna. Miklu seinna. 1 rauninni held ég þér ættuð alveg að sleppa því. Við segjum þá klukkan eitt á morgun á Bæjarbryggju ?“ Það sem eftir var dagsins var Teddi í sólskins- skapi. Himinlifandi getur maður sagt. En um miðaftan, þegar hann var í makindum að skola niður tvísjússinum sínum á veitingastofunni í „Bláa ljóninu“ og var að brjótast fram úr kvæð- inu „Hamingjuhöll", féll skuggi yfir borðið, og þegar hann leit upp, mætti hann augliti Bráð- bana kafteins. „Gott kvöld, Vídalíns,“ sagði Bráðbani kafteinn. Það er aðeins eitt orð, sagði Teddi mér, sem get- ur lýst svip hins hugprúða kafteins á þessu augna- bliki, orðið óheillavænlegur. Augabrýrnar höfðu mætzt fyrir miðju enni, hakan stóð þetta tíu til fjórtán þumlunga út í loftið, og hann stóð þarna með kreppta hnefa og gaf frá sér hljóð sem líktist drununum i eldgýg, sem aðeins væri út- brunninn að nokkru leyti. Teddi bjóst á hverju augnabliki við, að bráðið hraun kynni að vella upp úr munninum, og hann var ekki alveg viss um, hvort sér litist á blikuna. Samt sem áður reyndi hann að láta eins og ekkert væri. „Nei, Bráðbani!“ sagði hann og brosti glað- lega. Hægii augabrún Bráðbana kafteins hafði nú krækzt svo rækilega við þá vinstri, að vonlaust virtist að losa hana nema með vélafli. Pramhald á blaðsíðu 40. GENGIJRÐIJ I AIJGUN A ... ? JJVERNIG geðjast „hinu kyninu“ að þér? Laglegar stúlkur eru ekki alltaf vinsæiar og þaðan af síður eftir- sóttar af karlmönnum. Sömu sögu er að segja af myndarlegum mönnmn; þeir geta haft það í fari sínu, sem kven- fólki geðjast ekki að. Hér eru fáeinar spurningar, sem höfundurinn fullyrðir að eigi að hjálpa þér að leysa úr þeirri vandasömu spurningu, hvort þú berir þig þannig að, að sennilegt sé, að „hinu kyninu“ geðjist vel að þér. Ef þú svar- ar meir en þrem rangt, þarftu að spjara þig — þ. e. að dómi „sérfræðingsins.“ Konur svari þessum 1. Kanntu ennþá að roðna? . . 2. Kanntu að velja snið og liti við þitt hæfi? .......... 3. Segirðu karlmönnum tvíræð- ar sögur ? .............. 4. Ertu of „karlmannleg“ — að dómi kunningja þinna? .... 5. Taka menn eftir þér úti á götu?.................... G. Eru sokkasaimiamir þínir beinir ? .................. 7. VUtu fremur hlusta en tala? 8. Notarðu hárgreiðslu sem hæfir andliti þínu? ..... 9. Hefurðu áberandi áhuga á að kynnast karlmönnum? . . 10. Hirðirðu neglur þínar og forðastu gula „sígarettu- fingur" ? ................... A * JA NEI Karlmenn svari þessum JA NEI i. 2. 4. 5. 6. 8. 9. 10. Áttu að minnsta kosti eitt áhugamál, sem krefst úti- vistar ? ................. Ef þú bragðar áfengi, kanntu þá með það að fara? ..... Ertu á hælunum á öllum lag- legum stúllrum sem þú sérð ? Álíturðu smekklegan fatnað fánýtan hégóma ? ........ Finnst könum þú hafa skemmtilega kýmnigáfu? . . Rakarðu þig oftar en einu sinni á dag ef nauðsyn kref- ur? ...................... Leiðist þér yfirleitt í sam- kvæmum ? ................. Kemurðu til dyranna eins og þú ert klæddur ? ........ Ertu feiminn við konur? . . Ertu sæmilegur dansmaður? ‘6 'L 'f ‘S :«K '01 ‘8 ‘9 ‘S ‘Z ‘T :?f 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.