Vikan


Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 32

Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 32
ARFURINN rnpOAPA- PABKE MASSON, bandarískur vararœðis- UllunUn, maður í Napoli, er í heimsókn hjá KÖRLU CARLUCCI, á búgarði frænda hennar, TOMASAR, sem hefur auðgast í Bandaríkjunum, en býr nú á búgarði föður síns heima á ltalíu. Á heimilinu er systir hans, MARlA MELZI, og sonur hennar, LUCIANO. Morgun- inn eftir komu ræðismannsins finnst Tomas myrtur niðri við ána, þar sem hann hefur látið byrja á að grafa stíflu, en orðið að fresta því vegna mótstöðu nágrann- anna og stjórnarinnar. Rizzo Iögreglustjóri hefur málið með höndum, en hann hefur verið kunningi Tomasar, ásamt „Comandantinum", hinum opinbera verkfræðingi ríkisins og GUILIO greifa en ALBRIZIO, sonur hins siðastnefnda, er ásttfanginn af Körlu. Allir hafa búizt við að María mundi erfa búgarðinn, en í staðinn erfir Karla hann. Hún hugsar sér samt að láta hann ganga til frænku sinnar. Karla og Parke hafa komist að fornleifa- fundi á þeim stað, þar sem stíflan átti að standa, og finna brátt hvemig á því stendur. Morguninn sem Tomas er myrtur, hefur hann borðað með vinum sínum, „ráð- inu“ svokallaða, í Paradiso-veitingahúsinu. ÞAÐ var þegar orðið skuggsýnt, þegar við komum út. Veðrið var dásam- legt, og mér hraus hálfgert hugur við því, að fara aftur heim í þetta drungalega hús. — Heyrðu, sagði ég, — myndir þú nokkurn tíma rétta við eftir hneykslið, sem það ylli, ef við borðuðum kvöidverð hérna í bænum? Við skulum gera það, sagði hún ánægð. — Og ég er viss um, að það veldur engu hneyksli. Við getum farið í Paradiso veitingahúsið, eins og hann geiði. Honum þótti svo góðui- silungur þar. Hann er lifandi, í lítilli tjörn, og maður veiðir sjálfur í net þann, sem mann langar í. Virðulegui’, brosandi þjónn fór með okkur að stóru, kringlóttu borði úti á svölunum. Á því var rauðköflóttur dúkur, eins og á öllum hinum borðunum. Karla varð alvarleg á svip. Er þetta ekki borð ,,Ráðsins“, Gaetano ? Jú, signorina, sagði þjónninn og hristi höfuðið. -— Hann var — þeir voru allir svo kátir hérna á mánudagsmorguninn. Hvern hefði grunað . ... ? - Ég býst ekki við að þér hafið heyrt, um hvað þeir voru að tala? spurði ég, en gerði mér samt grein fyrir því, að þetta var ekki vel við- eigandi spurning. Hann leit á mig ásökunaraugum. — Signore, ég legg ekki í vana minn að standa á hleri! En hins vegar tala þeir alltaf fremur hátt. Umræðurn- ar voru um stíflur. Svo var Carlucci kallaður í símann. Símann! Hver hringdi til hans ? spurði Karla. Hvernig ætti ég að vita það, signorina? sagði hann vandræðalega. — Svo kom Falcone, og Silvano læknir líka. Og svo held ég að Command- antinn hafi komið. En alltaf voru það stíflur, og ekkert nema stíflur! Það var gaman að veiða silunginn í litlu, steinsteyptu tjörninni. Á meðan við biðum eftir að fá hann matreiddan, sagði Karla: — Kannski gæti Rizzo haft upp á þeim, sem hringdi í Tomas frænda. Hún fór í sím- ann og hringdi til hans. Hann sagðist skyldi reyna, en hann hefði ekki heyrt neitt um þessa símahringingu fyrr en nú. Meðan á máltíðinni stóð, virtumst við geta gleymt því, sem dunið hafði yfir síðustu daga, en það var ekki nema stutta stund. Þegar ég bað um reikninginn, kom þjónninn með stóra reikningsblokk og fór að skrifa niður það sem við höfðum fengið. Þá kom mér nokkuð í hug. Gaetano, þú sagðir, að þeir hefðu dregið upp myndir af stiflunni. A hvað skrifuðu þeirf F'ngu þeir blað hjá þér? Hann starði á mig og hristi höfuðið. Karla virtist ekki síður ' undrandi yfir þessari spurningu, svo ég sagði við hana: — Þeir hefðu ekki getað skrifað á þennan köflótta dúk. Og það er ekkert eðlilegra en að maður stingi hendinni niður í vasann eftir bréfmiða. — Bréfið! stundi hún. — Ef til vill, sagði ég. Svo sneri ég mér aftur að þjóninum. — Hvað varð um blaðið, sem þeir skrifuðu á? Skildu þeir það eftir á borðinu? Eða köstuðu þeir því í ruslakörfuna? Ég veit það ekki, signore, sagði hann. — Ég skal spyrja hina þjónana. En enginn virtist hafa veitt því neina athygli hvað varð um bréfið, — ef það var þá bréfið — að minnsta kosti hlaut það að hafa verið eitt- hvert blað. Það var orðið framorðið þegar við ókum heim, fremur þögul. Karla sneri inn á Cailucci veginn og stanzaði aftur við stífluna. Við höfðum tekið blæjuna af bílnum og sátum þögul í tunglsljósinu. Eftir nokkra stund hvíslaði Karla: Parke, getur það verið? Var það mögulegt, að einhvers staðar undir þessum slípuðu steinum og sandi væii gotneskur konungur ennþá ríðandi í öllum herklæðum á stríðshestinum sínum, og héldi vörð um auðæfi Rómar? - Ef til vill, sagði ég hægt. — I kvöld virðist allt geta átt sér stað. Hún hvildi í örmum mér, heit og ilmandi. Skyndilega nálgaðist okkur svört vera aftan frá og nam staðar rétt við hlið mér. Ég kipptist við og heyrði þá hlegið hæðnishlátri. Skemmtilegt kvöld, sagði sama hæðnislega röddin. — Kvöld fyrir elskendur! Það var frændi Körlu. — Þú - þú gerðir okkur hrædd, Luciano! sagði Karla og kenndi ótta i röddinni. Hann hló óskemmtilegum hlátri. — Það er bara vegna þess að ég er gangandi, kæra frænka. Ef ég ætti bíl, hefði ég ekki komið ykkur að óvörum. Hægri hendin á mér krepptist ósjálfrátt, en Karla sagði þreytulega: — Komdu upp í bílinn, Luciano. Við skulum aka þér heim. Ekkert okkar sagði orð á heimleiðinni. Veðrið breyttist næsta dag, og mér létti við að sjá ský aftui' eftir allt sólskinið. Það var svo lágskýjað, að fjallatopparnir voru huldir. Ég gekk út á svalirnar og sá þá hest bundinn fyrir utan. Ég bölvaði í hljóði, fór inn og klæddi mig í flýti og gekk svo niður. En það var bara gamli greifinn. Þegar ég kom inn virtist hann vera alveg rólegur, en Karla var rjóð í kinnum. Líklega hafði hann komið til þess að tala við hana um rifrildið, hegðun sonar sins, og afsökunina — ef hann hafði þá nokkuð beðist afsökunar, hugsaði ég. Og sjálfsagt hafði hann rætt um giftinguna lika. — Ég var að segja Albrizio greifa að ég ætlaði að láta ljúka við stífluna, sagði Karla. Gamli höfðinginn kinkaði kolli til samþykkis. — Góð hugmynd, sagði hann. Þar sem þau höfðu leitt talið að stíflunni, var auðvelt að leiða talið að rýtingnum, sem hafði fundizt þar. — Tomas hafði hann einu sinni með sér, þegar hann kom til að tefla við mig, sagði hann rólega. Hann ætlaði að reyna að finna einhverjar bækur í bókasafni mínu. sem gætu hjálpað honum til að komast að raun um, frá hvaða tíma hann væri. — Og fann hann eitthvað ? spurði Karla spennt. Hann virti hana fyrir sér. — Ekki vissi ég til þess. Að minnsta kosti sagði hann mér ekki frá því. Þegar hann var farinn, sagði Karla mér ekki um hvað þau höfðu verið að tala áður en ég kom inn, og ég spurði ekki heldur. Ég vildi ekki haga mér eins og afbrýðisamur kjáni. Við áttum fyrir höndum það óskemmtilega verkefni, að rannsaka einkabréf Tomasar. Við höfðum ekki lokið því fyrir hádegisverð, svo að við höfðum góða og gilda ástæðu til að fá matinn sendan inn í bókasafnið, og vorum þar með laus við fjöl- skylduna í það skiptið. Veðrið versnaði. Það var ekki skemmtilegt að fara í ökuferð i slíku óveðri, en viö höfðum margt að gera i bænum. Karla ók gætilega eftir þjóðveginum. Falcone lögfræðingur virtist drandi, þegar hún bað hann að útbúa skjöl, þar sem hún afhenti frænku smni búgarðinn. — Það er mjög göfug- 32

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.