Vikan


Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 36

Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 36
C. S. FORESTER : inmELnim 4 AÐ gang'a svo margar ski-ýtnar sögfur milli mt manna um brúðkaupið hjá Jones — og væntanleg birting á ritgerð Macnamara pró- fessors á eftir að gera þær jafnvel ennþá kyn- legri í augum fólks —- svo að ég ætla að birta allar þær staöreyndir, sem ég þekki, til að ’r stöðva þennan afbakaða orðróm. Æ En ég verð að fara langt aftur í tímann, ef ég byrja á byrjuninni, eins og ég ætti að gera; .tfMÉMBÉÉÍÍIMk, ég verð að fara alla leið aftur til síðastliðins sumars, en þrátt fyrir það verð ég fyrst að byrja á þvi að lýsa Macnamara prófessor. Angus er háalvarlegur Skoti, sem getur stundum verið einhver sá ókurteisasti og tillitslausasti maður, sem ég þekki. En það kemur þó aðeins sjaldan fyrir, og bendir alltaf til þess að hann sé of niðursokkinn i starf sitt, til að taka tillit til annarra. Hann kom hingað að Háskólanum sem lífefnafræðingur, þekktur á alþjóðlegum vettvangi, þó hann væri aðeins rúmlega þrítugur. Þetta og það að hann var ókvæntur brá yfir hann einhverjum ljóma í augum kvenfólksins, sem augljóst áhugaleysi hans á öllu öðru en starfi sínu dró ekkert úr — hefur kannski meira að segja aukið á það, þar sem hann er svosem nægilega glæsilegur í útliti á sinn grindhoraða og háa, skozka hátt. Þessi síðastliðin fjögur ár síðan hann kom, hefur hann aukið mjög álit sitt sem lífeðlisfræðingur, en ekki — fyrr en nýlega — álit sitt sem kvennamaður. Satt að segja hefur Dorothy konan mín, sem tók hann undir sinn verndaryæng (eftir því sem það er hægt með þennan klunna- lega mann) af sömu gæzku sem hún sýnir öllum lifandi verum, verið einasta konan, sem hann talaði hlýlegt orð til. Nú getum við því byrjað söguna síðastliðið sumar. Macnamara var staddur úti í garðinum hjá mér í kvöldsólinni, en ég var að líta eftir vatnaliljunum mínum og gefa gullfiskunum, sem lifa meðal þeirra. Aumingja gullfiskarnir voru að „stíga í vænginn" eða „eltast" — og allt sem gerðist þaðan í frá skrifast á reikning þeirra og hinnar hömlu- lausu hegðunar þeirra. Alltaf öðru hverju eftir að fer að hlýna, fara gullfiskarnir að hugsa fyrir nýrri kynslóð. Þeir byrja ákaflega varfærn- islega með þvi að ýta nefjunum hver í siðuna á öðrum, þvi næst fara þeir að færa sig upp á skaptið og draga sig í hlé á víxl og sækja svo meira og meira í sig veðrið, þangað til þeir þjóta allir í þéttri torfu fram og aftur um pollinn með sívaxandi æsingi, svo að vatnið gárar. Þessu halda þeir kannski áfram í þrjá daga, áður en búið er að koma frjófguðum eggjunum fyrir á plönturótunum. Og þarna voru þeir nú í eins æðis- gengnum eltingaleik og þeir ferkast gátu, jafn heimskulegum og ef fólk á giftingaraldri hópaðist saman og léki 72 holur í golfi á dag í heila viku áður en hópgifting færi fram. Hvað eru þeir að gera? spurði Macnamara, og ég útskýrði það fyrir honum. Það er eftirtektarvert, sagði Macnamara, sem stóð gleiður á vatns- baltkanum og horfði á þessar bjánalegu aðfarir. Og svo lagði hann fyrir mig spurningu, sem ég er hræddur um að eigi eftir að breyta sögu heims- ins — ákaflega einfalda spurningu, sem að mikilvægi er þó aðeins hægt að líkja við spurningu Newtons, þegar hann spurði hvers vgena eplið félli ekki upp í móti. - Hvað kemur þeim til að hegða sér svona allir í einu? — Spurðu mig ekki að því, svaraði ég. Er þetta alltaf þannig? hélt Macnamara áfram. —- Sér maður aldrei eitt par fara út í horn út af fyrir sig? Nei, svaraði ég. -— Þetta er bezta dæmið um múgmennsku, sem ég þekki. Og þeir hafa heldur enga smáborgaralega hleypidóma um að þeir þurfi að vera í einrúmi. •— Svona skipulagslausum hugsanagangi gat ég einmitt búizt við hjá þér, þar sem þig skortir alla vísindalega þjálfun, sagði Macnamara. Ef þetta er múgmennska, hvar er þá driffjöðrin? Því skyldu þeir fá þá flugu í höfuðið allir í einu að hegða sér svona. Er um eftirlíkingar- aðferðina að ræða? — Nei, cvaraði ég. — Og þú mundir heldur ekki koma með þá uppá- stungu, ef þú vissir eins mikið og ég um það, hve gjörsamlega hugsunar- snauðir gullfiskar eru. Meðan ég var að tala, reis einn af fallegustu rauðu kvenfiskunum eitt dýrðlegt andartak upp á purpurarauða vatnalilju, lyft af samtaka þrýstingi nokkurra karlfiska, og blakaði uggunum með dásamlegum til- burðum, áðui' en hún rann aftur niður í vatnið — það var falleg sjón í sólskininu. En ég held að Macnamara hafi kært sig kollóttan um þessa fegurð. —- Þetta er líklega ekki fjarskynjun, sagði hann. — Sennilegasta drif- fjöðrin er efnafræðilegs eðlis. Það bendir til útferðar í vatnið. Eru fiskarnir nógu næmir til að finna eitthvað slíkt? — Já, svaraði ég. — Ef þeir væru ekki svona niðursokknir í einkamál sín núna, þá mundu þeir hafa fundið lyktina af þessum niðurbrytjaða krabba í hinum enda pollsins og vera að háma hann í sig þessa stund- inai — Þetta er mjög eftirtektarvert, sagði Macnamara aftur. — Það er kannski þess virði að rannsaka það nánar. Ég hef í hyggju að láta Háskólann útvega poli og gullfiska. Þá get ég látið nemendur mína lelta að hinum ráðandi þætti. — Ef þú gerðir það, yrðirðu að bíða dágóðan tíma, sagði ég. — Gull- fiskar kæra sig ekki um nýja polla og þeim geðjast ekki að breyttu umhverfi. Þeir mundu sennilega ekki byrja að stíga í vænginn aftur fyrr en á næsta ári. •—■ O-o hver fjárinn, sagði Macnamara. — Jæja, en hérna höfum við pollinn þinn. Eftir hegðun fiskanna að dæma hlýtur þessi ráðandi þátt- ur að vera til staðar núna, ef hann er þá til. Og þannig byrjaði það. Eftir þetta gat ég varla kallað vatnalilju- pollinn minn mína eigin eign. Macnamara óg ungu piltarnir hans voru sífellt að biðja um sýnishorn af vatninu, og mér var falið að síma skýrslu um það daglega, hvort fiskarnir væru í eltingarhugleiðingum, hættir að eltast á eða byrjaðir aftur að elta hvern annan. — Það er fjári óhreint þetta vatn, sem þú hefur í pollinum þínum, nöldraði Macnamara einn daginn um sumarið. — Við erum í vandræðum með að þekkja öll þessi óhreinindi. — Á þeim dýrðardögum, þegar ég hafði eignarétt á minni eigin sál, þá ræktaði ég vatnaliljur sjálfum mér til ánægju, en ekki til að auka þekkingu lífefnafræðinnar. Vatnaliljur vilja óhreint vatn :— þær krefjast þess blátt áfram. Og það gera gullfiskar líka. Við hádegisverðarborðið í Deildarklúbbnum skömmu seinna, lét Mac- namara svo lítið að fræða mig um hvernig gengi. Við erum komnir á einhverja slóð, sagði hann. — Við erum búnir að finna fremur undarlegt efni, sem fyrirfinnst þarna mjög þunnt. Það er sýnilega amino-acid. En það er eitthvað kynlegt við sámsetninguna. Sagð- irðu að fiskarnir væru aftur farnir að þjóta um? — Já, sagði ég. — Ágætt. Ég sendi niðureftir til þín eftir níutíu litrum af vatni eða svo, sagði Macnamara. Hafðu það eins og þú vilt, sagði ég. Það hefði reyndar ekki skipt nokki'u máli hvað ég hefði sagt, ekki þegar Macnamara var annars veg- ar. 1 augum forfallins lífefnafræðings er eignarétturinn einfaldlega ekki til. — - Þetta amoni-ácid verður sífellt kynlegra eftir því sem við vitum meira um það, sagði Macnamara í annað skipti. — Þetta ér ekki eitt af þeim efnum, sem við höfum áður haft einhver kynni af. Það er í þvi nitroflokkur á þeim stað í samsetningunni, þar sem enginn nitroflokkur á nokkurt erindi. Þetta sker mig inn að hjartarótum, sagði ég. Það er ekki öllum, sem tekst að vera hnittnir, þegar þeir eru með einhverja fyndni, sagði Macnamara. — En aðalatriðið er, að við erum að minnsta kosti komnir á spor nýrrar efnablöndu. Hvort hún er það, sem við erum að leita að eða ekki, geta tilraunirnar einar leitt í ljós. Hún er rokgjörn og óstöðug, og það er aldrei nema vottur af henni fyrir hendi. Ég byggi vonir mínar á því að við get- um búið hana til — við höfum ótal tilvisanir um það hvernir hún er samansett. Og þá er að- eins eftir að reyna hana á. gullfiskunum. — Án nokkurs tillits til þess hvað gullfisk- unum kann að finnast um það, býst ég við? sagði ég. Seinna um sumarið kom Macnamara eitt sinn til kvöldverðar heim til okkar. Ég held satt að segja að konan mín hafi komið því í kring. 38

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.