Vikan


Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 43

Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 43
Hreinasta gull Framhald al bls. 7. nokkrar spurningar. Fyrr en varði var ég farin að sýna honum mynd af mömmu, sem ég hafði límt inn í seðlaveskið mitt. Hann virti mig vandlega fyrir sér og sagði svo: — Mér þótti líka ákaflega vænt um móður mína. Ég fékk aldrei tækifæri til að gera neitt fyrir hana, því hún dó, þegar ég var ekki ann- að en smá orkrari. Svo sneri hann sér aftur að viðskiptamál- unum. — Ég verð að vera hreinskilinn við þig, af því að þú varst hreinskilin við mig. Ég gæti sagt, að við þyrftum ekki á perlum að halda þessa stundina og þú mundir halda áfram að gera þér góðar vonir. En ég verð að segja þér sannleikann. Þetta eru ekki perlur. Þessar kúlur eru alveg verðlausar. Ostr- ur, sem hafðar eru til átu, framleiða ekki perlur. Það var eins að gólfið væri að síga undan fótum mínum. Hann lézt ekki sjá það, en hélt áfram að ræða um perlur. Síð- an fór hann að reyna að láta sér detta í hug eitthvert ráð, svo að ég gæti unnið mér inn upphæðina, sem ég þurfti á að halda. Hann átti systur, sem vann i ráðningardeild stórs verzlunar- húss . . . Hélt ég . . .? Auðvitað hélt ég að ég gæti það! Ég gæti unnið síðdegis á laugardögum. Hann skrifaði niður nafn systur sinnar ög fékk mér miðann. En úr því að ég var þarna komin, fannst mér rétt að líta á armbönd — svo að ég hefði einhverja hugmynd um verðið á þeim. Við gengum inn í aðra deild, þar sem glampandi gull- armbönd lágu á rauðum flaujelsfóðruðum bökkum undir gleri. Ég stanzaði alveg agndofa. — Ekki þessi, flýtti hann sér að segja. — Ég er hræddur um að þessi séu of dýr. En ég hef önnur! Bíddu hérna! Ég skal sýna þér þau. Hann hvarf inn um mahognihurð í hinum enda búðarinnar og kom aftur að vörmu spori með armbönd í hend- inni. í mínum augum voru þau eins falleg og nokkur armbönd gátu verið — einkum eitt! —• Hvað kostar þetta? spurði ég skjálfrödduð og rétti fram þetta upphleypta armband, sem var bæði fallegra og stærra en armband frú Carters. — J-a, verðið getur breyzt á árinu — gullverðið stígur og fellur, eins og þú skilur, sagði hann. — Það er undir ýmsu komið. Hann hélt áfram að útskýra eitthvað, sem ég skildi ekki, en að lokum sagði hann: — Ef þú getur unnið þér inn einhverja peninga, þá getur satt að segja verið, að ég geti fengið afslátt fyrir þig. Kannski þú fáir armbandið á heildsölu- verði, fyrst svona stendur á. — En ef ég hefði einhverja hugmynd um verðið, þá gæti ég betur gert mér grein fyrir því, hve hart ég þarf að leggja að mér, sagði ég feimnislega. Hann horfði lengi á mig, áður en hann sagði nokkuð, sem hefur sennilega haft meiri áhrif á líf mitt en nokkuð annað. — Ætli maður að ná árangri, þá leggur maður alltaf svolítið harð- ara að sér en manni finnst mögulegt, sagði hann stillilega. Það reyndist ekki auðvelt að fá vinnu, þrátt fyrir hjálp systur hans. Staða fyrir 14 ára telpu, sem aðeins gat unnið síðdegis á laugardögum, virtist ekki vera á hverju strái. Loks fékk ég eina. En þá var komið langt fram í marz og mikill tími farinn til spillis. Tvisvar kom ég til að líta á þetta dýrðlega armband, og þegar ég var búin að vinna mér inn 100 krónur, fór ég með seðilinn til vinar míns í skartgripaverzluninni og bað hann um að taka armbandið frá. Um leið spurði ég um verðið. Hann leit hvasst á mig og spurði hve miklu ég héldi að ég gæti unnið fyrir fram að jólum. Ég reiknaði það saman í flýti, lagði saman laun mín og dró frá hálfa mánuðinn, þegar pabbi átti frí og við vorum vön að fara úr bænum. — Ég gæti kannski borgað 500 krónur. En ég væri miklu öruggari um það, ef það kostaði aðeins 400, sagði ég. — Það kostar 450 krónur. Ég er viss um að þú getur unnið fyrir því, sagði hann með sannfæringu. En í október fékk ég barnaveiki. Ég var með óráð í margar nætur og mamma sat grátandi yfir mér, þó ég gæti ekki skilið hvers vegna. Ég var alveg æf yfir þessum veikindum. Þau voru samsæri gegn fyrirætlunum mínum. Það var ekki hægt að bæta upp tímann, sem ég varð að vera í rúminu fyrir jól. Öll vinnan og allir þeir laugardagar, þegar ég hafði fórnað leikjum með félögum mínum, voru þá til einskis. Um miðjan desember fór ég aftur í heimsókn til vinar míns. Ég var búin að ákveða að segja honum það hreinskilnislega, að ég gæti ekki útvegað þessar krónur fyrir jól. En hvernig var með afsláttinn? Hafði hann gleymt honum? Nei, það var búið að draga afsláttinn frá, annars hefði arm- bandið kostað meria en 450 krónur! Ég sá, að hann var búinn að missa trúna á mig, og mér leið illa. Kannski átti ég að segja honum frá barnaveikinni, en það mundi bara líta út fyrir að vera aumingjaleg afsökun. Þá datt mér snjallræði í hug. — Gætirðu ekki látið mig fá armbandið á jólunum, og svo heid ég áfram að vinna í janú- ar og febrúar? stundi ég upp. — Þú átt peningana alveg vísa, ef þú treystir mér. ■—- Nema þú veiktist eða eitthvað, sagði hann. Ég hló. — Ekkert slíkt getur hent mig. Ég er stálhraust, sagði ég. — Jæja, komdu hingað á laugardaginn eftir vinnu, þá hugsa ég að ég geti lofað þér armbandinu. Jólin voru á mánudegi. Aldrei hefur nokkur gjöf vakið aðra eins hrifningu, og aldrei hefur nokkur gefandi verið umvaf- inn öðru eins ástríki. Allir nágrannarnir komu til að dázt að armbandinu. Það eina, sem skyggði á ánægju mína var, að ég átti ennþá eftir að borga yfir 50 krónur, áðuy en ég gat fullkomlega litið á armbandið sem okkar eign. Ég hafði miklar áhyggjur af þessu. Ef eitthvað kæmi nú fyrir mig? Mundi skartgripaverzl- unin þá senda lögregluna á okkur? En auðvitað greiddi ég peningana í tæka tíð. Mamma bar armbandið alla ævi. Hún sagði fáum frá því, hvers vegna henni þótti svona vænt um það og hvers vegna hún var svona hreykin af því. Hún var ákaflega tilfinninga- næm kona, sem fannst að það bezta í lífinu yrði maður að hafa út af fyrir sig. Þegar hún var horfin okkur, gaf pabbi mér armbandið. Lengi vel gat ég ekki borið það, bæði vegna sorgar minnar og þar að auki vegna þess að með aldrinum skildist mér, hve börn taka ábyrgð miklu nær sér en fullorðið fólk. Ég fór að hugsa með biturleika til skartgripasalans, sem hafði í fyrstu verið svona elskulegur, en að lokum haft síðasta skildinginn út úr áhyggjufullu barni. Hann hefði átt að gera sér grein fyrir þessu. Samt sem áður hef ég með tímanum komizt að raun um, að ég á þessum manni heilmikið að þakka, því í hvert sinn, sem mig langar til að sleppa síðasta, erfiða sprettinum, minnist ég hans. Dag nokkurn fyrir nokk.rum mánuðum va.r ég að hugsa um þetta, þegar mér varð það skyndilega ljóst, að þetta ódýra jólaarmband hafði enzt óeðlilega lengi. Ég hafði alltaf litið á verðið á því frá sjónarmiði barnsins, en nú sá ég að það var eitthvað bogið við þetta. Ég reiknaði út tímann, sem liðinn var . . . Fyrir nokkrum vikum, þegar ég var stödd í dýrri skartgripa- verzlun í London, bað ég svo skartgripasalann um að líta á armbandið og segja mér, hvers virði hann héldi að það væri. — Þetta er fallegur gripur, frú, sagði hann. — Það er ekta gull. Meira að segja 18 karata gull. Ég skrifa þessa sögu núna, til að biðja óþekkta manninn, sem hafði gefið mér margra karata virði af hjartagæzku, af- sökunar á því, að ég skuli hafa dæmt hann svona rangt í öll þessi ár. Messrs. Kristja'n Ó. Skagfjord Limited. Post Box 411, REYKJAVIK, Iceland CEREBOS I HANDHÆGU BLÁU DÓSUNUM. HEIMSþEKKT G/EÐAVARA 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.