Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 29
„Þetta er pottþétt, þó ég seg'i sjálfur frá.“
„Og hvað eiga verðirnir að gera, þegar þeir uppgötva, að Repola
er horfinn? Og eftir á að hyggja: Hvar á herra Repola að dveljast ?“
„Hér inni auðvitað.“
„Og þegar gangavörðurinn sér kvenmanninn í klefanum, hvað á hann
þá að gera? Bjóða henni gleðileg jól?“
,,En þú veist ósköp vel, læknir góður, að hann er harðánægður, ef liann
sér tvo fanga í klefanum. Það er ekki beinlínis bjart í þessum skápum
ykkar, eins og þú veist. Pat litla er Repola, skilurðu!“
Eg reyndi enn: „Og þegar Repola — það er að segja frú Warren —
mætir í matsalnum á jóladagsmorgun . . . Þú ætlast vonandi ekki til
þess, að hún láti senda sér morgunverðinn upp í koju, eða er það?“
„Læknir, þetta er eintóm þrjózka í þér! Auðvitað verður hún að fara
niður i matsal. En ertu vanur þvi, að verðirnir í þessu pakkhúsi gægist
undir húfurnár okkar til þess að dást að fegurð okkar? Ónei, drengur
minn! Ef engar eru eyðurnar, þá eru þeir ánægðir."
Ég kveikti í sígarettu og horfði út um gluggann. Ég gat ekki gleymt
andlitinu á Arthur Warren. Svo dæsti ég: „Og hvenær á þessum skrípa-
leik að ljúka?“
„Á annan jóladag, þegar konurnar koma aftur. Fyrr er það ekki hægt.“
Ég sneri mér hægt við og marði sundur sigarettuna í öskubakkanum:
,,Ég þarf fyrst að tala við Pat Warren."
Ójú, mikil ósköp, hún vissi um þetta allt! „Það kom til min maður,“
sagði hún. „Þér skiljið, læknir.“
Ég kinkaði kolli; Mike hafði sin sambönd.
„Þetta er mjög hættulegt,“ sagði ég vandræðalega. „Þér skiljið, það
er ekki nóg með að þetta sé talsvert hættulegt fyrir mig . . . fyrir . .
Og þegar ég sá svipinn á andliti hennar: „Ekki svo að skilja, að það skipti
öllu máli.“
„Er hann mikið veikur?“
„Já. Já, hann er óneitanlega mikið veikur. Hann virðist alveg vera
búinn að leggja árar í bát.“
„Ég verð að komast til hans! Hann þarfnast mín!“ Augu hennar voru
kúffull af tárum.
„En þetta er alls ekki hættulaust fyrir yður. Þetta er . . . ja, þetta ei'
víst hálfgert innbrot. Þér gætuð lent i vandræðum, jafnvel komist undir
mannahendur, fengið dóm eða hver veit hvað.“
„Það skiptir ekki máli! Ó, Guð minn góður, það skiptir ekki máli!
Auk þess segir þessi Mike . . . Maðurinn sagði, að það væri hreint ekkert
að óttast. Hann sagði að þér . . .“ Hún beygði höfuðið og lauk við setn-
inguna í hálfum hljóðum: „Að þér vilduð hjálpa manninum mínum."
Ég þagði. Ég vissi ekki, hvað ég átti að segja. Loks spurði ég: „Vitið
þér nákvæmlega, hvernig þetta er hugsað ?“
„Já, ég á að koma í heimsóknartímanum á aðfangadag. Ég á að halda
mig aftast í hópnum. Um fjörutíu metra frá hliðinu eru dyr, sem á
stendur: Föngum bannaður aðgangur. Þegar ég er komin á móts við
þær . . .“
„Já.“ Ég kinkaði kolli. „En treystið þér yður til að leika hlutverk yðar
eftir að . . . inn er komið. Ég vil minna yður á, að fangelsi er býsna
óhugnarlegur staðui'. Fangelsi . . . það er eins og það þrýsti að manni
úr öllum áttum. Og þarna eru fjórtán hundruð menn, fjórtán hundruð
skapbráðir, ofsafengnir menn, og . . . og þér verðið að dvelja þama inni
tvær nætur . . . Ég verð hvergi nærri. Og Mike . . . Þegar búið er að
læsa hann inni í klefanum sínum, getur hann ekkert gert fyrir yður, hreint
ekkert skiljið þér.“
„Ég er ekkert hrædd.“
Ég stóð á fætur: „Jæja, frú Warren, en þér verðið að muna, að ég
hlýt að visa frá mér allri ábyrgð.“
Hún fylgdi mér fram í ganginn og greip svo fast í hendina á mér, að
mig kenndi til: „Þér gerið hvað þér getið fyrir hann, læknir.“
„Þér megið treysta þvi. Og á meðan ég man: Þér verðið að hreinsa
af yður naglalakkið mjög vandlega. Ég þarf annars ekki að taka það
fram; þér vitið það eins vel og ég. Svo er það annað. Ég held þér verðið
. . . þér verðið . . .“
Hún brosti: „Hafið engar áhyggjur af því, læknir. Hárið skal ekki
koma upp um mig.“
Hún stóð í dyrunum og horfði á eftir mér, þegai' ég gekk niðui' götuna.
Ég fann hvernig augu hennar eltu mig. Þegar ég kom að horninu, lyfti
hún hendinni í kveðjuskyni.
Þessi aðfangadagur var lengi að líða. Ég stóð við gluggann í skrif-
stofunni og keðjureykti. Klukkan þrjú komu konurnar inn um hliðið. Pat
Warren gekk aftast i hópniun. Hún var í brúnni regnkápu og með klút
á höfðinu. Hún gekk hiklaust upp stíginn og hvarf fyrir húshornið. Andar-
taki síðar heyrðist mikið háreysti; fangarnir. sem höfðu staðið skammt
frá hliðinu, voru komnir í hörkuslagsmál, og verðir þustu að úr öllum
áttum til þess að skakka leikinn. Svo heyrðist fótatak i ganginum og
dyrunum var hrundið upp og Mike birtist slcælbrosandi í gættinni. Pat
var fyrir aftan hann.
Mike skaut henni innfyrir, benti á skjalaskápinn og sagði: „Fötin.
Þau eru þarna fyrir aftan.“
,,Auðvitað,“ muldraði ég. „Þú sérð fyrir öllu.“
Mike hló glettnislega framan i Pat: „Sjá.umst seinna.‘-‘ sagði hann
og fór.
Ég leit á úrið mitt. Klukkan var sjö mínútur yfir þrjú.
Framhald á blaðsíðu 38.
eftir D. C. Peattie.
SKÆRASTA stjarnan, sem nokkru sinni hefur skinið, var jóla-
stjarnan. Hún skein skærar en Jupiter, Venus eða Sírius.
Þessi bjartasta stjarna allra stjama hefur orkað á ímyndunar-
afl manna í nærri tvö þúsund ár. Það er því ekki að undra, þó að
stjörnufræðingamir hafl verið spurðir um það, öldum saman,
hvaða óvenjulegir fyrirburðir í gangi himintunglanna hafi verið
hér á seiði. Var þetta samruni margra reikistjama, s%m bar svona
undursamlega birtu? Var það lialastjarna á sinni ákveðnu leið
um geyminn ? Var það loftsteinn? Var það svipleiftur?
Eins og við vitum geta stjörnufræðingamir sagt fyrir um
myrkva sólar og tungls, hvenær halastjöraur birtast, um sam-
mna reikistjama, nákvæmlega upp á dag, stund og mínútu, jafn-
vel hundruð ára fram i tíniann. Eins geta þeir sagt okkur frá
því, þegar slik náttúrufyrirbrigði gerðust á liðnum tímum. Þess-
vegna er líka jafn auðvelt fyrir þá, að fara svo langt aftur í
tímann, að þeir geti virt fyrir sér hvelfingu næturhiminsins, 25.
desember fyrir eitt þúsund níu himdmð fimmtiu og fimm árum.
Þetta geta stjörnufræðingarnir gert, en sagnfræðingarnir geta
ekki upplýst þá um það, hvaða dag Kristur hafi raunvemlega
fæðst.
Samkvæmt frásögn Lúkasarguðspjalls var Jesús „hér um bil
þrítugur, þegar liann byrjaði.“ Þetta var á fimmtánda stjómar-
ári Tiberiusar, keisara í Rómaborg, en hann kom til rikis árið
14 e. Kr. Þegar sagt er „hér um bil“, þá getur það oltið á nokkr-
um ámm, til eða frá, um fæðlngu Jesú. En Lúkas segir okkur
líka, að þegar Jesús fæddist, liafi þau Jósef og María verið á
ferð í Betlehem, vegna hins mikla manntals, er Agiistus keisari
lét taka, vegna almennrar skattgreiðslu í rikinu. Af rómverskum
annálum er hægt að sjá, hvenær þetta gerðist, með sagnfræði-
legri vissu. Hið kristna timatal, sem miðar allt við Krists burð,
varð ekki til fyrr en fimm hundruð árum eftir hans dag. Óná-
kvæmni gat því auðveldlega átt sér stað. Það er því möguleiki,
að Kristur sé raunverulega fæddur árið 8 f. Kr.
En hvað sjá nú stjömufræðingarnir á himninum á því ári, eða
á næstu árum á undan og eftir? Hin fræga og bjarta Halleys
halastjarna er talin að hafa sézt árið 11 f. Krist, en smærri hala-
stjarna á að hafa sézt árið 4 f. Kr. En hinn mikli seytjándu ald-
ar stjörnufræðingur, Kepler, kom fram með aðra skýringu. Hann
reiknaði út, að reikistjörnurnar Marz, Jupiter og Saturnus koma
í Ijós samtímis, eins og ein óvenjulega skær stjama, átta hundmð
pg fimmta hvert ár. Og hann reiltnaði út, að þessi samruni stjarn-
anna hefði átt að eiga sér stað árið 6 f. Kr.
Þannig virðist þá hafa fengizt vísindaleg skýring á sjálfri jóla-
stjörnunni, — skýring, sem gerir hana næstum að engu. I fljótu
bragði kann svo að virðast, að nokkrum fölva slái á stjörnuna
i liinni köldu birtu af skynliyggju vorra tíma.
Eg, sem sjálfur er stjömufræðingur að menntun, tel að jóla-
stjarnan missi gildi sitt með því að leita til stjörnufræðinnar
um skýringar. Því að þessir atburðir í gangi himintunglanna, sem
reikna má út og lýsa af slíkri nákvæmni, hefðu átt sér stað,
jafnvel þó að Jesús hefði aldrei fæðzt.
EN til þess að finna hina guðdómlegu stjörnu mitt á meðal
hinna glitrandi eldhnatta liimingcimsins, skuluin við fara aft-
ur til guðspjallsins, þar sem segir frá komu vitringanna frá Austur-
löndum til Jerúsalem.
„Hvar er hinn nýfæddi Gyðingakonugur ? Því að vér höfum
séð stjörnu lians austur frá og eru komnir til þess að veita lion-
um lotningu .......“
„Þá kallaði Heródes vitringana til sin á laun og fékk hjá þeim
glögga grein á því, live lengi stjarnan hefði sézt ......“
„En er þéir liöfðu hlýtt á konunginn, fóru þeir leiðar sinnar.
Og sjá, stjarnan, sem þeir höfðu séð austur frá, fór fyrir þeim,
þar til hún staðnæmdist þar yfir sem barnið var ..........“
Hvaða stjarna er þá Jietta, sem aðeins vitringar geta séð, og
staðnæmist og skín svo bjart á þeim stað, {>ar sem blessunar-
ríltasti atburður veraldarsögunnar var að gerast?
Hér er ekkert minna en kraftaverk. Og ef þú vilt ekki trúa
kraftaverkinu bókstaflega, þá láttu stjörnuna vera tákn hins
mikla ljóss, sem birtist á Iiimni mannlífsins, með fæðingu hins
kristna kærleika, liinnar kristnu samúðar, hins kristna hugrekkis.
Þetta er sú stjarna, sem við getum öll tendrað i hjörtum okkar
um jólin og liún verður iijartasta leiðárljósið um skuggadali
jarðlifsins.
29