Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 28
r
JÓLAOJÖFIHI
DH. T. HOWABD FRANK, höfundur þessaraj- frásagnar, segir í inn-
gangsorðum: „Fangelsi er heimur út af fyrir sig. I>að kann að koma
frómum sáium á óvart, en þennan heim byggja ekki einungis slæmir menn
heldur líka góðir. Arthur var að mínu viti ágætur piltur og efniviður í
hinn nýtasta borgara. Mike var, þrátt fyrir sínar góðu hliðar, best geymd-
ur innan fangelsisveggjanna. Pat var greind og hæglát og hugrökk og með
hjarta, sem var barmafullt af ást — já, hún var ósvikið gull. Og reyndar
get ég frsett lesendur mína á því, að allmörgum árum seinna — og á
öðrum stað — komst ég á snoðir um „heimsókn" af svipuðu tagi og hér
greinir frá, þótt ekki væri ég þá beinn þátttakandi í Ieiknum.“
AÐ eru liðin næiri þrjátíu ár síðan þetta gerðist. Ég var þá lið-
lega þrítugur. Það var snemma í desember sem Mike Spencer
kom inn í skrifstofuna mína og bað mig að hjálpa sér að
smygla Pat Warren inn í fangelsið. Ég var svo höggdofa fyrst
í stað, að ég kom ekki upp orði. Ég starði lengi á manninn áður en ég
spurði: „Hver i ósköpunum er Pat Warren?“
„Konan hans Arthurs, læknir. Hans Arthurs í C-deildinni. Þú veist,
læknir, hans Arthurs sem er að drepast úr vesaldómi."
„Ertu genginn af vitinu, Mike?“
„Held nú ekki, læknir. Við Waxey höfum verið að velta þessu fyrir
okkur undanfarna daga, og það er barnaleikur að gera þetta. Við þurfum
ekki annað en . . ."
Ég stóð á fætur og benti á dyrnar: „Ég skal gera þér þann greiða,
Mike, að gleyma þessu samtali okkar. Svona upp á gamlan kunnings-
skap. Cg hypjaðu þig svo út.“
Mike Spencer var foringi C-deildarinnar. Hann var liðlega fertugur,
svarthærður og þrekvaxinn og með ákaflega stórar hendur. Hann kunni
þá list að rota mann með einu hnefahöggi, og hann var að afplána 99 ára
dóm fyrir að dauðrota mann. Það var sagt, að hann væri forrikur. Hann
hafði fengist við áfengissmygl, áður en honum varð þetta á — keypt og
selt heila skipsfarma af víni. Hinir fangarnir í C-deildinni hlýddu honum
möglunarlaust; þeir vissu, hverjum þeir áttu að mæta.
Mike var einn af fyrstu sjúklingunum mínum eftir að ég gerðist fang-
elsislæknir. Hann var reyndar einn af fyrstu sjúklingunum mínum sem
læknir svona almennt, þvi að ég kom nýútskrifaður í fangelsið. Hann var
fingurbrotinn. „Klemmdi mig,“ sagði hann og glotti. Fanginn, sem bor-
inn var inn á eftir honum, var kjálkabrotinn. Hann horfði á Mike og
muldraði: „Ég datt."
Mike var ósvikinn þrjótur og bófi, en mér geðjaðist ýmsra hluta vegna
vel að honum. Vist var hann hálfgert villidýr — og þegar hann reiddist
var hann hættulegur umhverfi sínu — en hann var heiðarlegur á sína
vísu; hann sagði mér til dæmis eitt sinn, að hann hataði ósannsögli —
og ég vissi, að hann sagði satt.
Hann var líka örlátur og hjálpsamur, þegai’ þannig lá á honum. Það
var sagt, að hann gæfi snauðum föngum peninga, þegar þeir voru látnir
lausir: „Hérna! Taktu þennan bréflappa. Farðu með hann til X, þegar
þú kemur út; hann lætur þig fá hundrað dali.“
Hann kallaði C-deiIdar fangana „strákana sína“, og enginn mátti berja
á þeim nema hann sjálfur. Arthur Warren var einn af „strákunum".
Arthur var 24 ára. Hann hafði unnið í banka og laumast í kassann og
fengið fimrn ár. Hann var búinn að vera í fangelsinu í tæpt ár, og það
var satt, sem Mike sagði: hann var að veslast upp. Hann var ekkert
nema skinn og bein. Hann hafði staðið sig vel fyrstu fimm sex mánuðina,
en svo hafði þunglyndið gripið hann. Ég var orðinn hræddur um, að hann
væri að missa vitið. Ég var alvarlega að hugsa um að flytja hann í
sjúkradeildina. Það varð einhvernveginn að fá hann til að borða, þótt við
yrðum að beita valdi.
Og svo kom Mike og spurði í mesta bróðerni, hvort ég vildi ekki
hjálpa honum að smygla konu Arthurs inn í fangelsið! Kom til mín, eins
af embættismönnum fangelsisins! Hann með sín 99 ár á bakinu.
Og daginn eftir bað hann aftur um viðtal: „Láeknir, nú eru jólin fram-
undan. Friður á jörðu og þar fram eftir götunum. Og þetta er barna-
leikur, eins og ég sagði i gær. Ef þú ert sá þverhaus að sjá ekki, að
Arthur Warren er dauðans matur, ef við gripum ekki til róttækra ráð-
stafana, þá get ég sagt þér það ..."
„Hægann! Um hvað ertu eiginlega að tala?“
„Læknir, þetta er eins auðvelt eins og að drekka vatn. Arthur er
ungur og heimskur. Hann er búinn að fá það inn í kollinn á sér, að kon-
an sé hætt að elska hann, að það sé af eintómri skyldurækni sem hún
kemur í hverjum einasta heimsóknartíma. Hvað er líka hægt að tala
saman með þessar borðalögðu blækur upp undir það sitjandi á öxlunum
á sér? Nci, læknir . . .“
Ég hristi höfuðið: „Svarið er nei, Mike, og þú veist það!"
En hann vissi það ekki og tveimur dögum seinna mætti hann enn.
Ég var þá nýkominn frá Arthur Warren. Ég kenndi innilega. í brjósti um
hann.
„Læknir, eins og ég sagði í fyrradag . .
„Þú veist ekkert um hvað þú ert að tala,“ sagði ég.
„Jú, læknir. Ég veit alltaf um hvað ég er að tala. Ég veit að Arthur
sálast — já, hann sálast eftir þrjár fjórar vikur, hrekkur upp af um nýárið,
ef ég fæ ekki að smygla Pat Warren inn í fangelsið, hingað inn í það
allra heilagasta, þar sem þau geta talað saman undir fjögur augu og
þar sem hún getur hamrað það inn í hausinn á honum, að hún er ekki
vitund reið. Hún elskar hann, eftir á að hyggja."
„Hvernig veiztu það?“
„Þetta spyrst, læknir, þetta spyrst."
„En það er ekki hægt að gera þetta!"
„Vinn mér ekki léttara verk."
„Þetta er brot á öllum reglum og ég er að bregðast þeim trúnaði . .
„Læknir! Ertu læknir eða ertu ekki læknir? Ef þú ert læknir, þá er
það skylda þín að bjarga lífi stráksins. Ef þú ert ckki læknir, þá er það
skylda þín að fara upp til fangelsisstjórans og segja honum, að Mike
Spencer hafi reynt að fá þig til að smygla kvenmanni. inn í fangelsið. Og
svo geturðu hugsað um Arthur á meðan þú dansar kringum jólatréð."
Jæja, hvað átti ég að segja? Ég vissi, að Mike hafði rétt fyrir sér.
Arthur mundi deyja. Það var eins víst og tvisvar tveir eru fjórir, að
hann mundi deyja, ef eitthvað það gerðist ekki, sem lyfti honum upp úr
þessu óskaplega hugarvili. Hann vildi ekki halda áfram að lifa, og enginn
læknir getur bjargað manni, sem þannig er ástatt um.
Ég sagði varfærnislega: „Hvernig ætlarðu að koma henni inn?“
„Eins og ég hef sagt þér svosem hundrað sinnum, þá er það barna-
leikur. Við stöndum nokkrir að þessu, nokkrir strákar. Hún kemur hingað
uppeftir með hinum konunum á aðfangadag. Á leiðinni að móttökuher-
berginu kippum við henni út úr hópnum, inn í ganginn hérna fyrir hand-
ann og hingað inn. Við sjáum um, að vörðurinn við gangdyrnar hafi nóg
að sýsla. Hér hefur hún fataskipti. Klukkan sex kemur klefafélagi Arthurs,
hann Repola okkar, til sögunnar. Hann skýst úr úr röðinni, þegar við
komum úr matsalnum, smeygir sér hingað inn og Pat Warren leysir
hann af. Við strákarnir sjáum um, að verðirnir hafi nóg á sinni könnu.
Nokkrum minútum síðar verður frúin komin i fangið á sínum heittelsk-
aða eiginmanni."
„Þeíta eru eintómir loftkastalar!" Ég sneri mér reiðilega frá honum.
og horfði út um gluggann.
,,Ég veit a8 þetta gemgnr," sagði hún og bar ótt á.
28