Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 45
Lýsissamlag
íslenzkra botnvörpunga
Reykjavík
Sími 7616 (2 línur)
Símn.: LÝSISSAMLAG
Stærsta og fuilkomnasta
kaldhreinsunarstoð á íslandi
Lýsissamlagið selur lyfsölum, kaupmöimum
og kaupfélögum fyrsta flokks kaldhreinsað
meðalalýsi, sem er framleitt við hin allra
beztu skilyrði.
HÚSGÖGN
sem uppfylla kröfur nútímans.
GÓLFTEPPI
LJÓSA TÆKI allskonar.
FINNSKUR kristall
©KRISTJÁN SIGGEIRSSON H.F.
Laugaveg 13 — Símar 3879 & 7172
Reykjavík
DIIMAH SHORE
Framhalíl af bls. 9.
fór að fá vinnu með hljómsveitum, og Elizabeth og maðurinn hennar, dr.
Maurice Seligman, fluttust til New York og buðu henni að dveljast hjá sér.
,,Þau gátu ekki gert mér meiri greiða,“ segir Dinah, ,,þvi að auk þess
sem vegui' minn fór vaxandi með hverjum deginum, þá kynntist ég því á
heimili þeirra, hve mikil hamingja fylgir ástriku hjónabandi.“ 1 æsku
hafði Dinah strengt eftirfarandi heit: „Þegar ég verð stór og giftist, ætla
ég að halda áfram að vera gift einum og sama manninum, og þegar ég
eignast barn, skal ég ’sjá svo um, að öllum þyki vænt um það.“ Eftir
að hafa búið um skeið á heimili systur sinnar og mágs, bætti hún þessu við:
,,Og ég ætla ekki að giftast nema ég haldi, að ég verði eins hamingjusöm
eins og Bessie og Maurice.“
Nú má segja, að hún og Montgomery og Bessie og Maurice séu hnífjöfn
í kapphlaupinu um hjónabandssæluna. Þau eru búsett í sömu borginni (dr.
Seligman hefur nú læknastofu í Los Angeles) og börnin þeirra leika sér
saman daglega. Á sunnudögum heimsækja hjónin venjulegast hvort annað
eða fara saman í skemmtiferðir. Það er aðeins eitt, sem skyggir á ánægjuna
við þessar f jölskylduheimsóknir. Missy, hin fimm ára. gamla dóttir Dinuh
og Montgomerys, syngur sig í svefn, þegar hún fær sér síðdegislúrinn,
en litlu frænkur hennar tvær vilja halda steinþegjandi inn í draumalandið.
Þegar Bandarikjamenn fóru í stríðið, var Dinah þegar orðin vinsæl
sönglíona. Kvikmyndafélögin voru byrjuð að bjóða í hana og útvarpsstöðvar
sóttust mjög eftir þjónustu hennar. Frítíma sínum vai'ði hún hinsvegar
nálega öllum til þess að skemmta hermönnum. Hún ferðaðist milli herbúða
og söng, og til vígvallanna í Evrópu komst hún og allt fram í fremstu
víglínu.
Freeman, undirleikarinn hennar, ferðaðist með henni. Hann minnist
sérstaklega einnar söngskemmtunar, sem þau efndu til í Frakklandi. Að
henni lokinni var þeim boðið inn í tjald, þar sem þau voru kynnt fyrir 26
liðsforingjum. Þegar þau höfðu þegið veitingar, kvöddu þau — og Dinah
gekk á röðina og kvaddi hvern einasta mann með nafni! ,,Ég v&r mállaus
af undrun,“ segir Freeman, ,,og það voru liðsforingjarnir líka. Ég hef
aldrei vitað annaö eins minni. En Dinah er líka alltaf að koma mér á óvart.“
Dinah hlær þegar minnst er á þetta. „Freeman veit það ekki,“ segir
hún, ,,en það er langt síðan ég byrjaði að þjálfa mig í að muna nöfn.
Fólki þykir svo vænt um þegar það er ávarpað með nafni. Já, sagði ég ekki,
að ég hefði átt að fara út i pólitík! “
Á ferðum sínum um vígvellina komst Dinah oftar en eipu sinni í bráðan
lífsháska. Eitt sinn var hún að syngja fyrir hermenn úti á akri. Þá kvað
allt í einu við skot og hermennirnir þustu til vopna. Það var þýzk leyni-
skytta byrjuð að skjóta á hópinn, og einhver kom auga á þann þýzka þar
sem hann kúrði bak við steinvegg. „Og hvað heldurðu að stúlkan hafi gert?“
segir Freeman. „Heldurðu hún hafi tekið til fótanna? Ónei! Hún tók ósköp
róleg upp myndavélina sína og tók mynd af leyniskyttunni! Hún á myndina
ennþá og hefur miklar mætur á henni."
Dinah var þarna í þvi meiri hættu sem hún var klædd venjulegum her-
mannbúningi og með hjálm, og því ógerlegt fyrir Þjóðvei'jann að greina
hana frá hinum raunverulegu hermönnum.
Á því er enginn vafi, að hið aðlaðandi viðmót Dinuh Shore, hið hlýja
bjarta bros hennar og hin ósvikna lífsgleði, sem hún er gædd, hefur orðið
henni mikill styrkur á framabrautinni. En frægð sína má hún lika þakka
óþrjótandi elju og mikilli vinnu. Þó gætir hún þess vandlega, að takast
aldrei svo stór verkefni á hendur, að hún geti ekki sinnt fjölskyldunni.
Montgomery, maðurinn hennar, er eins sinnaður. Bæði ei'u störfum hlaðin.
En bæði hafa strengt þess heit — og efnt það — að lifa eins eðlilegu fjöl-
skyldulifi og þeim er frekast unt.
Bæði Montgomery og Dinah eiga líka sín hjartans áhugamál utan
vinnunnar. Dinah er' ágætur myndasmiður, á mjög góðar myndavélar og
hefur komið sér upp góðri myrkrastofu, þar sem hún vinnur myndir sinar
að öllu leyti. Montgomery er smiður góður og hefur mikla ánægju af að
smíða húsgögn. Þessi tómstundavinna hans er reyndar nú farin að færa
honum peninga: hann stofnsetti húsgagnaverksmiðju og rekur hana af
miklum dugnaði. Þar má iðulega sjá hann við vinnu, þegar hann er ekki
að leika. Að auki gera þau Dinah talsvert af þvi að mála, og var ástæðan
upphaflega sú, að þá iðju gátu þau stundað saman í frístundunum og
meira að segja tekið Missy litlu í „félagið."
Dinah er jafn staðráðin i að láta hjónabandið sitt halda áfrarn að
vera farsælt eins og hún var ákveðin í að verða fræg söng- og leikkona.
Hún er oft spui'ð, hvernig hún fari að því að þjóna í senn listinni og
heiniilinu, án þess að allt fari i handaskolum. Hún svarar: „Það er
ákaflega einfalt. Ég legg í það mikla vinnu, sem flestir aðrir telja, að eigi
að koma af sjálfu sér. Fjölskylda min er mér dýrmætax-i en allt annað
í veröldinni. Því fær ekkert breytt. Hitt skiptir í rauninni minnstu máli.
Ég óttast aðeins eitt: að ef sá dagur á eftir að renna upp, að fólk hætti
að hafa gaman að söng' mínum, og ég geti þar af leiðandi helgað mig
fjölskyldu minni allan sólarhringinn, þá heppnist mér það ekki eins vel
eins og mér heppnast það hlutverk núna sem einskonar lausamaður í
starfinu. Mér hefur gengið vel á listabrautinni. Eftir tíu ár skal ég segja
þér, hvort ég hef verið eins dugleg sem eiginkona og rnóðir."
— CYNTHIA LINDSAY.
45