Vikan


Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 6

Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 6
Kraftaverhið á munaðarleysingjahælinu Lítil jólasaga, sem ekki væri ór vegi að lesa upp- hátt fyrir fjöl- skylduna á jólunum m^yÆRINN þar sem það gerðist var engan veginn líklegur staður Jr M fyrir lcraftaverk. Þetta var óhreinn og stormasamur staður í vestur Texas. Þar var ekkert að sjá nema skrælnað gras, tm’ olíubrunna og einn skýjakljúf, sem hét eins og bærinn, í höfuðið á Guz Derek, eiganda allra olíubrunnanna. ^ Landslagið í Derreck í desembermánuði var ekkert líkt myndunum á jólakortunum. Kuldinn var nístandi, svo það rann úr nefinu á öllum íbúunum og þeir voru önuglyndir. Það var því engin furða þó þeir settu kraftaverk, ef þeim datt þá nokkuð slíkt í hug, í sam- band við eitthvað allt annað en bæinn sinn — eins og t. d. lítið fallegt sveitaþorp í svissnesku ölpunum. Samt sem áður voru á hverju ári haldin jól í Derreck, og jólasveinninn var Guz Derek sjálfur, hár, grannur og veðurbitinn maður, sem lék hlut- verk sitt með því að gefa þeim sköla, sem átti bezta söngkórinn á jóla- sálmahljómleikunum, afraksturinn af einum oliubrunni. Sumir sögðu, að Guz Derek gæfi ekki þessa upphæð, af því honum þætti gaman að jóla- sálmum heldur til að geta dregið hana frá tekjuskattinum sínum í april. 1 þetta sinn hafði hann slegið út öll sín fyrri met og lofað 160.000 krónum. 1 Derreclc voru fjórir skólar. Þar var menntaskóli, nýr gagnfræðaskóli, sem átti auðugt olíusvæði, gamall gagnfræðaskóli, sem stóð á gömlum merg og svo var það munaðarleysingjahælið. En munaðarleysingjakórinn hafði aldrei unnið jólapeninga Guz Dereks, þó það væri eini skólinn í bænum, sem ekki hafði neina fasta stuðningsmenn. Efnaðir borgarar í Derreck kærðu sig ekkert um að rifja upp hið erfiða tímabil í sögu bæjarins, áðui' en nýju olíulyndirnar fundust en þær gömlu voru orðnar uppurnar, en þá hafði munaðarleysingjahælið einmitt verið stofnað. Það hvíldi einhver leyndardómur yfir stofnun þess og rekstursfé. Sumir sögðu, að einhver gamall þorpari, sem hafði auðgast á illa frágengn- um og lifshættulegum olíubrunr.i, hefði orðið trúaður á sínum efri árum og ákveðið að láta eitthvað gott af sér leiða. Það var svosem nóg af gömlum þorpurum í bænum, en þessi átti að búa annars staðar, og senda hælinu árlega ávísun gegnum lögfræðiskrifstofu nokkra. En ávísunin hlaut að hafa farið smálækkandi, því hælið minnti alltaf meira og meira á fátækan ættingja, sem hangir aftan í ríkum olíukóngi. . Og árið sem kraftaverkið geiðist, höfðu ráðamenn bæjarins ákaflega ójólalega ráðagerð í huga i sambandi við hælið. Þeir ætluðu að losa sig fyrir fullt og allt við þennan hjall. Hann stóð líka einmitt þar sem bæjaryfirvöldin ætluðu að koma fyrir stórum nýjum skemmtigarði með sundlaug og kannski meira að segja litlu útileikhúsi til menningarauka. Og ráðamennirnir sögðu við sjálfa sig, að það væri bara betra fyrir börnin að komast á fátækrahæli rikisins, og því væri verið að gera þeim greiða með því að flæma þau úr bænum. En á munaðarleysingjahælinu voru allir of önnum kafnir við jólaundir- búninginn, til að hafa íjhyggjur af gamla húsinu, enda vissu íbúarnir orðið nákvæmlega hvar það lak og hvar vindurinn hvein milli fjalanna. Börnin hlökkuðu mikið til jólanna. Um leið og fyrstu frostin byrjuðu, fóru þau að fletta í gegnum slitnu sálmabókina, til aö ákveða hvaða sálm þau ætluðu að syngja í jólasamkeppninni og alltaf endaði það með því að þau völdu „1 Betlehem er barn oss fætt.“ Og þó „barn oss fætt“ yrði hjá þeim líkast hvatningarhrópum í spennandi fótboltaleik, þá var það bara af því að þau héldu að litla Jesúbarniö vildi hafa það þannig. Þau hugsuðu alltaf um Jesú eins og einn úr sínum hópi. Að visu hafði Jesú ekki verið munaðarlaus, en hann hafði heldur ekki átt neitt heimili. Þegar söngæfingarnar stóðu sem hæzt, rétt fyrir jólin, og minnst var um peninga á hælinu, bættist nýr munaðarleysingi í hópinn. Hann hét Kristófer, og eftir mjóu útlimunum á honum að dæma, var hann um sjö ára gamall. En ef litið var framan í fölt andlit hans og í dökk augun, þá leit hann út fyrir að vera minnst hundrað ára. Verkamennirnir frá olíu- lyndunum, sem komu með hann, sögðu að faðir hans, sem hann hafði flækst um með síðan móðir hans dó nokkrum árum áður, hefði orðið fyrir slysi og dáið. Forstöðukonan tók því við honum. Á næturnar skalf hann undir þunna teppinu sínu og á daginn hélt hann sig afsíðis og horfði þegjandi á hin börnin ieika sér. Það eina, sem gat gert hann svolítið hýrlegan á svipinn, voru söngæfingarnar. Þá var hann vanur að sveima einhvers staðar nærri, eins og hungraður fugl, og hlusta á tærar barnaraddirnar, sem fylltu her- bergið og auðguðu allt umhverfið. Forstöðukonan sagði líka, að þetta væri bezti kórinn, sem hælið hefði nokkurn tíma haft, og hún vonaði að í þetta sinn tækist börnunum að vinna verðlaunin í samkeppninni. En dag nokkurn opnaði Kristófer litli munninn og tók undir „barn oss fætt.“ Forstöðukonan brosti ánægjulega, en velþóknun hennar breyttist brátt í skelfingu. Rödd Kristófers var hrjúf eins og kvak í froski og það sem verra var — hann var alveg laglaus. Börnin litu hvert á annað og byi-juðu að skríkja, en forstöðukonan hristi höfuðið aðvarandi. Á eftir tók him þau tali og sagði: Eftir Luise Putcamp — Við megum ekki hlægja að Kristófer, heldur láta sem hann syngi ljómandi vel, þvi jólasálmarnir eru það eina, sem getur komið honum til að brosa. Og börnin kinlcuðu kolli. Allt gekk nú sinn vanagang, þangað til bréfið frá bæjaryfirvöldunum kom. I því stóð, að eftir áramót yrði að rifa munaðarleysingjahælið, þar sem byggingin væri orðin gömul og lífshættuleg. Og ekki bætti það úr skák, að í staðinn fyrir hina árlegu ávísun, hafði komið bréf frá lögfræðislcrif- stofunni, þar sem forstöðukonunni var tilkynnt, að velgerðarmaður hælisins væri dáinn og því ekki von á fleiri ávísunum. Forstöðukonan og aðstoðar- kona hennar höfðu verið að vona, að þær fyndu annan þorpara með slæma samvizku eða kannski . . . en það varð ekki gert á einni viku. — Væri hægt að byggja nýtt hús fyrir 160.000 krónur? spurði forstöðu- konan. — Því ef svo er þá .'. . — Nei, það er ekki hægt, svaraði aðstoðarkona hennar. — En fyrir þá upphæð væri hægt að gera við þakið og fúann. og þá ættu bæjaryfirvöldin að vera ánægð i bili. Þetta er bezti barnakórinn, sem við höfum nokkurn tíma haft. — Já, þegar Kristófer syngur ekki með. En ef ég útskýrði málið fyrir honum .... Forstöðukonan gerði boð fyrir Kristófer. Hann stóð fyrir framan hana og hún leit niður á dökka hvirfilinn á honum, því hann horfði alltaf niður á tærnar á sér. Kristófer, sagði hún mildilega. ■—• Ég þarf að tala um jólasálmana við þig. Hann leit upp og horfði á hana með þessum stóru, dökku augum sínum, svo hún gleymdi hrjúfu ljótu röddinni hans. Hún gat ekki fengið sig til að útiloka hann frá söngnum. 1 staðinn sagði hún: —■ Við verðum öll að reyna að syngja eins vel og við getum í þetta sinn. Og Kristófer kinlcaði ákafur kolli. Hátíðarsalurinn i Nýja gagnfræðaskólanum var skreyttur jólatrésgrein- um og rauðum borðum. Áheyrendurnir streymdu að, flestir vegna þess að börn þeirra, barnabörn eða frændsystkin áttu að syngja í einhverjum kórnum. (Auðvitað kom enginn sérstaklega vegna munaðarleysingjanna). En það komu líka margir af ýmsum öðrum ástæðum; til að koma innan um fólk, eins og frú Fittrell gamla, til að hlýðnast konunni sinni, eins og Skrind bankastjóri, til að komast í húsaskjól úr kuldanum eða bara til að losna við að sitja heima hjá sér og horfa hvert á annað rétt einu sinni. Og auðvitað var Guz Derek viðstaddur, því hann ætlaði að afhenda verðlaunin. Kliðurinn í salnum þagnaði um leið og ljósin slokknuðu og tjaldið var dregið frá. Menntaslcólakórinn stóð á sviðinu. Öllum kom saman um, að þetta væru rösklegir unglingar, enda vantaði þá 160.000 krónurnar til að útbúa nýjan knattspyrnuvöll. Nemendui' Nýja gagnfræðaskólans sungu „Heims um ból“ fjórraddað og voru búnir að æfa sig í laumi á því i heilt ár. Þeir áttu því sannarlega fyrir því að fá peninga fyi'ir nýju bókasafni i skólann sinn. En mesta aðdáun vöktu þó nemendur Gamla gagnfræða- skólans, þegar þeir komu niður gangveginn milli sætaraðanna, í hvítum kyrtlum og með logandi kerti í höndunum, syngjandi gamlan franskan jólasálm meira að segja á frummálinu. Þeir þurftu að vísu ekki beinlínis á peningum að halda, en þeir áttu þá sannarlega skilið í þetta sinn. Þegar tjaldið var dregið frá í fjórða sinn, voru margir risnir á fætur til að fara. Á sviðinu stóð forstöðukona munaðarleysingjaskólans og gaf börnunum tóninn. Þau sungu ekki með undirleik, þvi þau höfðu aldrei haft tækifæri til að æfa sig þannig. Þau voru heldur eklci í hvítum kyrt.lum, en hárið á þeim var vel greitt, fötin, sem stóðu þeim á beini, tandurhrein og öll voru þau meira að segja á lágum skóm, jafnvel Kristófer. Forstöðu- konunni hafði tekizt að finna gamalt par handa honum. „1 Betlehem er barn oss fætt“ sungu háar tærar barnsraddir, sem allar byrjuðu í einu og voru samstilltar, svo þær minntu á tónana úr silfurpípum oi'gelsins. Söngurinn hljómaði jafnvel ennþá betur i svona stórum sal en heima í litlu stofunni. Forstöðukonan og aðstoðarkona hennar hlustuðu kvíðnar en árangurslaust eftir hinni grófu rödd Kristófers. Og þá gerðist kraftaverkið. Ein barnsröddin hóf sig upp yfir hinar, eins og tær bjölluhljómur. Ein- mitt svona hlutu stjörnurnar að syngja, ef þær gætu gefið frá sér hljóð. Og svona hlaut rödd ástarinnar að hljóma, ef ástin hafði þá nokkra rödd. Fólkið, sem risið hafði á fætur, stanzaði i sömu sporum, og þeir sem enn sátu, héldu niðri í sér andanum. Munaðarlausu börnin hættu að syngja hvert af öðru og hlustuðu í þess stað á röddina, sem söng „barn oss fætt“ svona dásamlega. Og meðan Kristófer söng þarna einn á sviðinu, viknuðu allir. Frú Bittrell gamla minntist þess skyndilega, að þegar hún var lítil, hafði alltaf verið útbúin jata með Jesúbarninu úr vaxi heima hjá henni á jólunum. Skrind bankastjóri viðurkenndi með sjálfum sér, að þetta væri nú eiginlega miklu skemmtilegra en að sofa heima á legubekknum eða hlusta á útvarpið. Og Guz Derek gat ekki stillt sig um að hugsa um það, sem hann hafði heitið að ryðja algjörlega úr huga sér, og sem enginn maður í Derreck vissi. Fyrir löngu hafði hann líka verið á munaðarleysingjahæli í alltof þröngum verkagalla og skóm af einhverjum öðrum. Söngurinn þagnaði og í fyrstu ríkti dauðaþögn. En svo i lýttu dómararnir sér til forstöðukonunnar, til að segja henni, að kórinn hennar hefði hlotið verðlaunin. Guz Derek stóð innst í hópnum, sem myndast hafði kringum Kristófer, og var að velta því fyrir sér hve mikið það mundi kosta að reisa nýtt munaðarleysingjahæli — og kaupa píanó i það. Kristófer leit í kringum sig. Augu hans tindruðu. Nú var ekki erfitt að geta sér til um aldui' hans. Það lék enginn vafi á því lengur, að hann var sjö ára gamall snáði. — En hvers vegna söngstu ekki svona heima, Kristófer ? spurði forstöðu- konan. Hann horfði alveg ringlaður á hana. Ég söng alls ekki, sagði hann. — Ég vissi að ég hafði ekki eins fallega rödd og hin börnin, svo ég vildi ekki eyðileggja söng þeirra. Ég hreyfði bara varirnar og þóttist mynda orðin .... Ég söng alls ekki í alvöru! G

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.