Vikan


Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 37

Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 37
Það verkaði eins og nokkurs konar ögrun á Dorothy, að maðurinn skyldi vera bæði ókvæntur og eftirsóknarverður. Hún var í tvö ár búin að reyna að koma Macnamara í hjónabandið, þrátt fyrir hæðni mína og algjöran skort á samvinnulipurð frá honum sjálfum. 1 þetta sinn var hún ákveðin í að gera öfluga árás. Hún bauð líka Margaretu, laglegustu fráskildu kon- unni, sem við þekkjum. Og hún sendi mig eftir henni fyrir matinn. — Ef hún hefur ekki bílinn sinn hérna, þá verður Angus að aka henni heim, sagði Dorothy. — Það er öllu líklegra að það komi í minn hlut, sagði ég. — Og ekki hef ég á móti því. Macnamara kom svolítið seint í matinn, en það vai' ólíkt honum, og ég veitti því strax athygli, að hann var allt öðru vísi en hann átti íið sér þetta kvöld. Það gerði Dorothv líka; Macnamara var varla búinn að vera hjá okkur í fimm mínútur, þegar hann sló á þann líkamshluta á Dorothy, sem enginn kurteis maður slær konu, og Dorothy varð svo undrandi, að hún var næstum búin að missa bakkann með snittubrauðinu, sem hún hafði beygt sig eftir. — Angus! hrópaði Doi’othy upp yfir sig, en Macnamara brosti bara framan í hana, alveg ósneyptur. Ég hef sterkan grun um, að meðan á máltíðinni stóð hafi farið fram undir borðinu nokkuð, sem ekki hefði þolað dagsins ljós. Macnamara var eins og gjörbreyttur maður. Hann gaf Margaretu hornauga og sendi henni ástargotur, og ég get ekki ímyndað mér neitt minna aðlaðandi en grindhoraðan skozkan prófessor, sem gefur hornauga og sendir ástargotur. Eftir matinn sat hann í sófanum við hliðina á Margaretu og lét hand- legginn hvíla fyrir aftan hana á sófabakinu og renna svo niður; það eina sem hægt er að segja um þetta er, að hann var alveg sýnilega viðvan- ingur — gagnfræðaskólastrákur hefði vitað betur hvað við átti en Mac- namara. Til allrar hamingju dróst kvöldboðið ekki á langinn, því um leið og Macnamara fékk að vita, að honum væri ætlað að aka Margareti heim, reis hann umsvifalaust á fætur og sagði: — Komdu! Jafnvel ég varð hissa á því hve mikla áfergju hann sýndi; hann dreif Margareti í kápuna og út í bíl, af ákafa, sem ekki var beinlínis kui'teislegur gagnvart okkur, gestgjöfum hans. — Er þetta ást við fyrstu sýn ? spurði Dorothy, þegar þau voru farin. — Það er að minnsta kosti einhver bylting, svaraði ég. Morguninn eftir hringdi síminn. Dorothy svaraði hommi, og ég hlust- aði á hennar hluta af samræðunum: — Ég get varla trúað þessu, góða mín! — Það hefði mér aldrei dottið í hug — þú mátt trúa því! Hvað í ósköpunum gerðirðu? — Er það satt, gerði hann það? — Gekkstu heim? Mér þykir þetta ákaflega leitt, elskan. — Það er fallegt af þér að segja það, góða. Um síðir lagði Dorothy símtólið á og sneri sér að mér. — Þetta var Margaret, sagði hún. — Ég þóttist heyra það, svaraði ég. ■—■ Hverju svaraði hún, þegar þú spurðir hvort hún hefði gengið heim? —‘ Hún sagði „Elsku góða, ég hljóp heim!“ svaraði Dorothy. ■— Hvað í ósköpunum hefur komið yfir Angus? — Þú komst sjálf með þá uppástungu, að þetta væri ást við fyrstu sýn, svaraði ég. —• Þú hefur verið að reyna að koma fólki ’saman í mörg ár, og þegar ósköpin dynja yfir, verðurðu alveg hissa. — Ég trúi ekki að þannig liggi í því, sagði Dorothy. Það gerði ég reyndar ekki heldur. Ég fór til hádegisverðar i Deildarkhibbinn og settist við hiiðina á Macnamara. Þú hafðir fengið þér nokkra sterka áður en þú komst í gærkvöldi, sagCi ég, þegar tækifæri gafst. —- Nei, það hafði ég ekki gert, svaraði hann. Reyndu ekki að telja mér trú um það, sagði ég. ■— Þú varst vel hálfur. Það var ég ekki. Ég kom beint af rannsóknarstofunni heim til þín. Ég var búinn að vinna alian daginn við þetta amino-acid. - Komstu ekki við á barnurn á leiðinni ? spurði ég — ég var dálítið vonsvikinn, því ég hafði verið farinn að hlakka til að fá tækifæri til að leggja Maenamara lifsreglurnar eftir alla þá fyrirlestra, sem ég hafði orðið að þola af honurn. • Auðvitað ekki, svaraði Macnamara. Ég þvoði mér úm hendurnar hérna og kom beina leið. Ég hafði eytt öllum deginum í að eima amino- acidið eftir síðustu svörunina. Þettá er rokgjarnt efni, sem erfitt er að ná tangarhaldi á. — Rokgjarnt? sagði ég. —• Hefur þú þá ekki getað andað einhverju af því að þér? — J-ú, sá möguleiki er fvrir hendi, sagði Macnamara. — Hvers vegna spyrðu ? — Mér datt í hug" að það gæti verið ástæðan, sagði ég. — Ástæðan fyrir hverju ? — Fyrir því sem þú gerðir, sagði ég. Úr því Macnamara vissi ekki, að hann hafði hegðað sér einkennilega kvöldið áður, þá var tilgangslaust að ræða það frekar. — Ég hegðaði mér alveg eðlilega, sagði Macnamara og horfðist hik- laust í augu við mig. Mig langaði til að spyrja einnar siTurningar enn; mig langaði semsagt til að komast að því, hvort í þessu svari hans fælist það, að hann myndi hvað hann hefði gert og fyndist það samt eðlilegt, eða hvort hann ætti við það, að hann væri búinn að gleyma hvað hann gerði, en mundi annars ekki hafa fundizt það eðlilegt. En það var ekki auðvelt að koma orðum að þessu, og þaö hefði þar að auki haft það í för með sér, að við hefðum brugcizt trúnaðartrausti Margaretar upp að vissu marki, svo ég hætti við að spyrja. Ég fengi kannski annað tækifæri, eða þá að vandamálið leystist án nokkurra spurninga. Við skulum þá snúa okkur að brúðkaupinu hjá Jones nokkrum dögum seinna. Jones er líka kennari við Háskólann — prófessor i fornmálum — og álíka þurrt gamalt merkikerti og maður ályktar eftir þeim titli. Ég held mér sé aldrei neitt um brúðkaup, og ég horfði fram á þetta með talsverði óbeit. Ég var alveg sannfærður um, að í þessari brúðkaups- veizlu yrði skálað í púnsi en ekki kampavíni, og ég kann ekki að meta púns í brúðkaupsveizlum. Auk þess efaðist ég um að dóttur Jones langaði til að giftast •— eða að minnsta kosti að hún væri ástfangin af brúðgumanum. Ég hafði reglu- legar áhyggjur af þessu — þó þær áhyggjur væru kannski ekki á rökum reistar. Maður á bágt með að trúa því, að nokkur stúlka nú á dögum láti sig reka inn í hjónaband með manni, sem hún elskar ekki, en ég hallaðist þó að því að trúa því á dóttur Jones. Ég klæddi mig fyrir athöfnina með vaxandi óbeit, sem minnkaði ekki þegar ég hélt til kirkjunnar með Dorothy og síðan heim til Jones. Varla var ég kominn þangað, þegar minar verstu grunsemdir fengust stað- festar, því þegar ég leit snöggvast inn i borðstofuna, var veizlustýran þar önnum kafin við að blanda púnsið. Hún var að hella úr nokkrum flösk- um í skál — og röskur helmingur þeirra innihélt ávaxtasafa. Ég sætti mig eftir því sem ég bezt gat við horfurnar á hræðilegum degi. En í þetta sinn var mér komið þægilega á óvart. Brúðkaupsveizlan reyndist í hæzta máta fjörug samkunda. Undir eins og búið var að drekka hinum hamingjusömu brúðhjónum til, byrjaði fjörið. Auðvitað komu öðru hverju tár fram í augun á konunum; og móðir brúðarinnar grét svolítið, en Jones gamli gekk til hennar, lagði handlegginn utan um hana og byrjaði með góðum árangri að hressa hana upp. Maður hefði ekki haldið, að Jones ætti til nokkrar mannlegar til- Framh. á, bls. 42. GREIFINN & GÁLGINN PAJLEOTTI hét ítalskur greifi, . seni fluttist til Englands seint á J8. öld og tók sér þar bólfestu. Greifi þessi aflaði sér viðurværis á þann einfalda liátt að taka peninga að Iáni undir allskyns yfirskyni og endurgreiða þá undantekningarlaust ekki. Dag nokkurn, þegar hann nennti ekki sjáifur í sláttuferð- ina, skipaði hann þjóninum sín- um að fara út og grafa ein- hversstaðar upp peninga. Þjónn- inn neitaði. Hinn hneykslaði að- alsmaður svaraði með þvi að drepa hann á staðnum. Yfirvöld- in svöruðu með því að handtaka hann samstundis, draga hann fyrir rétt og dæma hann til heng- ingar. „Þetta nær engTi átt,“ mót- mælti hann í réttinum. „Það þekkist ekki í Italíu, að maður af aðalsættum sé liflátinn fyrir að drepa réttan og sléttan þjón.“ Dómarinn svaraði honum því, að hann væri nú staddur í Eng- landi, þar sem það væri strang- lega bannað að drepa menn — líka þjóna. En Paleotti var ekki aldeilis á því að láta hengja sig á venjuleg- an hátt. Hann sendi stjórnarvöld- unum bréf og fór þess á leit, að hann fengi sem aðalsmaður að njóta „nokkurra forréttinda." Hann, hafði fjórar óskir fram að færa. 1 fyrsta lagi, að hann yrði hengdur einsamall, í stað þess að verða sendur inn i eilífðina í hópi „allskyns flækinga og þorp- ara og ótindra alþýðumanna." 1 öðru Iagi, að lík hans yrði ekki „svívirt, með því að varpa því í fjöldagröf ótiginborinna úr- liraka,“ sem hengd yrðu í sama gálganum. I þriðja lagi, að hann yrði hengdur með sérstöku reipi, nánar tiltekið vönduðu silkireipi, „sem síðan verði brennt, til þess að fyrirbyggja, að það verði notað á aðra.“ 1 fjórða lagi, að hann yrði — stöðu sinnar vegna — látinn ganga fyrir ölliun öðrum, sem hengdir yrðu sama daginn. Þegar stjórparvöldin urðu við þessum óskum hans, skrifaði greifinn þeim kurteislegt þakkar- bréf. Og nokkrum dögnm siðar var hann hengdur með þeirri „pomp og pragt“, sem hann taldi að hæfði sinni virðulegu persónu. 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.