Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 12
Marie Antoinette... hirðin í Versölum... vellauðugur
kardínáli... og umfram allt Jeanne de la Motte. sem var —
I €VfJ€i st
eSálíiið
settft
ófróm
ÚN HTST JEANNE og saga hennar hefst í París fyrir rösklega 200
árum. Jeanne er þá átta ára mimaðarleysingi, tötrum klœtt betli-
barn, sem flækist um stræti Parísar og biður sér og systkinum
sínum ölmusu. Þeir eru þrír þessir litlu flækingar, og Jeanne er elst.
Hún er í senn foringi þeirra og verndari.
Hún er líka úrræðagóð litla tátan, og ekki skortir hana hugrekk-
ið. 1 allsleysi sínu drcymir hana stóra framtíðardrauma. Faðir henn-
ar hefur sagt henni skömmu fyrir dauða sinn, að hún sé af aðalsættum.
Hann hefur jafnvel iátið í það skína, að hún sé ekki dóttir hans, heldur sé
hinn raunverulegi faðir hennar franskur prins, maður með konungablóð í
æðum.
Jeanne litla ásetur sér að slíta sig lausa úr þeim vesaldómi, sem um-
kringir hana. Einhvernveginn kemst hún á fund greifa nokkurs, sem hlýðir
á sögu hennar. Þetta er góðhjartaður maður, sem sér aumur á Jeanne
og systkinum hennar og sendir þau í klausturskóla.
Þetta er upphafið; það er að byrja að rofa til í lífi litlu betlistúlkunnar.
Hún á eftir að verða rík og voldug. Nafn hennar á eftir að komast á
hvers manns varir. En fall hennar á líka eftir að verða geigvænlegt og
voðalegt.
Jeanne var laglegt barn. Og sem hún stækkaði varð hún að glæsilegri
ungri stúlku. En það bjó eitthvað hið innra með henni, sem hún réði ekki
við. Sálfræðingar nútímans hefðu ef til vill getað hjálpað henni. Þeir
hefðu eflaust kennt uppeldi hennar um. Hvað um það: hugmyndir Jeannes
um rétt og rangt voru óneitanlega talsvert skrítnar. Hún var satt að
segja heldur ófróm. Hún hafði sett sér það mark að verða rík og dáð, að
iosa sig við hina leiðu fylgju fátæktarinnar hvað sem það kostaði. Og
í augum Jeanne helgaði tilgangurinn meðalið.
Hún var ekki fyrr komin úr klausturskólanum og undan hinum stranga
aga kennara sinna en hinir hæpnu eiginleikar hennar komu í Ijós. I stað
þess að fá sér heiðarlega atvinnu, tók hún sér fyrir hendur að afla sér
peninga með allskyns kænskubrögðum. Hún kom sér í mjúkinn hjá kaup-
mönnum, sagði þeim langar sögur um væntanlegan arf, fékk vörur að láni
hjá þeim — og seldi þær. Hún gaf efnuðum piparsveinum undir fótinn —
og hafði af þeim peninga. Hún komst í tygi við ósvikna þjófa og þorpara.
En hún fór varlega engu að síður, og þótt stundum munaði mjóu, skorti
fórnarlömb hennar næg sönnunargögn, þegar á hólminn var komið.
Svo kynntist hún ungum liðsforingja 1 riddaraliðinu. Hann hét Nicholas
de ia Motte og var af góðum ættum. Þegar hann varð ástfanginn af henni,
greip hún tækifærið tveim höndum og giftist honum. Það var einn af
óskadraumum hennar að komast til hirðarinnar. Hún vissi að giftingin
mundi þoka henni nær því marki. Hún bar höfuðið hátt og byrjaði að
kalla sig de la Motte greifynju.
Það lcið heldur eklti á löngu þar til hún var orðinn daglegur gestur
í Versölum, þátttakandi í því iðandi samkvæmislífi, sem snerist um Ludvig
XVI og Marie Antoinette, hina fögiu drottningu hans. Hún beitti sömu
kænskubrögðunum og áður til þess að afla sér peninga. Hún sagði sögur
um dularfulla ættingja, sem mundu arfleiða hana að feiknháum fjárhæðum,
kom á kreik flugufregnum um milljónafúlgur, sem biðu hennar á næsta
leiti — og tók lán út á loforðin. Ennfremur gerðist hún athafnarsamur
„milliliður" milli drottningar og ýmissa, sem vildu koma sér í mjúkinn
hjá henni; Jeanne tókst að telja þessum auðtrúa sálum trú um, að hún
væii mikill vinur „elsku drottningarinnar" og gæti sem slíkur haft áhrif
ú hana — fyrir þóknun.
Þannig safnaöi hún skuldum samtímis því sem hún lifði við allsnægtir.
Að því hlaut að reka að hún yrði með einhverju móti að komast yfir þennan
auð, sem hún var sífellt að tala um. Lánadrottnarnir voru orðnir óþolinmóðir
og byrjaðir að hafa í hótunum. Lánamarkaðurinn þrengdist auk þess
óðfluga. Jeanne komst að þeirri niðurstöðu, að hún yrði annaðhvort að
grípa til róttækra ráðstafana ellegar hröklast frá hirðinni við skömm. -—
Og þessi fagra samviskulausa stúlka valdi sér nýtt fórnarlamb af mikilli
vandvirkni. Það var enginn annar en Louis de Rohan, hinn vellauðugi
kardináli í Strasbourg.
De Rohan kardináli var maður metnaðargjarn. Hann virðist líka hafa
verið einstaklega einfaldui- og fljótfær. Það var líkt með honum og ýmsum
öðrum höfðingjanum: honum þótti það vænlegt til meiri auðs og metorða
að komast í mjúkinn hjá drottningu.
Það gefur því auga leið, að hann hlýtur að hafa tekið hinni kænu
Jeanne tveim höndum, þegar hún birtist í höllu hans og bauðs til að
verða milligöngumaður í málinu. Hún talaði um „elsku drottninguna",
eins og þær væru beztu vinkonur veraldar, og það sem meira var: hún
sýndi kardínálanum bréf frá henni — „bréf til min frá þessari hjartans
vinkonu minni“, sagði Jeanne, „elskuleg bréf.“
Kardínálinn varð óður og uppvægur. Þarna, hugsaði hann, hafði hann
eignast ómetanlegan bandamann. Það voru nú nokkur ár liðin siðan hon-
um hafði orðið á sú skyssa, sem bakað hafði honum að virtist ævarandi
óvild Marie Antoinette. Jeanne, þessi nána vinkona hennar, mundi geta
borið sáttarorð á milli hans og drottningar, komið vitinu fyrir hana og
sannfært hana um, að hann, kardinálinn, væri hennar auðmjúkur og
allra undirgefnasti þjónn. Bréfin þau arna sýndu, hve miklar mætur
drottningin hafði á þessari vinkonu sinni. Bréfin þau arna — hvernig
í ósköpunum átti guðsmaðurinn í Strasbourg að vita, að þau voru fölsuð?
Mundi Jeanne nú vilja hjálpa honum, gömlum manninum? spurði
kardínálinn ákafur. Jú — og stúlkan brosti sínu blíðasta brosi — það
væri henni sönn ánægja. Ef hann vildi, gæti hún meir að segja tekið
að séi' að koma bréfi frá honum til drottningar, einskonar syndajátningar-
og yfirbótarbréfi.
Það má ímynda sér fögnuð kardínálans, þeggr Jeanne birtist skömmu
seinna með „bréf frá drottningunni". Þvi hvernig í ósköpunum átti hann
að vita, að þetta bréf var skrifað af sama manninum sem skrifað hafði
„drottningarbréfin“, skjalafalsara að nafni Vilette? Kardinálinn svaraði
samstundis. Þannig hófust bréfaviðskipti, sem naumast eiga sinn Hka í
sögunni. Þegar þeim lyktaði, var Jeanne búin að bera yfir 200 bréf
milli de Rohans og „drottningar". Þá var hún líka búin að flækja fórn-
arlambið svo rækilega í net sitt — að henni fannst ástæðulaust að draga
lengur að flá það. Hún var búin að spila djarft. En það var líka til
mikils að vinna.
1 fórum skartgripasala hirðarinnar var hálsmen, sem naumast átti sinn
líka í veröldinni. Það var sett 579 demöntum og virt á þrjár milljónir
ki'óna. Allir dáðust að því og allir töluðu um það. Kaldur sviti spratt
fram í lófum Jeanne, þegar hún fékk að skoða það í sýningarkassanum.
Kardinálinn skyldi verða látinn kaupa djásnið, ákvað hún með sjálfri
sér. Það var vinningurinn sem hún ætlaði sér að hreppa.
Þó var vissara að ganga eilítið betur frá hnútunum fyrst. Blóðtakan
var svo mikil, að jafnvel kardinálanum kynni að sundla. Hún varð að
gera hann eilítið meyrari. Hún tilkynnti honum, að innan skamms mundi
12