Vikan


Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 10

Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 10
HMAD EINSEC Yms fróðleikur um ýmsa menn sem áttu ógrynni af börnum. Pabbor med púdri ■ eftir Vincent Starret. OLIVA DIONNE, faðir hinna annáluðu Dionne-fimmbura í Kanada, er sennilegast frægasti faðir núlifandi kynslóðar; það hef- ur að minnsta kosti verið hvað mest um hann ritað. Auk fimmburanna, var Dionne faðir sjö barna í viðbót, þótt það sé á fæstra vitorði. Fjölskylda hans var því stór, en flest höfum við samt rekist á þær stærri. Fyrir nokkrum árum var framkvæmd leit í Bandaríkjumim að stærstu f jölskyldu landsins. Lat- orra-fjölskyldan varð hlutskörpust með 19 börn á lífi. Auk þess er til vitneskja um konu, sem eignaðist 22 börn á 26 árum, og enn aðra, sem giftist 16 ára og andaðist 64 ára — eftir að hafa eignast 39 börn með einum og sama manninum! Sama manninum; það er það sem máli skiptir, því þessi grein fjallar um duglega feður. Það var annars talsverð fyrir- höfn að safna í hana efniviðnum, því að þótt mikið hafi verið skrifað og skrafað um þær konur, sem reynst hafa duglegar að eignast börn, þá hefur mun minna verið sagt frá afrekum karlmanna á þessu sviði. Það var samt í fréttagrein sem ég fann duglegasta núlifandi faðirinn í Norður-Ameríku. Hann heitir Ephraim Horner og er búsettur í Lakewood í New Jersey. Hann átti 27 börn, 14 með fyrri konunni sinni og 13 með þeirri síðari. Heliodore Cyr í Kanada er eflaust sá næstduglegasti; hann er 26 barna faðir. Það er af skiljanlegum ástæðum ógerningur að slá því föstu, hvaða faðir eigi heimsmetið í barneignum. Ef til vill var það einn af konungum Egypta til forna, sem sögur herma að eign- ast hafi kringum 1,000 börn. Mér hefur ekki tekist að fá upplýst, hvað hann hét. Um hann er sagt, að hann hafi ekki einasta átt konur um allt Egyptaland, heldur sent flokka víðsvegar um Afríku til þess að sækja nýliða í kvennabúrið. Hann byrjaði snemma og lifði lengi, að sögn sagnfræðinga. Sögurnar um þennan æðisgengna pabba kunna að vera ýkt- ar. Öðru máli gegnir um Ramses II., sem kallaður var Hinn mikli. Hann var líka kóngur í Egyptalandi, og það er sannað, að hann gekkst við 111 sonum og 59 dætrum, eða samtals 170 börnum. Það er fullyrt, að nöfn þetta margra af börnum hans hafi fundist á minnismerkjum víðsvegar um Egyptaland; en eins og sagnfræðingurinn Emil Ludwig bendir á, er fullkomin ástæða til að ætla, að kóngurinn hafi átt fleiri börn. Um Egypta- landskónga almennt skrifar Ludwig: „Að eignast margar konur og mörg börn — það var æðsta ósk þeirra.“ Og hann vekur athygli á því, að einn konungurinn, ónafngreindur þó, átti 317 erlendar konur í kvennabúri sínu. Ramses mikli var uppi á 13. öld fyrir Krist og ríkti í 67 ár; af honum er aragrúi feikn- stórra líkneskja í Thebes. Um Ramses III., sem stundum er nefndur Salomon Egypta, veit ég fátt annað en það, að það er til lágmynd af honum með konunum sínum. A þessari mynd er karlinn alstrípaður. Ég veit ekki til þess, að til sé nein skrá yfir börnin hans. Enginn virðist heldur vita, hve hinn mikli Salomon konungur hafi eignast mörg afkvæmi. Ekki er þó að efa, að þau hafi verið mörg, þar sem við höfum Biblíuna fyrir því, að hann hafi átt 700 konur og 300 hjákonur. Davíð, konungur Gyðinga, átti augljóslega mörg börn auk Salomons, því að hann átti margar konur og hjákonur. Aðeins nokkur eru þó nafngreind, eða svosem tuttugu, sem hann átti með hinum löglegu eiginkonum sínum. Sannleikurinn er sá, að það er oftast mjög erfitt að slá því föstu, hve hinar eldri af hetjum mannkynssögunnar hafi átt mörg börn. Ég nefni sem dæmi Huang-ti, keisara í Kína, sem sögur herma að hafi haft 1200 konur í kvennabúri sínu. En þess er hvergi getið, hve mörg börn hann átti. Heimildum kem- 1r FYRSTA póstpokanum, sem barst frá kanadisku beitiskipi, sem farið var til þriggja mánaða heræfinga, voru meðal annars ell- efu útidyralyklar. Jafnmargir sjó- liðar hiifðu gleymt að fá konun- um sínum lyklana, þegar þeir kvöddu þær. SKJALAVÖRÐURINN í Wil-, liamson í Virginíu, fékk eftir- farandi bréf frá manni nokkrum í lögsagnarumdæminuí „Vinsam- legast sendið mér afrit af gift- ingarvottorðinu minu. Það er svo langt síðan konan mín fór frá mér, að ég man ekki hvers dóttir hún var, en hún hét Mary og við vorum gefin saman í Williamson." YOSHIO NAMIKI, þingmaður í Japan, baðst afsökunar fyrir að gagnrýna einn ráðherranna. Hann kvaðst hafa gleymt því, að hann, Namiki, var genginn í floklí stjórnarliða. EFTIR að fangi einn í Detroit var búinn að . afplána átta mánuði af 40 ára dómi fyrir rán, mundi hann allt í einu, að lög- reglan gat sannað sakleysi hans. Hann lá dauðadrukkinn í „Kjall- aranum“ kvöhlið, sem glæpurinn var framinn. Mál hans var tekið fyrir aftur. TVEIR náungar i Buffalo í Bandaríkjunmn voru fjóra mánuði að byggja bát i fristund- um sínum. Svo hieyptu þeir lion- um af stokkunum og drógu upp segl. Bátniun hvolfdi — kjölur- inn hafði gleymzt. AlÞRÓTTAMÓTI í Tyler í Texas tilkynnti þulurinn hvað eftir annað, að einliver hefði skil- ið bílinn sinn eftir með ljósum á bílastæði vallarins, og lýsti bíln- um og gaf á honum númerið. Þegar keppninni var lokið, niuiidi hann, að hann átti bílinn sjálfur. ÞJÓFUR, sem brauzt inn í íbúð í Oklahoma City, sldpti á buxunum sínum og öðrum nýrri og fallegri, en gleymdi að taka úr vasanum á þeim gömlu bréf, sem var áritað til hans sjálfs. 10

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.