Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 42
Teddi verður ástfanginn
Framhald af blaðsíðu 41.
ekið í fimm mínútur eftir veginum, þegar kven-
vera spratt út úr runna og veifaði til hans og
hann sá, að það var Apríl Kaiakúls.
Ef einhver hefði sagt Tedda fyrir nokkrum
klukkustundum, að sá tími kæmi, að honum
yrði illa við að hitta Apríl Karakúls, hefði hann
hlegið háðslega. En það var án velþóknunar,
sem hann horfði á hana núna. Og er hann hafði
stöðvað vagninn og gat virt stúlkuna betur fyrir
sér, gat hann ekki séð, að hún væri sérlega hrifin
af að sjá hann. Af hverju það stafaði gat hann
ekki látið sér detta í hug, en á því var enginn efi,
að hún var allt annað en blíðleg á svipinn. And-
litsdrættir hennar voru harðir og augnaráðið var
einkennilega kuldalegt.
„Nei, sæl og blessuð," sagði Teddi. „Svo að
þú hefur sloppið heilu og höldnu úr boðinu.“
„Já.“
Teddi herti upp hugann til að geta fært hin
slæmu tíðindi. Allt, sem varðaði stelpukindina
Dómhildi, og hið dularfulla hvarf hennar, hefði
Teddi helzt viljað láta liggja í þagnargildi, en
það var bersýnilega ekki hægt. Ég á við, að mað-
ur getur almennt ekki týnt systrum stúlkna,
sem maður elskar, og minnast svo alls ekki einu
orði á það.' Teddi ræskti sig.
„Heyrðu,“ sagði hann. „Það hefur dálítið skrýt-
ið skeð. Dularfullt getur maður sagt. Þrátt fyrir
itrustu aðgæzlu, virðist ég hafa týnt Dómhildi
litlu, Systur þinni.“
„Svo hef ég heyrt. Nú, ég hef fundið hana.“
„Ha?“
Þegar hér var komið, barst annarleg rödd
skyndilega frá runnanum, sem fékk Tedda til að
hrökkva fulla tíu sentimetra upp úr sætinu. Hann
segist muna, að Móses hafi orðið fyrir svipaðri
reynslu á eyðimörkinni, en efast um, að spá-
maðurinn hafi tekið þvi jafnkarlmannalega og
hann gerði.
„Ég er hérna!“
Teddi gapti.
„Var þetta Dómhildur?" stamaði hann.
„Þetta var Dómhildur," sagði Apríl kuldalega.
„En hvað er hún að gera þarna?“
„Hún er neydd til að vera þarna í runnanum,
af þvi að hún er fatalaus. Hesturinn sparkaði
fötunum hennar i ána."
Teddí drap tittlinga. Hann botnaði hvorki upp
né niður í þessu.
„Sparkaði hestur af henni fötunum?"
„Hann sparkaði þeim ekki af mér,“ sagði
röddin. „Þau lágu á bakkanum snyrtilega sam-
anbrotin. Ungfi-ú Margrét kenndi okkur að
brjóta fötin okkar snyrtilegá saman. Ég var
sko að leiká mærina frá Móum, eins og þú sagð-
ir mér að gera.“
Teddi hnykklaði brýrnar. Hann sagði við sjálf-
an sig, að hann hefði mátt vita, þegar hann fékk
sér þennan augnabliks eftirmiðdagslúr, myndi
þessi óttalega stelputuðra finna upp á einhverj-
um fjáranum. Og hann hefði lika mátt vita,
að hún myndi kenna honum um allt saman. Hann
þekkti kvenfólkið og vissi, að þegar það gerir
eitthvað af sér, er þess fyrsta verk, að koma
sökinni yfir á blásaklausa jcarlmenn.
„Hvenær i ósköpunum sagði ég þér, að þykj-
ast vera mærin frá Móum?“
„Þú sagðir það væri sama, hver af hetjum
Tennysons ég þættist vera. Þær væru allar jafn-
góðar."
„Þér vúðist hafa hvatt hana og æst ímynd-
unarafl hennar," sagði Apríl og sendi honum
augnaráð, sem var fullt eins óþægilegt og hjá
kafteininum, þó að það væri annarrar tegund-
ar. „Ég get ekki ásakað blessað bai-nið, þó að
því yrði eitthvað á.“
Teddi hnyklaði brýrnar á nýjan leik. Hann
þóttist vita, að engum biðli yrði mikið ágegnt
við ástmey sina á þann hátt að hvetja litlu syst-
ur hennar til að ríða hesti um sveitina allsber.
„En, hérna . .
„Nei, við skulum ekki tala meira um það
núna. Aðalatriðið er, að hún er þarna í runn-
anum með aðeins smádulu utan um sig, og
mun sennilega fá kvef. Þér vilduð ef til vill
gera svo vel og aka henni heim?“
„Ég held nú það. Auðvitað. Þó það nú væri.“
„Og vefja þessu teppi utan um hana,“ sagði
Apríl. „Það gæti bjargað henni frá að fá slæmt
kvef.“
Tedda sortnaði fyrir augu. Hrinur í asna út
í haga létu í eyrum hans sem djöfullegur hæðnis-
hlátur. Vorgolan lék ennþá um trén og fuglarnir
sungu í loftinu, en hann heyrði það ekki.
Hann saup hveljur nokkrum sinnum.
„Þvi miður ..."
Apríl starði á hann eins og hún tryði ekki
sínum eigin eyrum.
„Ætlið þér virkilega að segja mér, að þér neit-
ið að láta teppið af hendi við barn, sem þegar
er búið að fá hnerra?"
„Því miður . .
„Er yður alvara
„Því miður . . . Get ekki látið teppið . . . Gigt
. . . Slæm ... 1 hnjáliðunum ... Læknisskip-
un ..."
„Herra Vídalíns," sagði Apríl skipandi, „af-
hendið mér þetta teppi tafarlaust!"
Óendanleg tryggð lýsti sér í augum Tedda.
Hann sendi stúlkunni langt, þjáningarfullt augna-
ráð augnaráð, þar sem iðrun, afsökun og ævi-
löng tryggð fór fallega saman. Síðan setti hann
bílinn í gang, án þess að mæla orð af vörum
og ók af stað, út í sólskinið.
Einhvers staðai' utan við Wibbletonbæ, þegar
myrkt var orðið, tókst honum að stela buxna-
görmum af fuglahræðu úti á akri. Þannig klædd-
ur ók hann til London. Hann býr nú einhvers
staðar í útbæjunum og reynir að safna skeggi,
ef verða mætti til að Bráðbani kafteinn finndi
hann síður.
Og það, sem hann bað mig að skila, var það,
að vildi enhver kaupa mjög lítið notað eintak
af ljóðum Tennysons fyrir hlægilega lágt verð,
þá skuli tilboðum skilað til hans.
Hann hefur ekki aðeins fengið sérstaka óbeit
á nefndu skáldi, heldur fékk hann líka bréf frá
Apríl í morgun, en innihald þess hefur styrkt þá
sannfæringu hans, að nefnt eintak sé eigand-
anum einskisnýtt."
ÁSTARELEXÍHIIMM Fra“af ws-37-
finningar, en þær átti hann þó sýnilega; það var reglulega hrærandi að sjá
hvernig hann horfði í augu konu sinnar og hvernig hún brosti upp til hans
á móti. Þá dróst athygli mín að áköfu hvísli fyrir aftan mig ég stóð
ekki á hleri, en í gegnum niðinn af skvaldrinu, sem fyllti stofuna, barst
þetta ákafa hvísl greinilegar í nálæg eyru mín en nokkurt meðal öskur.
Þetta voru brúðguminn og brúðurin, sem voru að hvíslast á.
— Elskan, ég get ekki beðið!
— Ó, elskan!
Kærirðu þig nokkuð um að vera lengur í þessari veizlu?
Ó, ég er fegin að þú spurðir mig, því það geri ég ekki.
— Hvað segiróu um að stinga af?
— Ó, elskan.
Við kærum okkur ekki um að vera hér lengur.
Mig langar ekki til þess, elskan.
Förum þá. Við getum komizt út um eldhúsdyrnar.
, - - En þessi kjóll . ... ?
— O-o . . .
-— Mér er alveg sama um kjólinn, elskan.
Töskurnar eru í bílnum. Læðstu út gegnum eldhúsið og ég kem
svo á eftir þér.
Jæja, það er ekkert óvenjulegt þó brúðurin og brúðguminn læðist
burt úr brúðkaupsveizlunni; en ég býzt við að tilraun þeirra reynist oftar
árangurslaus. í þetta sinn tókst tilraunin fullkomlega. Ég sá þau smeygja
sér svo lítið bar á gegnum mannþröngina, og hverfa fram í eldhúsið.
Enginn annar sá þau fara, og það leið löng stund áður en minnst vai' á
•fjarveru þeirra. Og þá virtist öllum standa nákvæmlega á sama.
Jones gamli hafði handlegginn utan um konu sína, og það voru bless-
unarlega fá mitti, sem ekki höfðu einhvern handlegg utan um sig. Þetta
var lang ástúðlegasta veizlan, sem ég hef verið í í mörg ár, og hún
stóð ekki lengi, gagnstætt þeim veizlum, þar sem fólk drekkur hátíðlegt
í bragði. Það virtist varla líða nokkur stund, eftir að orð var haft á
því, að brúðhjónin væru farin, fyrr en gestirnir byrjuðu að laumast i
burtu einn eða tveir saman - oftar tveir en einn.
Við Dorothy vorum varla komin heim, þegar síminn hringdi. Við
hinn enda línunnar var Macnamara.
• Ég vildi helzt að þú helltir því í pollinn í kvöld, sagði hann.
Hella hverju ? spurði ég, og varla var ég búin að sleppa orðinu,
þegar ég hafði getið mér til um svarið.
Vökvanum í flöskunni, sem ég skildi eftir handa þér. Mig langar
til að reyna áhrif hans meðan gullfiskarnir eru ekki að eltast á.
— Ég hef ekki séð neina flösku, sagði ég. Hvar skildirðu hana
eftir ?
Það svaraði enginn, þegar ég kom heim til ykkar, sagði Macnamara
til skýringar. Ég bjóst því við að þið væruð í brúðkaupsveizlunni hjá
Jones svo ég fór þangað. Ég kom að húsinu i sömu mund sem gestirnir
voru að byrja að streyma frá kirkjunni, svo ég fékk þjónustustúlkunni
flöskuna og hljóp í burtu. Fékk hún þér hana ekki? ,
Ég hugsa að hún hafi verið í of miklu uppnámi til að muna eftir
því, sagði ég, og um leið sá ég greinilega fyrir mér veizlustýruna, þar
sem hún stóð við að blanda púnsið.
Jæja, en geturðu ekki farið þangað aftur og sótt hana? Mig' langar
til að byrja tilraunina i kvöld.
Ég er hræddur um að það þýði litið að fara þangað aftur héðan
af, sagði ég. — En ég get sagt þér það núna strax, að það er rétta efnið.
Þetta er öll sagan af brúðkaupsveizlunni hjá Jones, sem svo mikið
er talað um. Ég held eklci, að neinn hafi á móti því, þó sannleikurinn sé
birtur; hin þurra skýrsla, sem Macnamara lætur frá sér fara í næstu
viku, mun varla gera annað en að staðfesta þetta. Macnamara kærir
sig kollóttan um það; Margaret segir að hann sé fyrirmyndar eiginmaður.
Jones gamla er líka alveg sama. Hann verður afi í næsta mánuði og er
ósegjanlega hreykinn af því. En þó er hann ennþá hreyknari af því, að
í næsta mánuði vei'ður hann líka pabbi.
Mér finnst vera ástæða til að fagna því, að eftir að prófessor Kinsey
hefur komizt svo nálægt því — nær en nokkur annar maður fram að
þessu — að gera kynlífið óaðlaðandi, þá skuli annar prófessor, í mynd
Macnamara, koma fram og koma aftur á jafnvægi í þessum málum.