Vikan - 15.12.1955, Blaðsíða 23
Húsfreyja uppi í skýjunum á jólanótt.
Viðtal við Sigríði Gestsdóttur, flugfreyju.
ÞEGAR fer að líða að jólum byrjar starfsfólk blaðanna leit að
jólaefni í blaðið sitt. Forskriftin er svosem nógu einföld.
Helzt þarf að finna sögur, sem byrja illa og enda vel -— gagnstætt
því sem oftast er í lífinu — og svo á að krydda þær með snjó,
fátæku barni og stjornUm,
En þar sem búið er að nota þessa förskrift í 1954 ár, væri
kannski ekki úr vegi að leita uppi einhvern, sem hefur upp-
lifað jól með alveg splunkunýju sniði. Ég fór því á stúfana og
fann flugfreyju, (það eru nefnilega ekki nema rúm 50 ár, síðan
byrjað var að fljúga og ennþá styttra síðan flugfreyjur urðu til).
Flugfreyjan er Sigríður Gestsdóttir, sem hefur annast hús-
freyjustörf í flugvélum Loftleiða í 5 ár.
Sigríður Gestsdóttir flugfreyja.
— Ég hef tvisvar sinnum eytt að-
fangadagskvöldinu við skyldustörf
mín í flugvélinni, segir Sigríður. —■
Annað skiptið var á jólunum 1952,
en þá var flugvélin á leið frá New
York til Noregs með viðkomu á
íslandi. Flestir farþegarnir voru
norskir sjómenn og það voru engin
börn meö í ferðinni.
Við reynduni nú samt að gera
kvöldið sem jólalegast, skreyttum
vélina með greinum og öðru, og
komiim þar fyrir skreyttu jólatré
með kertum. Svo gáfum við farþeg-
unum jólamát, kalkúna eins og sið-
ur er í Bandaríkjunum, því þar tók-
um við vistirnar til ferðarinnar. Einn
fnrþeginn hafði guitar meðferðis,
svo það vaj' hægt að spila og syngja.
Þetta var ágætt, eftir því sem efni
stóðu til. Við komum svo til Reykja-
vikur iilukkan tiu á jóladag, en fíug-
vélin var eklú látin halda áfram
fyrr en klukkan tvö, svo að þeir
Islendingar, sem ætluðu með henni,
gætu borðað jólamatinn .sinn heima.
Hinum var auðvitað séð fyrir mat,
meðan þeir bíðu.
— En í hitt skiptiö ?
— Hin jóiin voru miklu ömur-
iegri. Þá vorum við á leið til Suður-
Ameríku með ítalska ínnflytjendur,
Það voru flest karhnenn, sem voru
að fara á undan fjölskyldum sínum
til hinna nýju heimkynna. Við urð-
um að stanza á flugstöðinni í Gander,
annað hvort vegna veðurs eða vélar-
bilunar, ég man ekki lengur hvort
var. Það voru engar aðstæður til
að gera neitt sérstakt í tilefni jól-
anna, svo að maður varð þeirra ekk-
ert var það árið.
— Já, ég lieyri aö það er ekki allt-
af eintömur leikur aö vera flugfreyja,
þó suniar ungu stúlkurnar, sem slcrifa
Vikunni, virðist halda það ?
— Nei, það er heldur ekki ætlazt
til þess að við séum á neinu lúxus-
flakki. Þær sem vilja vera góðar
föugfreyjur, verða alltaf að hafa vak-
andi auga með öllu og sumar ferðirn-
ar eru nokkuð langar og þreytandi.
Við erum t. d. á gangi í 14—18 tíma
á leiðinni til New York, þó ekki sé
hægt að segja að við förum fótgang-
andi alla þá leið.
— En þið fáið þó ýmislegt í aðra
hönd. Þið fáið að sjá fjarlœga staði.
—- Já, en ekki höfum við nú allt-
af mikið upp úr því. Ég er t. d. búin
að koma 20—30 sinnum til Gauta-
borgar, án þess að fá tækifæri til
að fara út af flugvellinum. Sama er
aö segja um London. Ég hef aldrei
komið inn í boi'gina. Og þrisvar var
ég búin að koma til Róm, áður en
ég fékk að sjá þá frægu borg, en
þá fékk ég líka að dvelja þar í þrjá
daga. Þannig er flugfreyjustarfið. Við
hoppum þetta stað af stað, en höf-
um óvíða tíma til að stanza ncma
rétt til að hvíla okkui' fyrir næstu
ferð, en einstöku sinnum fáum við
þó uppbót á jþetta, stundum alveg
óvænt.
— Og hvert hefurðu komizt lengst
í burtu að heiman?
Til Venezuela, en þangað kom
ég fimm sinnum, meðan flugvélai'
Loftleiða voru i leiguflugi, og stanz-
aði í 2—3 daga í hvert skipti í Porto
Rico. Það var ósköp indælt að koma
úr janúarstórhríð hér heima og geta
stungið sér beint í volgan sjóinn þar
suður frá.
Ég þakka Sigríði fyrir gi'eið svör
og kveð hana. Það er alls ekki henni
að kenna, þó jólin uppi í loftinu séu
.ekki með ncínu „splunkunýju" sniði.
HÚSRÁÐ
Jólahreingerninguimi er lok-
ið (eða við geram ráð
fyrir því), ekki nokkurt korn
á teppunum, gólfin gljábón-
uð, gluggarúðurnar spegil-
fagrar og gluggatjöldin tand-
urhrein. En getur ekki verið
að eitthvað smávegis hafi
gleymzt, sem of seint verður
að laga, þegar jólin eru geng-
in í garð? Hvemig er það
t. d. með:
• Öskubakkana? Ef á þeim
eru nikotínblettir, þarf að þvo
þá upp úr spritti, skola þá úr
vatni og þurrka þá.
• Krystalvasana? Þá er gott
að þvo upp úr vatni með
grófu salti og ediki í, ef þeir
em ekM vel hreinir.
• Ávextina? Em þeir mattir
í skálunum? Ef svo er, þarf
að þvo þá og þurrka svo með
flúneli.
• Kertin? Ef þau em ekki
vel hrein, má þvo þau úr sápu
og skola þau svo úr ísköldu
vatni, og til að gera þau fall-
egri er gott að strjúka þau
með klút, vættum í spritti,
þegar þau em orðin þurr.
• Speglana? Ef þeir em
mattir, er ágætt að strjúka
yfir þá með klút vættum í
ediki og fægja þá svo með
þurrum klút.
• Skápinn í anddyrinu?
Em nægilega mörg laus
herðatré í honrnn fyrir kápur
og frakka gestanna?
• Jólatréð? Er pappír eða
vaxdúkur undir því, svo að
kertavaxið eyðileggi ekki
teppið. Og er slökkvitæki eða
teppi við hendina, ef það
skyldi kvikna í grein?
• Ljósin? Em öryggi til á
heimilinu, ef gamalt öryggi
spryngur allt í einu? En per-
ur?
• Spilin? Em til spil, ef ein-
hvem skyldi langa til að
spila?
• Kertastjakana? Er hætta
á að vaxið falli á borðin?
• Öskubakkana? Eru ösku-
bakkar við hvern stól?
• Baðherbergið? Er þar sápa
og hreint handklæði fyrir
gesti?
• Jólaservéttumar? Er nóg
af þeim?
Ef þetta er allt í lagi, þá
geturðu hvílt þig í 15 mín-
útur eða svo, áður en þú ferð
að skipta um föt. Það er líka
mikilvægt, svo að þú getir
verið hrókur alls fagnaðar og
haldið uppi gleðskapnum.
MAT5EÐILLINN
Hrísgrjónagrautur
með aprikósum.
li/2 1. vatn, 175 gr. hrísgrjón, 125
gr. aprikósur, 75 gr. sykur og hálf
teskeið salt.
Hrísgrjónin eru skoluð í heitu vatni
og látin í pottinn þegar vatnið sýð-
ur. Soðin í 1 klst. Aprikósurnar eru
látnar liggja í vatni yfir nóttina og
soðnar í vatninu, sem þær hafa leg-
ið í. Þá er sykrinum blandað út í
og aprikósunum síðan hellt saman
við grjónagrautinn. Suðan er látin
koma vel upp og hrært í á meðan.
Siðan má bera grautinn á borð með
mjólk og saftblöndu — og auðvitað
einni möndlu.
Steiktar rjúpur.
2—i rjúpur, mjólk, flesk, feiti, salt,
2 dl. jurtaseyði, 2 dl. mjólk, y2 <11.
rjómi, 20 gr. hveiti, sósulitur, 1 tesk.
sykur, 1 tesk. ribsberjahlaup.
Rjúpumar eru hamflettar og látn-
ar liggja í mjólk yfir nóttina, síðan
skolaðar vandlega í köldu vatni og
þerraðar með hreinum klút. Því næst
eru þær spikþræddar í brjóst og læri
og brúnaðar í potti. Ofurlitlu salti
Þar eru stjörnur og jólatré, og hús-
móðirin gefur jólagestunum sínum
góðgerðir. En báðar jólaferðirnar
hennar byrjuðu vel og enduðu vel,
og það hlýtur að vera ennþá æski-
legra en þó þær væru samkvæmt
fyrrnefndri forskrift.
er stráð yfir þær og sjóðandi jurta-
seyði og mjólk hellt yfir, þegar þær
eru orðnar vel brúnaðar. Soðnar við
hægan hita í 1—1% klst. Sósan er
jöfnuð með 20 gr. af hveiti, salti og
sósulit eftir smekk. Rjúpurnar eru
framreiddar með brúnuðum kartöfl-
um, grænmeti og berjasultu.
Rjómabúðingur.
% 1. rjómi, vanilla, 3 bl. matar-
lím, 2 matsk. rabarbaramauk.
Matarlímið er brætt á venjulegan
hátt. Rjóminn þeyttur og vanillan
látin í eftir smekk. Þegar ekki finnst
velgja af matarlíminu, er því hrært
út í rjómann. Rjóminn látinn í skál
og rabarbaramaukið í lög á milli.
Snotur jólakjóll á heimasætuna.
23