Vikan - 10.12.1959, Blaðsíða 11
t
Norrænir víkingar héldu hátíð um jólaleytið. Þá blótuðu þeir goðin
og fögnuðu hækkandi sól.
heimilinu risi úr rekkju á miðnætti
og matreiddi veizlukost. Á stærri bú-
görðum klæddist ung stúlka gervi
Lúcíubrúðar og setti ljós í sveig um
höfuð sér, og klukkan þrjú um nóttina
vakti hún karlmennina á bænum
ásamt þernuliði sínu og bar þeim
veizluköst.
Þótt kynlegt kunni að virðast, þá
hefur þessi siður verið endurvakinn í
Svíþjóð og hefur aldrei notið þar
meiri hylli en nú, og þaðan breiðist
hann út um öll hin Norðurlöndin.
I Noregi eru vetrarsólhvörf víða
haldin hátíðleg hinn 22. desember og
þá fyrst og fremst með ljósum og
ijósadýrð. Þá gengur allt heimilis-
fólkið í halarófu um öll bæjarhúsin
og ber blys í hendi, svo að Ijós ljómar
um hvern krók og kima.
Það var og ævaforn siðvenja í
Noregi og táknaði endurkomu ljóssins
og varmans að varpa stórum brenni-
lurk á eldinn í arninum á jólakvöld,
þegar öll fjölskyldan hafði safnazt
saman og allir voru nýþvegnir og
Iaugaðir og komnir i sparifötin. Bloss-
aði þá eldurinn og brann glatt lengi
á eftir. Að sjálfsögðu lagðist þessi
siður af þar í landi, þegar lokaðir
ofnar komu í stað opinna arna. Aftur
á móti er .,julbrasan“, —• jólaeldur-
inn, — enn siðvenja í Svíþjóð, og víða
á Englandi er það enn siður að brenna
„Yuleblock" — jólalurk, en það lærðu
Bretar af Norðurlandabúum, sem
settust að á meðal þeirra í fyrndinni.
Annars hlýtur þessi siðvenja að
hafa verið ævaforn og víða útbreidd.
Það er til dæmis enn siður á Frakk-
landi að varpa „souche de Noél“ I eld-
stæðið á vissri klukkustund, og þessi
„souche de Noél", eða „buche de
Noél“ — eða eftirlíking hans öllu
heldur — er gerður bæði úr brauði og
súkkulaði og seldur um jólaleytið.
T71ÉÐ er ævafornt jólatákn í ýms-
um löndum og á ýmsan hátt. 1
Dalmatiu er það siður, að tvö
ung eikartré eru felld á jólanótt,
skreytt gullbræði, rauðum silkirenn-
ingum og blómum, borin inn á heimil-
ið og tveimur ljósum hald'ð vfir heim,
og loks er þeim svo — varpað á eldinn.
1 Svíbióð er bað siður að reisa greni-
tré eða furu fvrir utan híbvii um jóla-
levt’ð. og er hinn sígræni litur barrs-
ins tákn um sigur lífsins yfir dauð-
anum.
Aftur á móti er hið skreytta jóla-
tré með liósunum. sem nú er tíðara
jólatíkn á Norðurlöndum en nokkuð
annað. að beita má nvt.ilkomið. Hin
eiginlegu jólaliós loguðu fvrrum á
kertum, sem brunnu á borðmu á jðla-
kvöld og jólanótt Á stundum var um
aðeins eitt. kert.i að ræða, en oft voru
þau þó tvö. annað fvrir húsmóður-
ina og hitt fvrir hnsbóndann. Til var
bað lika, að eitt liós væri látið loga
fvrir hvern heimilismann. Iúós þessi
áttu að loga alla iólanóttina, og
sums staðar var það s’ður. að ljós
loenðu öll iólin. bæði dag og nótt,. og
hlióta áhrif þe’rrar veniu að hafa
verið mun sterkari þá fyrir það. að
öll Ivsing var af skornum skammti.
Ekki voru bessi jólaliós þó eingöngu
til hát.íðarbrigða. heldur hugði fólk
þau gædd yfirnát.túriegum mætti, —
tók bæði mark á þeim til spásagnar
og raðaði silfurborðbúnaði og pening-
um á borðið í bjarma þeirra, svo að
auður heimilisins mætti vaxa, — og
væri liósbjarminn látinn falla á kistu-
fatnaðinn, sem tekinn var upp í því
skyni, þótt það örugg vörn við ásókn
mölsins! Þá hefur spásagnartrúin get-
að gert óhugnanlegt strik í reikning-
inn og dregið Þar með úr hátiðargleð-
inni. Logaði ljós húsmóður eða hús-
bónda eða annarra á heimilinu nætur-
langt, þótti víst, að viðkomandi lifði
næstu jól, en brynni kertið út eða á
þvi slokknaði, mundi annað verða
uppi á teningnum, því að þá var sá
feigur, sem kertið átti.
Jólaljós hafa því lengi logað á Norð-
urlöndum — á borðum, en ekki á
trjám fyrr en á síðarl áratugum, —
en sá siður á sér þó fornar rætur víða
annars staðar. Það var til dæmis
siður á rómversku Satúrnushátíðinni,
að börn dönsuðu kringum Ijósum
prýdd tré, sem skreytt höfðu verið
gjöfum, og er þeirrar venju getið við
jólahátiðina í Elsass á Frakklandi og
einnig í Mið-Þýzkalandi snemma á
þrettándu öld. Sá siður er svo upp
tekinn í borgum á Norður-Þýzkalandi
á átjándu öld. Á nítjándu öld barst
hann til Svíþjóðar og litlu síðar til
Danmerkur, bæði þaðan og frá Þýzka-
landi, og enn síðar til Noregs og Is-
lands. Svo samgróinn virðist hann nú
orðinn jólahátíðinni, að okkur finnst
í rauninni ótrúlegt, að hann skuli
ekki vera mun eldri en raun ber
vitni. En þess ber að gæta í því sam-
bandi, að ljósin hafa frá örófi alda
verið tákn jólanna meðal forfeðra
okkar, er þau voru haldin sem sól-
hvarfahátið í heiðni, og síðan með
okkur, bæði í heiðni og eftir að kristni
var lögtekin og jól haldin hátíðleg af
öðru tilefni. Og hin sígrænu barrt”é
voru og tákn jólanna með forfeðrum
okkar að fornu, svo að hvort tveggin
á sterk ítök í okkur, Ijósin og tréð.
ÚÐ eru engar horfur á, að þessi
siður sé á undanhaldi hér eða á
öðrum Norðurlöndum, siður en
svo. og hafi einhver búizt við, að raf-
ljósin mundu útrýma honum, þá er
raunin önnur. Nú nægir sem sé ekki
lengur, að liós logi á tré í híbýlum
manna um jólin, heldur eru þau og
t.endruð á trjám utan dyra. Fyrir
nokkru tóku bæjarstjórnir viða á
Norðurlöndum upp þann sið að tendra
ljós á stórum barrtrjám á torgum og
í skemmtigörðum, bæði í bvi skvni að
setja jólasvin á umhverfið og að bað
mætti vera til nokkurrar ánægju þeim,
sem einhverra hluta vegna höfðu
ekki ástæður til að kveikja sjálfir
ljós á t.ré í hibýlum sínum Og nú
befur sá s’ður einnig verið \ipp tekinn
b“”1end:s. En ekki nóg með bað: Sá
s’ðu.r befur einnig breiðzt út. að menn
lát.i liós loga á trjám úti fyrir hibvl-
um sfnum mikinn hlut.a desember-
mánaðar. í garðinum eða á úti á svö1-
um hússins. og óneitanlega hefnr sú
Ijósadvrð fögur áhrif í skammdevis-
mvrkrinu. Þá er það og orðrnn s!ður
hér. að minnsta kesti í höfuðborg-
inni. að tendra inlaliés á leið! látinna
ástvina í kirkiugarði. og ber bað
óneitan'ien-g vitni Ijúfri ræktarsemi
v!ð minnipg;u þeirra.
F.n Hósin eru ekki h!ð eina við
ióiaha'id í kristni. sem Norðurlapda-
htiar hofa tekið að erfðum frá sól-
hvarfahátíðinni í heiðni. Það er til
dæmis viðtekin venja að láta allar
deilur niður falla um jólin, og enda
þótt kristnir menn hafi frá öndverðu
fyrst og fremst talið jólin hátíð frið-
arins, þá er sá siður allri kristni eldri,
því að í heiðni var það ófrávíkjan-
leg regla, að menn gengu vopnlausir
til blóta um miðsvetrarsólhvörf. Að
sjálfsögðu tók kirkjan upp þennan
sið. og í Noregi var það til dæmis
ákvæði í landslögum, að jólafriður
skyldi virtur og strönd refsing lögð
við, ef rofinn yrði. En auk þess varð
„jólahvíldin" föst siðvenja, enda var
mörgum vissulega ekki vanþörf henn-
ar eftir allt annríkið og umstangið
við hát;ðarundirbúninginn. Um jóla-
hátíðina mátti engum störfum sinna
nema hinum nauðsynlegustu, eins og
fóðrun búpenings. Um ,,fóðrun“ mann-
fólksins gegndi nokkuð öðru máli,
þar eð það fóður hafði verið vandlega
tilreitt fyrir fram: Allan jólamánuð-
inn hafði verið bruggað, bakað og
si.átrað og hver maður fengið sinn
skammt. Húsmóðirin og annað kven-
fólk á bænum gat því notið verðskuld-
aðrar hvíldar og án nokkurs sam-
vizkubits, þar eð jólahvíldin var öll-
um ákveðin.
Tólafriðurinn var ekki aðeins í gildi
manna á meðal, heldur náði hann
og til allra dýra, og mátti ekkert
dýr veiða og engri skepnu bana um
jólin, jafnvel ekki björnum, úlfum,
rottum eða mísum. öll húsdýr sættu
sérstaklega góðu atlæti um jólin, og
var ekkert við þau sparað, og enn er
sá siður haldinn víða á Norðurlöndum
að gefa smáfuglum um jólin og fóðra
búpening betur en ella.
Sá siður var líka í anda jólahátíðar-
inar, að ekki aðeins friður, heldur og
jafnrétti væri með mönnum, á meðan
hún stóð, vinum og fjendum, ríkum
og fátækum, húsbændum og hjúum,
og setti þetta mjög svip sinn á hátið-
ina. Hún var fyrst og fremst helguð
heimilinu; menn fóru ekki að heiman
nema til kirkju, og víða á Norðurlönd-
um var það talið ósæmandi, að fólk
færi á aðra bæi um jólin.
Sums staðar á Norðurlöndum voru
jólin einn þáttur i „veðurvisi.ndun-
um“, eins og þau tíðkuðust þá. Það
var með þeim hætti, að dregnir voru
með krít tólf hringir á loftsbita, og
að kvöldi hvers jóladags dregin tákn
Framh. á bls. 49
— I Betlehem er barn oss fætt. — Margir listamenn hafa reynt að lýsa hinum sögufræga og mikilvæga
pfb?i>-ði. sem jólaguðspjalHð segir frá. I ! 1