Vikan


Vikan - 10.12.1959, Qupperneq 16

Vikan - 10.12.1959, Qupperneq 16
■ • . : »É§§ I>a«T hefur margt verið skrifað og skrafað um Hemingway, sumt satt, en mjög mikið ósatt, vegna þess að þeir hafa ekki þekkt manninn sjálfan, sem skrifað hafa um hann. Engu að síður er Hemingway furðulegur, — það sjáið þið bezt með því að lesa þessa grein. Hemingway vinnur af nákvæmni, þegar hann skrifar, en annars vandar hann ekki mál- far sitt og er hverjum manni flugmælskari. Það er talsverðum erfiðleikum bundið að átta sig á manni eins og Ernest Hemingway — sem margir telja mestan rithöfund núlifandi — og ákveða honum stað meðal fólks, eins og það geng- ur og gerist á því herrans ári 1959. Það er eiginlega fyrst og fremst fyrir hina ótrúlegu fjölhæfni hans, að manni verður það svo örðugt. Það eru til dæmis margir, sem álíta hann bera höfuð og herðar yfir þá, sem hátt ber i bókmenntaheiminum á okkar öld. Þeir í Hollywood bera slíka lotningu fyrir liónum, að það nálgast hjáguðadýrkun, en orsök þess er sú, að stórgróði hefur orðið á öllum kvik- mvndum, sem gerðar hafa verið eftir sögum hans. Síðasta kvikmyndin, „Gamli maðurinn og hafið“, sem byggist á samnefndri Nóbelsverðlaunasögu skáldsins, virðist jafnvel ætla að slá þar öll met, og það eins þótt h*ð eina ástarívaf — en ástarívaf hverrar kvikmyndar er það, sem þeir í Hollywood telia að ráði hve mikinn pening hún gefur i aðra hönd — sé ást gamla mannsins á fiskinum, og það meira að segja steindauðum fiski Þeir eru margir, sem gerzt hafa til að skrifa margt og mikið um Hemingway, og Þó mest þeir, sem hvorki hafa heyrt hann né séð og er því sízt að undra þótt har sé ekki að ráði getið einmitt þess, sem setur mestan svip á framkomu gamla mannsins og gerir hann sérkennilegastan, en það er tal hans. Fyrir skömmu skrifaði einn viðstaddra niður hjá sér þau efnisatriði, sem bar á góma, er Hemingway ræddi við kunningja sína i einar tíu minútur, meðan setið var að drykkju í kaffi- húsi nokkru í París. Leit sá listi þannig út: Hvernig orrustuflugvél hagar árás sinni ð sprengjuflugvélar. Unpruni og forsaga uppskeruhátíðarinar. Ríkharður Ijónshjarta og krossferðirnar. Málarinn Tintoretto. Þróun einstaklingssóknartækni í knattspyrnu. Höggdofi í hnefaleik. Hvernig villiendur skuli matreiddar. Þótt við látum þá spurningu eiga sig um hríð hvort Hemingway sé mestur rithöfundur núlif- andi, þá virðist það liggja í augum uppi, að hann sé hverjum manni mælskari. Þessa ofsalega orða- flaums hefur yfirleitt lítt verið getið, og er það að visu skiljanlegt, þvi að flestir þeirra, sem orðið hafa til þess að rita um Hemingway, eru annað- hvort gagnrýnendur eða menn, sem rita fyrst og fremst um bókmenntir, og hafa fæstir kynnzt manninum sjálfum að ráði, jafnvel hvorki séð hann né við hann talað, en auk þess veldur frægð hans sem rithöfundur því, að yfirleitt er flest annað i sambandi við hann látið kyrrt liggja. Ekki er það þó athyglisverðast við mælsku Hemingways, hve hratt og mikið hann talar, held- ur sú vizka, sem fram kemur i orðum hans. Og það er hvorki kaldranaleg raunhyggja né slæg- •viska. Sérlega fyndinn er Hemingway ekki heldur. Hann hefur aðeins á réttu að standa varðandi bæði menn og málefni, vegna þess að hann veit það sem hann segir. Þegar lönd, borgir eða staði ber á góma, ræðir hann af slíkri þekkingu, að halda mætti, að hann væri þar nákunnugur, — sem ekki er heldur neitt einkennilegt, því að sennilega hef- ur hann einhvern tíma verið þar á ferðinni. Hemingway talar og talar, hratt og viðstöðu- laust eins og þar sé vél i gangi. Hann gerir ýmist að lækka raustina eða brýna, jafnvel öskra ef svo ber undir; hann getur orðið ljúfur í máli, eða byrstur og harður; þar geta skipzt á angurvær viðkvæmni, köld raunsæi og ærslafengið grín. Eitt er þó það, sem einkennir tal hans — eins og raunar skáldverk hans •— öllu öðru fremur, hann talar svo að segja eingöngu um Það, sem hann hefur sjálfur lifað, séð, heyrt eða reynt. Iiemingway spáir ekki — aðeins man. Hann hefur ekki hugmynd um, hvar hann sezt að snæðingi I kvöld, og minnist því ekkert á það. Hins vegar man hann hvar hann snæddi kvöldverð fyrir nákvæmlega nítján árum hvað var þar á borðum og hvernig hver réttur bragðaðist, og þá vitaskuld fyrst og fremst hvernig honum geðjaðist að víninu. Og frá öllu þessu kann hann að segja af slíkum sannfæringarkrafti, að áheyrendum virðist sem hann endi hverja setningu á orðun- um: „Já, drengir, svona var nú það“. Hann rifjar upp æsku sína, styrjaldirnar, sem hann hefur tek- ið þátt i, árin sem hann lagði stund á hnefaleik, veiðiferðir sínar á sjó og landi, eða hinar fyrstu og miður vel heppnuðu tilraunir sínar sem rit- GAMLI MAÐURINN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.