Vikan


Vikan - 10.12.1959, Page 31

Vikan - 10.12.1959, Page 31
 MYND TIL AÐ LITA. Þegar litið er á þessa mynd, er dálítið vont að gera sér grein fyrir, af hverju hún er. Þess vegna er heillaráð að lita hana. Þá sést strax, hvað er á myndinni. Á fletina, sem merktir eru með R, málið þið rautt, Br- brúnt, Y- gult, O- bleikt, V- fjólublátt, B- blátt, G- grænt og P- ljósblátt. ' # ' - • C • ~ . V /. .# í Teiknarinn var dálítið gamansamur, þegar að hann teiknaði þessa mynd, því að það eru hvorki meira né minna en fjórtán skekkjur í henni. Getið þér fundið minnst tíu skekkjur á tveimur mínútum? Bezt er að skrifa skekkjurnar niður, jafnóðum og þær finnast. Húsið, fuglinn og íkorninn eiga að vera á efri myndinni, — en hafa verið teiknuð sér, því að þið eigið sjálf að finna, hvar þau eiga að vera í myndinni, og setja þau þar. Það er ekki sama, hvar þau eru sett. Litið allt saman, og klippið Iitlu myndirnar út, og límið þær inn á stóru myndina, þar sem ykkur finnst, að þær eigi helzt að vera. Dúsi prófessor er ný- kominn úr geimferð til Marz, og hann segir, að veðráttan hafi verkað svo einkennilega á sig, að hárið hafi farið að spretta. Auk þess sagði hann, að sér fyndist hann vera minnst tuttugu árum yngri. Ef ykkur langar til að sjá, hvernig Dúsi prófessor leit út, áður en hann fór í geimferðina, þá snúið bara myndinni við. Dag nokkurn ákváðu systkinin Magga og Gummi að teikna hlutina, sem stóðu á borðinu. Hvað haldið þið, að þau hafi teiknað? Þið getið komizt að því með því að draga strik milli tölusettu punktanna á myndinni. Þið eigið að byrja á punkti númer 1, draga á 2, síðan á 3 o. s. frv. Síðan skuluð þið lita myndirnar.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.