Vikan - 10.12.1959, Side 43
Laufabrauð.
1 kg. hveiti, % tsk. salt, 5—ö dl.
sjóðandi mjólk, fita. Vœtið hveitið
meS sjó'ðheitri mjólkinni. linoSiS
mjög jjétt deig. BreiðiS út kökur
á stærð við meSal disk, svo þunn-
ar aS sjáist í gegn. Prýðið kök-
urnar með laufskurði og steikið
þær síðan í feiti eins og klein-
ur. Berið þær fram i'háum stöfl-
um með jólahangikjötinu.
Kokteilberjakaka.
150 gr. smjör eða smjörliki, 2
egg, % dl. mjólk, 2 dl. sykur,
'Ai tsk. vanillusykur, 150 gr. kokt-
eilber, ltsk. lyftiduft, 5 dl. hveiti.
Hrærið saman smjör og sykur
þar til þaS er ljóst og létt. ÞeytiS
saman eggin og mjólkina. Setjið
þetta saman við smjörið og syk-
urinn og hrærið vel í. Látið kokt-
eilberin út í og siðan liveitiS,
blandað með lyftidufti og vanillu-
sykri. Bakið kökuna í velsmurðu
formi, í ca. 1 ldst. við 175° hita.
TakiS hana úr forminu áður en
hún kólnar alveg. Kakan er betri
ef hún er geymd i nokkra daga
áður en hún er borðuS, og hún
geymist lengi án þess aS versna.
Berlínarkransar.
1 harðsoðið egg, I hrátt egg,
60 gr. sykur, 200 gr. hveiti, 125 g.
smjörlíki, eggjahvita og molasykur.
Takið rauðuna úr soðna egginu
og lirærið hana fina og jafna.
Blandið hráu rauðunni og sykr-
inum saman við og jieytið þar til
freyðir. Þvoið smjörlíkið og bland-
ið því og hveitinu til skiftis sam-
an við eggjafroðuna. Hnoðið deig-
ið. Búið til mjóa sívalinga úr deig-
inu og skiftið þeim í 14 sm. lang-
ar lengjur. Búið til krans úr
hverri lengju og leggið endana
i kross. DýfiS krönsunum i eggja-
hvítu og mulinn sykur. BakiS þá
Ijóshrúna við meðalhita.
Jólahnotur.
125 g smjörl. 125 g sykur, 2 egg,
240 g hveiti, 1 tsk. lyftiduft 00 g
kúrenur.
Hrærið smjörl. hvítt með sykr-
inum, þeytið eggin, hlandiS öllu
saman. Hnoðið degið. Skiftið þvi
í 80 bita og búið til kúlur. Bakist
við meðalhita.
Bessastaðakökur.
250 g smjör, 250 g strá- eða flór-
sykur, 250 g liveiti, 1 egg. Sáldið
hveiti og sykri saman, myljiS
smjörið saman við og hnoðið deig-
ið. Látið bíða á köldum stað um
stund. Breiðið út fremur þunnt, og
mótið kökur. Berið egg, mulinn
sykur og saxaðar möndlur ofan á.
Bakið við meðalhita. Betra er að
skíra smjörið.
Möndlustengur.
120 g smjörl., 120 g sykur, 1 egg,
325 g hveiti, 1 tsk. ger, eggjablanda,
25 g möndlur.
Hrærið smjörl. hvítt með sykr-
inum og egginu. BlandiS öllu sam-
an og hnoðið deigið. Búið til mjóa
sívalinga. Gerið þá aðeins flata
með lófanum. Skerið þá á ská í
8 cm. langar stengur. Skerið
möndlur í ræmur og leggið 3-4
ræmur á ská ofan á hverja köku.
Bakist ljósbrúnar við meðalhita.
Tengdamömmu-terta.
300 g möndlur 275 g sykur, 200
g. srnjörl., 4 eggjarauður, 2 eggja-
hvitur, 20 g hveiti, fyllt með epl-
um.
Skírið smjörið og hrærið það
þar til það er Ijóst og létt. Setjið
eggjarauðuna í ásamt sykrinum og
möndlunum og einnig hveitinu.
Þeytið hvíturnar þar til þær eru
orðnar að froðu, og setjið þær
varlega saman við. SmyrjiS eld-
fast form eða venjulegt form. Setj-
ið helminginn af deiginu í botninn
á forminu og síðan eitt lag af
e])lakompott. Leggið því næst liinn
helminginn af deiginu ofan á og
bakið við meðalliita i 25-30 min.
Kakan er mjög góð og ætlast er
til að notaður sé með henni joeytt-
ur rjómi.
Hnetukökur.
300 g smjör, 180 g flórsykur, 150
g hnetur, 1 egg, 2 eggjarauður,
400 g hveiti, börkur af einni sít-
rónu.
Blandið saman smjöri og flór-
sykri. Hrærið eggið, eggjarauðuna,
sítrónubörkinn og hveitið, og siðan
eru hneturnar settar i. Búið til
langar stengur úr deiginu og látið
það storkna vel á köldum stað.
Berið egg utan á stengurnar og
veltið þeim upp úr sykri. Skerið
stengurnar niður í sneiðar ca. Vn
cm. á þykkt og bakið við með-
alhita.
Toppar.
7 eggjahvítur, 500 g flórsykur,
300 g finmalaðar möndlur, 300 g
finmalaðar linetur, 100 g hakkaður
appelsínubörkur, 35 g kakó, 1 egg,
150 g möndlumassi, kanel. Glass-
úr, flórsykur og ein eggjahvita.
Þeytið eggjahvíturnar og bætið
flórsykrinum í smátt og smátt þar
til marensdeigið er orðið stíft. Sið-
an er sett í möndlur, hnetubörkur-
ur, kakó og kanel. Möndlumassinn
er hrærður með egginu áður en
hann er settur i. Látið deigið biða
í eina klst. Búið til smá kúlur úr
deiginu, og látið þær bíða um stund
áður en þær eru bakaðar, við
meðalhita. Meðan kökurnar bakast
er glassúrinn blandaður úr eggja-
hvítunni og flórsykrinum, og á
liann að vera fljótandi. Penslið kök-
urnar með glassúrnum.
n
VÖRUVAL
Á ÖLLUM
HÆÐUM