Vikan


Vikan - 10.12.1959, Page 44

Vikan - 10.12.1959, Page 44
í rikjandi öryggisleysi er það öruggt að trygg- ingar yðar eru í góðum höndum hiá Smámunir um Kiljan Halldór Kiljan Laxness hefur víða komið við á langri leið. Öllum er kunnug upphefð hans og frami á er- Iendum vettvangi. Margar erlendar alfræðibækur hafa líka birt umsagn- ir um verk hans og hver á sinn hátt. í Bibliographical Encyclopedia of the World, sem út kom í New York 1946, er þekkileg mynd af skáldinu ásamt glöggu ágripi yfir andleg störf hans. En að iokum segir Ameríkan- inn: „Hobbies: Musir and swimming. Adress: P. O. Box 664, Reykjavík, Iceland.“ -K- Þá er annar smámunur um Hall- dór Laxness, sem fáum bæjarbúum mun vera kunnugt um. Eggert Stef- ánsson söngvari hafði sumarið 1957 tvær stórar stofur á leigu í rólegu húsnæði í vesturbænum. Halldór hef- ur eflaust heimsótt fornvin sinn og unað vel í rúmum húsakynnunum. Það er a. m. k. víst, að núverandi leigjandi stofanna tveggja við Hjarð- arhaga 58, 1. hæð til vinstri, er Hall- dór Kiljan Laxness, og þangað býð- ur hann gestum sínum stöku sinn- um. -K- f Jólagjafir við allra hæfi Elsku Aldís min. Hvað á ég að gera? Ég er alveg eyðilögð, því . að ég er yfir mig ástfangin af manninum, sem setl- ar að fara að giftast henni mömmu. Hún er ekkja, 35 ára, og ég er 16 ára. Maðurinn, sem mamma er trúlöfuð og er tilvonandi stjúpi minn, er yngri en hún. Hann er svo góður við mig, og ég er svo ólukkuleg yfir þessu öllu saman, og það kemur þannig út, að ég er næstum ókurteis í framkomu við hann. Ekki get ég einbeitt huganum við lærdómiim, mér finnst allt eitthvað svo vonlaust. Bara, að ég gæti komizt eitthvað í burtu um tima. Mér þykir voðavænt um mömmu, en þetta er allt. eitthvað svo erfitt. Elsku bezta, hvað get ég gert? Sigga. Kæra Sigga mín. Já, erfitt er lífið stundum, en nú verður þú að noía þá heilbrigðu skynsemi og þann viljakraft, sem þér hefur verið gefinn. Hugs- aðu út í það, að þú átt allt lífið frammundan. Móðir þín hefur nú um tíma verið ein um að ala önn fyrir ykkur báðum. Þetta er kannski hennar stóra tækifæri til að öðlast hamingju í lífinu. Gerðu allt, sem í þínu valdi stendur, til að hún fái að njóta þess. Svo skal ég segja þér eitt. Þegar maður er 16 ára, verður maður stundum ákaflega ástfanginn og það oftar en einu sinni. Það er því ekkert óeðlilegt, þó að þér finnist þú vera ástfangin af þessum manni. En þú mátt alls ekki gera neitt, sem gæti eyðilagt lífs- hamingju mömrau þinnair. Þ»rð væri oinmitt

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.