Vikan


Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 2

Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 2
Það borgar sig Svefnherbergi Borðstofur Dagstofur að líta við í SKEIFUNNI áður en þér festið kaup á húsgögnum. öll neðsta hæð Kjörgarðsins er þakin fallegum og vönduðum SKEIFUHÚSGÖGNUM. Það er sama hvert litið er, allsstaðar blasir við mikið úrval af form og litfögrum nútíma SKEIFUHÚSGÖGNUM. UNGFRÚ „KLUKKA". Kæri póstur. Mig langar til að biðja þig að koma því á framfæri við forráðamenn frauku einnar, sem hlotið hefur hjá almenningi iiér i bæ gælunafn- ið „ungfrii Klukka“, að það er hreinasta hneyksli að hegðun þeirrar ungmeyjar oft og tíðum. bað er að sjálfsögðu ekkert við því að segja jsó ungar stúlkur létti sér upp við og við, en þær verða þó að gæta þess að láta ekki ævintýri sín bitna á skyldustarfinu og þeim, sem þess eiga að njóta. En svo virðist sem nefnd ung- frú skemmti sér helzt til mikið; á stundum er hún svo rám og þvogluleg í máli — einkum á morgnana —- að það er ekki nokkur lífsins leið að skilja hverju hún svarar, og á stund- um er hún svo rugluð í ríminu, að hún hefur ekki hugmynd um hvað tímanum líður. Er eng- inn forráðamanna þessarar léttlyndu ungfrúar þess umkominn að tala um fyrir henni? Ég er ekki að krefjast þess að þeir reki hana í stúku, en hún hefði áreiðanlega gott af því, þó ekki væri nema hálsins og raddbandanna vegna, að gerast dálítið reglusamari, — að ég nú ekki tali um livað við, sem oft og tíðum eigúm jjað undir því að við skiljum mál hennar, hvort við komum á réttum tima í vinnu á morgnana eða ekki, hefðum gott af jívi að hún væri það með sjálfri sér á jjeim tíma, að hún kynni nokkurnveginn greinarmun dags og nætur. Með beztu kveðjum. Hófdrykkjumaður. Jú, við könnumst við það að „ungfrú Klukka“ geti átt það til að vera dáb'tið þvoglumælt, og að hún fari jafnvel tíma- villt, en hvort það er hennar eigin óreglu að kenna — það þorum við ekki að segja neitt um. En sem sagt, þessu er hér með komið á framfæri við hlutaðeigandi, og von- andi taka þeir ungfrúna til bæna á þann hátt, sem þeir hyggja að bezt muni duga. SALTIK DOLLAKAR — í SALTI. Kæra Vika. I>ú sem allra vanda vilt leysa — skyldir þú geta frætt mig um það, hvers vegna ég finn silfurgljáandi pening í saltinu, sem ég nota til að salta með matinn? Saltið heitir „Dollar Salt“, og þau orð eru líka letruð á peninginn og svo er hann útflúraður að auki. Ég er mjög for- vitin að vita hvort þetta hefur einhverja merk- ingu, kannski happdrætti? Með fyrirfram þökk fyrir svarið. Ung húsmóðir. Ekki get ég svarað þessu, og hefði þess þó ef til vill verið nokkur von, ef þú hefðir eitthvað vitað um umboðsmann þessarar vöru hér á landi, eða þótt ekki hefði verið annað en hvar þú hefðir keypt saltið. Gaman hefði líka verið að vita hvort þú hefðir notað þetta salt áður, og hvort þessir söltu dollarar væru í hverjum pakka, eða þetta væri óvenjulegt, er um þá tegund væri að ræða. Það má sem sagt vel vera, að þetta hafi einhverja merkingu, en hver hún er — um það getum við ekkert sagt. Hver veit nema umboðsmaður fyrirtækisins lesi þessar línur og leiði bæði okkur og hina ungu hús- móður í allan sannleika. PUNTPÓSTKASSAR ... Kæra Vika. Ég er sendisveinn við stórfyrirtælci hér í bæ, og mig langar til að vita hvort póstkassarnir hérna séu bara upp á punt? Þannig er mál með vexti, að ég átti að póst- leggja tvö almenn bréf, en þar eð mjög langt k 2 VIK A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.