Vikan


Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 35

Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 35
— Nú verðum við að halda af stað aftur, Sinuald . .. ÞVl er þeir risu á fætur, heyrðu þeir til ferða Frankanna niðri á þjóðveginum hjá Utina. Hófa- slögin minntu helzt á þórdunur í fjarska. 1 tunglsljósinu mátti greina spjótsodda og hjálma á hreyfingu á ökrum og haglendi niðri í dalnum. Frankarnir rötuðu. Þeir höfðu áreið- aniega svikara og leiðsögumenn úr borginni í fylgd með sér. — Við flýjum eins langt og við meg- um, Sinuald, hrópaði hann um öxl. Látum loks skóginn skýla okkur, og leitum upp í fjöllin. Hann knúði hestinn sporum, hleypti á brattann, lá fram á makkann, svo að hann rækist ekki á lágar trjá- greinarnar. Hann hrópaði enn til Sinualds. — Þetta verður þeim ekki auðvelt heldur ... Nú var honum horfinn allur ótti og kvíði. Honum var hvíld að sprettin- um, og hann kallaði glaðlega um öxl til Sinualds, hló við meira að segja: —• Þeim skal ekki takast að hand- sama okkur. Hann var kominn drjúgan spöl á undan Sinuald, þegar hann heyrði, að hann rak upp óp. Sinuald hafði ekki gætt þess að liggja stöðugt fram á makka hestsins, hafði víst orðið það á að rétta úr sér og trjágrein rekizt í hann. Johanniperto stöðvaði hest sinn og hlustaði. Sinuald hafði fallið úr söðlinum, hann kveinaði og kvaðst brotinn, kveinaði eins og dauðhrætt barn. Nú kom hestur hans á hröðum spretti út úr limþykkninu, eins og myrkur skuggi, en hófar hans skullu við grjótið. Sinuald kveinaði enn. Nú voru Frankarnir komnir inn á þröng- stigið, hlutu að hafa heyrt til hans, því að þeir kölluðust á eins og eitt- hvað sérstakt væri um að vera. OHANNIPBRTO hefði kannski veitzt tími til að ríða til baka, ná félaga sínum á bak fyrir framan sig eða bera hann yfir á hinn bakka fljótsins, sem ekki var neitt teljandi vatnsfall svo ofarlega í dáln- um. Þar hefði hann svo getað falið hann í smáranum. Og hann sneri hesti sínum. en hikaði við, unz það var um seinan, því að Frankarnir nálguðust. — Leitaðu fylgsnis, Sinuald, kall- aði hann, sneri hesti sínum og reið enn á brattanh. Hann vonaði, að Sinuald reyndi að skriða i fylgsni og þegja. Nú varð svo bratt fyrir, að hann varð að fara af baki og teyma hestinn. Skammri stundu síðar heyrði hann Sinuald kveina enn. Þá hlutu þeir að hafa fundið hann. Hann teymdi hestinn gætilega yfir elfina, batt hann niðri i smára- hvammi, tók vopn sín og nestið og laumaðist upp i beykiskóginn. Hann sá til ferða Frankanna niðri á stign- um. Þeir voru að minnsta kosti sjö saman, og á meðal þeirra þóttist hann bera kennsl á náunga einn frá Utina. Hann heyrði og, að fleiri mundu vera á ferð neðar í skóginum. Hinir tóku að ræða hátt sín á milli, og hann kleif enn hærra. Raddirnar urðu æstari og hærri. Svo virtist sem þeir væru ekki á eitt sáttir, og maðurinn frá Utina talaði hæst og á sínu eigin máli, kvað ekki viðlit að komast hærra ríðandi, ef til vill vildi hann vara Johanniperto við hættunni. Þá var eins og einhver lysti hann högg, svo þráttuðu þeir enn um hríð, hvellar raddirnar rufu nætur- kyrrð fjallanna. Utinabúinn kveinaði og barmaði sér. Ef til vill fóru þeir harkalega að honum í von um, að hann hitti þá betri ráð eða talaði frekar á þeirra tungu. Tveir reyndu að ríða upp einstigið, aðrir leituðu í smárahvamminum fyrir handan. Þegar hestar þeirra hneggjuðu. svar- aði hestur hans þar með háu hneggi. Það var aðgæzluleysi að skera hann ekki á háls, meðan tími vannst til. Nú höfðu þeir fundið hann, það mátti heyra það á köllunum. Og enn lenti allt í þrássi þeirra á milli. OHANNIPERTO lá i felum á bak við digran beykistofn. í föivu tunglsljósinu varð hann ekki greindur frá digrum rótarhnúðunum, sem tréð kreppti niður í moldina eins og örn krækir í bráð sína. Gæti mað- ur aðeins flogið eins og örn, hugsaði hann, örn, sem ýmist getur kreppt klær sínar í bráðina Jörð eða bráðina Mána. Hjartað barðist í barmi hans, i harmi hins þroskaða manns, i hljóð- um, æðrulausum harmi yfir örlögum Sinualds. Örn, sem gæti flogið á brott með Sinuald, hugsaði hann enn. Frankarnir, sem reynt höfðu að ríða einstigið, sneru við. Hann heyrði mál þeirra fjarlægjast. Hvellar radd- irnar ristu elfarniðinn sundur, ristu sundur mánalýsuna. Svo þrássuðu þeir enn og þrættu, unz foringinn skar úr; þá loks héldu þeir aftur niður í dalinn og höfðu hest Johannipertos með sér. Þegar þeir höfðu farið um stund, námu þeir enn staðar Johanni- perto gat sér til um orsökina. Þeir atyrtu Utinabúann, og einhver laust hann, þvi að hann grét sáran og kveinkaði sér; sennilega hafði hann viljað bjarga líki Sinualds. Eftir það riðu þeir hratt niður í dalinn. NN lá Johanniperto langa hríð í fylgsni sínu bak við tréð, og máninn leið. Hann óttaðist hina víðfrægu kænsku Frankanna. Það var ekki fyrr en orðið var svo bjart af degi, að hann gat séð til ferða þeirri niður í dalinn, að hann þorði að hreyfa sig. Þeir voru fimmtán saman að minnsta kosti og teymdu tvo lausa hesta, höfðu einnig tekið hest Sinualds með sér. Máninn var kominn svo hátt á loft, að hestarnir og mennirnir vörpuðu næsta skömm- um skuggum á veginn. Hann kleif niður einstigið. Lík Sinualds lá þar, sem hann hafði fall- ið af hesti sínum. Hann starði upp í loftið opnum munni, eins og hann furðaði mjög á því að vera dáinn. Líkið hafði verið rænt vopnum, skart- gripum og klæðum öllum. Hann dró líkið út á stíginn, þakti það greinum og mosa og stakk brolnu limi við. Fólk úr byggðinni mundi áreiðanlega koma hingað upp eftir og sækja líkið næstu nótt og flytja það með leynd til Utina eða kannski heim. Að svo búnu sneri hann aftur upp einstigið, hélt upp á hásléttuna. En áður en hann lagði út á berangrið, hvíldi hann sig sem snöggvast í kletta- skoru og snæddi af nesti sinu. Að vísu hafði hann gengið hærra en þetta áður, en einhverra hluta vegna þótti honum sem hann væri nú nær himninum en nokkru sinni fyrr. Og um leið þótti honum, senni- lega fyrir atburði næturinnar, að aldrei hefði helvíti ginið við honum eins nálægt og opið og einmitt nú. frvstihús Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum ár- um í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun nota- legri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað). 8TEIMULL H.F. Lœkjargötu . Hafnarfiröi . Simi 50975. V I K A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.