Vikan


Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 10

Vikan - 25.02.1960, Blaðsíða 10
SMÁSAGA orgarljósin komu til þeirra gengum þokuna, þegar togarinn skreió inn á sundið Vitinn á öskjuhlið þyrlaði grænum og hvítum Mós- geislum, sem skárust gegnum mistrið og hurfu í vatnsþungan lofthjúpinn, þegar vitinn hafði snú- ið þeim hliðhallt við nesið. Vatnsúðinn myndaði lýsandi hnoðra utan um götuljósin við höfnina, og Þjóðleikhúsið gnæfði upp í skýin eins og risa- vaxin svörtuloft á mótum his greinilega og ógreini- lega. Það draup af hverju járni, og vætutaumavnir sýidu niður rúðurnar á stiórnpallinum. Dekkið var stamt í þokunni, og vatnsaginn streymdi aftur með lunningunni og féll í dropatali í hafið. Unglinarurinn stóð í ganginum við afturgálgann og horfið til lands. Hann beið eft’r græna og hv'ta liósinu til skmsins og fylgdi slóð þeirra um lof’ð. Það var dökkhærður unglingur. oftast bög- uli og lít!ð mannblendin. Hann hafði ko~ið af heimilinu i Bre'ðuvík. og skipshöfn'n vissi það, en það ha'ði aldrei tovazt upp úr honum, hvers veona bann fór þangað Oamli t,'éhesturinn var þarna að hirða lúðu af slánni v!ð dvrnar. beear kyndarinn rak höfuðið fra"i í eidhúskvraurað. T.úðan hafði komið á d«kk i s’ðasta halinu. og tréhosturinn hafði gert að henni og snvrt hana upp. Hann var elzti maður um borfi Uk'.eva elzti starfsmaður togaraflotans og kallaður tréhestur, frá hví hann bauð s!g fram til kosnmea fvrir siálf- stæð'ð. Hann leysti hnútinn á spvrðubandinu og fleygði lúð'inni í körfu v!ð afturgálgann. —Hvað ætlarðu með lúðuna? spurði kyndar- inn. Gamli maðiirinn tók upp vnsak'út og strnuk honum v!ð nef sér Hann svaraði ekki, og kvndar- inn gaf sig á tal við gilsarann. sem kom spígspor- andi aftur í ganginn. — Veiztu, að tréhesturinn er með lúðu, sem hann ætlar aó skemmta sér fvrir? — Hann heldur við kerlingu á Frakkastígnum, sagði gilsarinn. — Og sefur hiá henni, þegar togarinn er inni. — Hann borgar henni með lúðu fyrir. Tréhesturinn lofaði þeim að gantast. Hann var ekki vanur að svara kerskni, þegar skipið var að komast í land. Á sjónum var hann vanur að bíta frá sér og láta bvern hafa sitt. Hann tók svari unglingsins, Þegar hásetarnir vo"u að hreyta skít í hann, og það var aðsópsmikill tréhesttir, sem stældi um pólitík við bátsmanninn á kojuvaktinni, þegar aðrir syáfu eða lásu klámrit. Þeir fóru að spyrja unglinginn. hvað hann ætl- aði að gera. þegar hann kæmi i land en hann var annars hugar og stóð þegjandi með kipraðar varirnar. — Þú ættir að fá þér leka, sagði gilsarinn og var kompánlegur við hann. — 1 svona veðri er ekkert að gera nema. drekka, sagði kvndarinn. — Það færi úr þér helvítis ólundin. — Þú gætir mannazt upn við það. Ungligurinn vék sér undan og elti tréhestinn fram i lúkar. — Hann er i fýlu, sagði kyndarinn. — I fvlu alltaf. — V!ð ættum að taka hann með okkur. — Og hella í hann. Torgarinn flaut inn á milli hafnargarðanna og lagði hægt unn að bryggjunni. Gilsarinn strengdi landfestina að aftan, og bil!ð milli siðunnar og kantsins minnkanði. þar til lunningin snart hann. T'-éhesturinn lagaði stigann. Hann hafði aviafj lúðuna og var ferðbúinn. Unglingurinn stóð hiá honum og hélt á vaðsekk undir hendinni, og gils- arinn kallaði í hann. — Þú kemur með á ball. — Hann kemur með mér, sagði tréhesturinn. Gilsarinn horfði á eftir þeim upp brvggjuna. Hann sá þá hverfa upp i sund!ð hjá togaraaf- gre'ðslunni, tréhesturinn með lúðuna á bakinu og unglingurinn, sem greikkaði sporið á eftir honum. Kyndarinn var eitthvað að sýsla niðri í vélar- rúmi og gilsarinn be!ð. Þeir vnru van’r að halda saman í landi. gilsarinn að borða hjá kyndaranum og sofa á dívanlnum í eidhúsinu hans og drekka saman og slá í leigubil og aka um bæinn og fara saman á böllin. Þeir gengu saman upp á bryggjuna og skálmuðu vatnsblautar göturnar yfir á Lækjartorg og tóku strætisvagn og fóru heim til kyndarans, og gilsar- inn lagð'st á dvívaninn i eldhúsinu, meðan kyndar- inn fór inn í svefnherbergi að heilsa konunni, sem var ókomin á fætur, því að það var enn snemma morguns. — Fáðu þér eitthvað, hrópaðl kyndarinn úr hjónarúminu, og svo niður á bæjarútgerð að sækja kaupið. Gilsarinn varð hugsi. Þeir áttu gott þessir kvæntu. Það fannst honum stundum. Eins og kynd- arinn núna Hvað var hann að gera, og af hverju fór hann ekki sjálfur að kvænast, svo að hann gæti rokið beint í land til þess. Hann sneri sér á hliðina, og honum rann i brjóst, og hann dreymdi að hann stóð við spil!ð og hífði og pok!nn lyftist úr sjónum og hékk yfir dekkinu og opnaðist og rauður karfinn stevptist úr honum niður á dekkið og fvllti það og brevttist skyndi- lega í nakið kvenfólk, sem lá og bylt!st þar eins og lifandi fiskkös. Hann vaknaði við, að kyndarinn rak í hann löppina og sagði það væri skammt til hádegis, og í sama vetfangi var allt kevnfólkið íyrir borð. Hann reis upp og gretti sig framan i kyndarann. — N'ður á bæjarútgerð að sækja kaupið. — Niður með siálfan þig. — Þú ferð í ríkið í leiðinni. Gilsarinn stóð á fætur, gekk út og skellti hurð- inni á eftir sér. Hann fór í strætisvagni niður á torg og sótti útborgun fyrir sig og kyndarann. Hann tróð peningunum í vasann, kvittaði, hljóp niður st'vann út og veifaði leigubíl. — 1 ríkið. sagði hann, um leið og hann hlamm- aði sér í aftursætið. — 1 ríkið. takk, sagði bílstjórinn og setti í gir. Giisarinn hallað! sér aftur á bak í sætinu og lét fara vel um sig. Hann sá byggingarnar streyma framhjá, verkamannaskýlið og skemmurnar við höfnina, og horrði á vindgáraðan sjóinn brotna á klöppunum við Skúlagötu. Hann var að rofa til. Bilstjórinn hemlaði við rikið og gilsarinn labb- aði inn og það um fjórar brennivín. Hann hitti stýrimanninn, sem var að kaupa, og gaf sig á tal við hann. — Hvenær fer dallurinn? — Klukkan níu í fyrramálið, sagði stýrimaður- inn Það er mæting klukkan átta. Gilsarinn bar flöskurnar út og kom þe!m fyrir i sætinu við hlið!na á sér. Hann sagði bilstjóranum til vegar og reif bréf af stút, sneri sundur rauð- litaða hettuna og fékk sér teyg Hann lagði flösku- botninn á hné sér og fann notalegheitin liða innan um sig. Kyndarinn var farinn að borða, þegar gilsarinn kom inn. Hann heilsaði kyndarakonunni. sem bauð honum sæti með þeim við eldhússborð'ð, og gilsar- inn slöngvaði útborguninni í kyndarann. — Ég hitti stýrimanninn. — Og hvað? — Mæting klukkan átta. — Faa'ann i hnitasta. — Eg sver það. — Þeir reyna að strekkja við sólarhring. — Ef ekkert bilar. — Það hefur ekkort bilað. — Þú hefðlr getað séð um það. — Éttu matinn. Þeir mötuðust þegjandi og hlustuðu á glamrið i hnífapörunum og drukku kaffisopa og fengu sér reyk. — Komstu með nokkuð? -— Það er undir fatahenginu. Kyndarinn reis á fætur og néði í brennivins- flösku og setti hana á borðið. Hann flr í bolla- skápinn og tók fram glös og blandaði í þau með gosdrykk. Konan settist hjá þeim og spurð'. hvort þeir ætluðu að gefa sér bragð Það var stórbein- ótt kona, Ijós yfirlitum, feitlagin. Hún hafði eign-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.